Ný dagsbrún - 01.01.1976, Qupperneq 2
2
NÝ DAGSBRÚN
Janúar 1976
NÝ DAGSBRÚN
Ctgefandi Sósíalistafélag Reykjavíkur
Ábyrgðarmaður Runólfur Björnsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Tryggvagötu 10, Reykjavík.
Sími 17510. Pósthólf 314.
Verð blaðsins er kr. 40,00 eintakið.
Setning: Prentiðjan, Skipholti 9.
Prentun: Prentsmiðja Pjóðviljans.
Gö&nirt á
boröiö!
Fátt hefur vakið meiri athygli síðustu vikur árs-
ins sem leið en Alþýðubankamálið. Það er enn sem
komið er að mjög litlu leyti upplýst, en staðreyndir
þær sem fyrir liggja gefa grun um alveg sérstak-
lega illkynjaðan vef einkahagsmuna og fjármála-
brasks, þar sem hinn langi armur Seðlabankans á
efalítið einhvern þátt í. Því er ekki að leyna að mál-
ið vekur meiri athygli alþýðu vegna þess að bankinn
er við hana kenndur, er meirihlutaeign verkalýðs-
samtaka og félagsmanna þeirra og er a.m.k. í orði
kveðnu, ætlað að styðja verkalýðssamtökin og al-
þýðu manna.
Nú er það að vísu svo, að frumtilgangur bank-
anna í fjármálakerfi auðvaldsins er sá, að vera sá
milliliður sem dreifir fjármagni til kapítalistanna,
sem gera það ,,arðbært“, þ.e. skapar þeim gróða.
Allir bankarnir og helstu lánastofnanir eru bundnir
þessu lögmáli og þjóna því undir ægishjálmi Seðla-
bankans. Innan þessara marka geta bankar sér-
hæft starfsemi sína, en þess er enginn kostur að
reka banka á þeim grundvelli að stefna hans sé í
andstöðu við meginatriði fjármálakerfis auðvalds-
ins. Bankarekstur er því af þeim ástæðum einum
vafasamur hagnaður fyrir verkalýðssamtökin, enda
mun tilgangur forvígismanna með stofnun Alþýðu-
bankans hafa verið sá, að „gera sig gildandi" í fjár-
málakerfi auðvaldsins, en ekki að brjóta það nið-
ur.
En fyrr má nú rota en dauðrota. Alþýðubank-
inn hefur rekið lánapólitík sem á enga afsökun í
hinum almennu skilyrðum sem bankarekstur er
háður í auðvaldsskipulagi. Rúmur helmingur af öllu
ráðstöfunarfé bankans er í lánum til örfárra — átta
— aðila og talið að miljónatugir af þeim lánum sé
án nægilegra trygginga. Afglöp bankastjórnarinnar
verða á engan hátt skilin né skýrð með „aðgæslu-
leysi“ bankastjóranna einu saman. Gegnum stað-
reyndir þær sem þegar eru kunnar grillir inn í
skúmaskot fjármálaspillingar. sem almenningur í
verkalýðssamtökunum hefur fram að þessu verið
grunlaus um. Verkalýðssamtökin og félagsmenn
þeirra hljóta, á þessu stigi málsins, að krefjast þess
fyrst og fremst að málið sé rannsakað og upplýst
undandráttarlaust og að hinir ótrúu ráðsmenn
bankaráð og bankastjórar víki fyrir fullt og
allt. Fyr en það er gert kemur ekki til greina að
sinna að einu eða neinu leyti kröfu ASÍ-miðstjórn-
ar (þar sem bankaráðsmenn allir nema einn eiga
setu) um aukinn fjáraustur til bankans úr sjóðum
verkalýðsfélaga eða vösum félagsmanna.
Verkamenn! Hreinsum til í Alþýðubankanum!
Gögnin á borðið! — R. B.
Möguleiki
fprir þig,
fyrir SÍBS
Nú eru melrl möguleikar en
nokkru sinni fyrr á fví aö hljóta
einhvern af hinum veglegu vinn-
ingum happdmttis okkar.
En þah eru ekki dbeins þínir
möguleikar til vinnings sem aukr
ast, möguleikar SIBS til þess ab
halda áfrani uppbyggingu á
Reykjalundr aukast til múna, og
þar meb aukast einnig möguleik-
ar á hjálp, fyrir alla þá sem
þurfa á endurhœfmgu ab halda.
Happdrœtti SÍBS
Auknir ntöguleikar allra
Allt til útgerðar
Utgflöfí'
Sjófatnaður
Vinnufatnaður
Kuldafatnaður
Regnfatnaður
Gúmmístígvél
\3ga2iJDa
ANANAUSTUM
Elsta og stærsta veiðarfæraverslun landsins.
VERKAMENN: Kaupið Nýja Dagsbrún —Lesið Nýja Dagsbrún.