Ný dagsbrún - 01.01.1977, Síða 2

Ný dagsbrún - 01.01.1977, Síða 2
2 NY DAGSBRÚN JANÚAR 1977 N? DAGSBRtJN ÚtgefandJ Sósíalistafélag Reykjavíkur Abyrgðarmaðui Runólfur Bjömssou Ritstjóm og afgreiðsla f'ryggvagötu 10. Reykjavík. Sími 17510 Pósthóll 314 Verð blaðsins er kr. 50,00 eintakið. Setning: Prentiðjan Skipbolt) 9. Prentun: Prentsmiðja Pióðviljans Engum getur dulist að málefnaágreiningurinn á síðasta Alþýðusambandsþingi stóð um stefnu mið- stjórnarinnar allrar, milli nokkurra fulltrúa lág- launafélaga og þess meirihuta sem miðstjórnina styður. Hávaðinn sem varð um kosningu til mið- stjórnar nú, var af flokkspólitískum ástæðum, að- allega vegna klofningshættu hjá Alþýðubandalag- inu. Raunverulega deilumálið var og verður á næst- unni stefna fyrrverandi og núverandi miðstjórnar í samningamálunum. Þar stóðu stjórnmálaflokkarn- ir saman sem einn maður. Gagnrýni láglaunamanna á „stóru samflotin“ og prósentureikninginn hefur ASÍ-forustan yfirleitt svarað með því einu, að best sé að hópurinn sé sem stærstur, einingin sé fyrir öllu í kaupdeilum. Þetta eru auðvitað almenn sannindi sem fylgja ber að því tilskyldu að eining sé um markmið og baráttu- aðferð. En á það hefur skort í samningum síðustu ára. Yfirlýst stefna verkalýðsforustunnar hefur nú síðustu árin verið sú, að hækka láglaunataxtana fyrst og fremst. Þessi stefna hefur ætíð beðið ósig- ur þegar til framkvæmdanna kom. Orsökin er sú, að í heildarsamningum ræður prósentureglan. Hlut- ur láglaunafólksins er fyrir borð borinn. Eining um að hækkun láglaunataxtanna hafi forgang hef- ur ekki reynst vera fyrir hendi. Af þessum sökum hefur vakist upp hreyfing meðal láglaunafólks sem vill ekki hlíta forustu ASÍ-miðstjórnar í samningamálum. Og sá hópur mun fara vaxandi. En á forustuliði ASÍ er enginn bilbugur í þessu máli. Þeir standa fast á því að ASÍ hafi forustu um heildarsamninga fyrir alla félaga sína og settu ákvæði um þetta í stefnuskrá síðasta ASÍ-þings og kallað er að hafi verið samþykkt þar. Þetta á- kvæði er alveg í samræmi við óskir og kröfur at- vinnurekenda fyrr og síðar. Hvort hér er um leyni- samninga að ræða, skal ósagt látið að þessu sinni. Baráttu láglaunafólksins er ekki stefnt gegn þeim félögum þess innan ASÍ sem njóta betri kaupkjara. Það er ekkert frá láglaunamönnum tekið þó ein- hverjum hópum innan ASÍ takist að semja sjálf- stætt um hærra kaup en almennt er. En láglauna- menn geta ekki barist fyrir slíku „launabili“. Þeir eru farnir að skilja að stefna ASÍ, heildarsamning- ar með almennri prósentuhækkun lokar fyrir þeim leiðinni til að berjast sjálfir fyrir bættum kjörum sínum. R. B. A LlÐANDI STUND Framhald af 4. síðu. Þeir Fylkingarmenn tjá sig algerlega andvíga stefnu ASÍ- miðstjórnar sem kölluð hefur verið með réttu stéttasam- vinnustefna. Þeir vita að alger eining hefur ríkt um stefnuna í ASl-miðstjórn og vitna í orð Magnúsar Geirssonar i Mbl. um það, ummæli sem enginn hefur rengt. Peir hljóta að vita að aðalforustumenn ASÍ- stjórnar eru Alþýðubandalags- menn ásamt Birni Jónssyni Alþfl.-manni. Samt ákveða þeir að styðja þá og þá eina til valda i ASl. Þeir segjast ætla að þrýsta á þá að sveigja til vinstri. Petta er nú sagt svona af rælni eða gamansemi, því að síðar í greininni segja þeir: „Við gagnrýndum — all- ar hugmyndir um að ef þetta næðist í gegn, þá myndu „starfshættir“ í miðstjórn breytast, eða að sá meirihluti ■ Abl. og Alþfl. sem stjórnað hefur ASl undanfarin 4 ár breytti um stefnu". Þeir Fylk- ingarmenn studdu að því að „reyna að bola íhaldinu út úr miðstjórninni". í raun og veru hafði það þó enga þýð- ingu og var jafnvel skaðlegt t að þeirra dómi: „Við bentum á að pólitískt skipti það litlu máli hvort íhaldið ætti þrjá menn í miðstjórn eða eng- an. — ___ — Það er einnig að sumu leyti hættulegt að ráð- ast gegn setu íahldsins í stjórn-1 stjórnarstofnunum ASÍ, ef ekki j að útskýra fyrir verkafólki að slíkt hafi þýðingu fyrir bar- áttuna. Það var því stór galli á framkomu andstöðunnar að hún hafði ekki ákveðna stefnu í faglegu málunum; stefnu s'em aðgreindi hana frá íhald- inu". Andstöðunni er nú vor- kunn þó að hún hafi ekki haft slíka „setfnu" á takteinum, því að hún hlyti að verða meiriháttar „kunstverk", þar sem hún átti að aðgreina frá íhaldinu en ekki samherjum þess í faglegum málum, foringj- um Alþýðubandalagsins í mið- stjórn ASl! En hvað um það! Út frá þessari ímynduðu stefnuskrá, sem ekki var né getur verið til, byggja „þeir í Fylkingunni" að nokkru leyti j „taktik" sína gagnvart deilu- var að snúa óánægjunni yfir í „baráttu gegn íhaldinu", þe. málefnalaus flokkaátök — til þess að bjarga eigin skinni. Og það tókst. Vinstri andstað- an sem Neisti nefnir svo, klofnaði um það, hvort boðið skyldi frarn gegn Abl-foringj- um. Annar hlutinn reis önd- verður gegn því, enda var þar einkum um að ræða flokks- bundna Alþýðubandalagsmenn. Hinn hlutinn var sjálfum sér samkvæmur í andstöðunni gegn stefnu ASÍ-miðstjórnar. Þó að framboð Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur gegn einum úr foringjaliði Abl. í mið- stjórn geti ekki skoðast ann- að en liðskönnun, var það einn þýðingarmesti atburður þingsins. Hann sýndi að þrátt fyrir allt var fyrir hendi á þinginu hópur vinstri manna, sem tók málefnalega afstöðu til kosningarinnar en lét ekki draga sig í flokksdilka. Um framboð Aðalheiðar gegn Snorra Jónssyni stikla „Þeir i Fylkingunni" eins og köttur kringum heitan graut. Þeir voru framboðinu mót- fallnir vegna þess að sjálfs sögn, að Abl.-menn í andstöð- unni voru „ekki reiðubúnir til að styðja framboð gegn for- ystumönnum úr Abl. og að þessi lína myndi því kljúfa hópinn og leiða til þess að hluti hópsins lenti upp í fang- ið á Abl.-forystunni"!! Það er að segja: Viðbrögð þeirra við hættunni voru þau að elta Abl.-menn andstöðunnar „upp í fangið á Abl.-forustunni" og það hefðu þeir gert ef þeir hefðu átt nokkurn hlut að mál- um á þessu þingi — annan en þann að tjá vilja sinn. €>- Norskk sásíaldemékratar m Nató Framhald af 1. síðu. þess að gera sem minnst úr möguleikum norræns hermála- bandalags, hlutlauss í stór- veldaátökum og lagði til við sendiherra Bandaríkjanna í Osió að Bandaríkjastjórn gæfi stjórnum hinna Norðurlanda- þjóðanna í skyn að Bandarík- in myndu ekki styðja slíkt bandalag! Halvard Lange blekkti þing og þjóð með fölskum upplýs- ingum um afstöðu Bandaríkj- anna til norræns bandalags utan við Nató. Það er niður- staða Lundestads, sem er byggð á rannsókn heimilda, sem fram að þessu hafa ekki verið aðgengileg. Auðvitað lét Bandaríkjastjórn sér vel líka Nató-áhuga Langes og norsku stjórnarinnar; þó að hún væri til með að sætta sig við hinn kostinn ef Norðurlöndin öll hefðu sameinast um hann. En „utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna og Noregs virðast hafa haft sameiginlega hagsmuni af því að hindra hlutleysi Norð- urlanda", eins og einn höfund- ur, norskur nató-sinni sagði á síðasta hausti í blaði Verka- mannaflokksins. Aðferð norsku sósíaldemó- krataráðherranna, að koma að- ildinni fram með skyndi- áhlaupi öllum að óvörum (overrumplingstaktik) tókst. Það tókst að koma í veg fyrir umræður um málið meðal al- mennings. Málið var meira að segja ekki lagt fyrir utanrík- ismálanefnd þingsins! Aðildin var samþykkt í þinginu með atkvæðum sósíaldemókrata (stjórnarfiokksins) og borg- araflokkanna gegn 10 atkvæð- um kommúnista og tveggja at- kvæða Verkamannaflokksþing- manna. Þetta er aðeins örstutt ágrip af athugunum Lundestads um aðdraganda að aðild Noregs að Nató. En aðferðir Nató-sinna þar voru þær sömu og hér: baktjaldamakk, blekkingar og þvinganir. Ennfremur er Ijóst af rannsóknum Lundestads að foringjar norskra sósíaldemó- krata. Gerhardsen forsætisráð- herra og Halvard Lange utan- ríkisráðherra unnu gegn því vitandi vits með öllum ráðum að NorðurJönd tækju upp sameiginlega hlutleysisstefnu, sem var vel hugsanlegt á þeim tíma. málunum á ASl-þingi. Baráttuaðferð (taktik) hlýt- ur jafnan að vera mjög breyti-; leg eftir aðstæðum. Það fer eftir því hvort allar aðstæður1 eru rétt metnar hvort hún ber tilætlaðan árangur. En „taktik" | Fylkingarinnar í ASÍ-málinu var þeirrar náttúru að hún gat hvork heppnast né mis- j heppnast. Utkoman hlaut und- VERKAMENN. Lesið Nýja dagsbrún. Gerist áskrifendur að Nýrri dagsbrún. NÝ DAGSBRÚN I Pósthólf 314. ir öllum kringumstæðum oð , verða — núll! „Upp í faitgið á Albl- forasi- unni“ Nd. hefur áður lýst mið- stjórnarkosningunni á ASÍ- þingi og ástæðunum fyrir því að tveimur íhaldsmönnum var þokað þaðan. Abl-foringjarnir vildu engu breyta, en neydd- ust til þcss vegna óánægjunn-1 : ar í eigin liði. „Taktik" þeirra , Sósíafístar athugið Erum meö bækur, tímarit, nótur og hljóm- plötur t'rá Sovétríkjunum, Póllandi, Tékkó- slóvakíu Ungverjalandi og Mongólíu. Heildarverk Lenins 45 bindi. heildarverk Marx/Enp^is fyrstu 6 bindin komin út, ný- endurskoðuð þýðing. Reynið viðskiptin. ERLEND TÍMARIT, Hverfisgötu 50 v/Vatnsstíg, 2. hæð. sími 28035

x

Ný dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.