Ný dagsbrún - 01.01.1977, Page 4

Ný dagsbrún - 01.01.1977, Page 4
A LIDANDI STUND Misheppnuð vörn Ólafur Hannibalsson skrif- stofustjóri Alþýðusambands- ins hefur að því er N.d. best veit einn manna úr liði ASl- forustunnar tekið sér fyrir hendur að rökstvðja á al- mennum vettvangi stefnu hennar í samningamálum og jafnframt ráðast gegn þeim fulltrúum láglaunafélaganna sem gagnrýnt hafa heildar- samninga og prósentufargan- ið. 1 „Dagblaðs“-grein 15. nóv. reynir Ólafur að réttlæta stuðningsleysi við og jafnvel andróður ASl-miðstjómar gegn þeim félögum sem sam- þykktu ekki heildarsamninga sem hún hefur gert, svo sem kvennadeild Verkalýðsfélags Akraness nú síðast og verka- lýðsfél. í Vestmannaeyjum 1975. Ólafur segir að skoðun þeirra sem hafa gagnrýnt þetta „virðist byggjast á því, að cf einstök félög í samfloti felli samninga, taki aðalsamn- inganefnd ASÍ aftur til ó- spilltra málanna og knýi það fram, sem þau vilja umfram aðra. — — Setjum sem svo, að Aðalheiður væri að semja fyrir 15 vinnustaði í Sókn og ákvæði að leggja samninga fyrir til samþykktar á hverj- um vinnustað fyrir sig. 14 vinnustaðir samþykktu en einn felldi. Mundi þá Aðalheiður fara aftur af stað og reyna að knýja fram þau fríðindi á 15. vinnustaðnum — umfram aðra — sem verkafólkið þar gerði kröfu um? Hvernig færi hún að verja það gagnvart hinum? Sá galli er á þessari rök- semdafærslu að Sókn hefur samningsrétt fyrir félaga sína og afgreiðir samninga í einu lagi en ekki á hverjum vinnu- stað. ar skyldu ASl-miðstjómar og viljans til að knýja fram samninga sem ASl eða samn- inganefnd þess hefur sam- þykkt fyrir sitt leyti en ekki félaganna. Ó. H. hefur því orðið það á án þess að taka eftir því sjálfur, að færa rök gegn samningagerð ASÍ, alveg gagn- stætt því sem ætlunin var. Svo mjög hefur Ó. H. mis- tekist vörnin. Laumuspil og kjarabarátta „Stjórnar uppmælingaaðall- inn ASI" er spurning, sem ÓI- afur skrifstofustjóri tekur sér fyrir hendur að svara í næstu grein sinni (Dagbl. 22. nóv.) og svarar neitandi. „Uppmælingaaðall" er hróp- yrði sem Ný dagsbrún hefur aldrei viðhaft og mun ekki gera. N.d. telur ósannað að uppmælingar eða önnur ákvæð- isvinna geri verkin dýrari en ella, en að auknar tekjur tekjur þeirra manna sem með með þeim hætti vinna (og í því sambandi eru stundum nefndar háar tölur) séu fengn- ar með gegndarlausum vinnu- hraða sem ekki ætti að við- gangast. Það er af þessum sökum sem N.d. og rpargir verkalýðssinnar era mótfalln- ir uppmælingum og ákvæðis- vinnu eins og slikt er fram- kvæmt hér á landi. En það mál verður ekki rætt hér að sinni. Ó. H. eyðir löngu máli til að sanna j'afn augljóst mál og það, að láglaunafólk er í miklum meirihluta innan ASÍ. Sömuleiðis á ASÍ-þingi, í mið- stjóm og á kjaramálaráð- stefnum. Látum þetta gott heita, þó reyndar vanti nokk- uð á að láglaunafélögin hafi fulltrúa í stjórnarstofnunum ASÍ í hlutfalli við mannfjölda, eins og Ó. H. viðurkennir. Þetta er ekki aðalatriðið, heldur stefnan sem ASÍ-for- ustan hefur rekið og að vísu knúið fram gagnvart félögun- um með ýmsum ráðum. Og einn af aðalforkólfum stefn- unnar er t.d. Eðvarð Sigurðs- son fulltrúi láglaunamann- anna í Dagsbrún. Myndi það nokkra breyta þó að fleiri slíkir láglaunafullrúar skipuðu miðstjórn? Nei, alls ekki. Aðalatriðið í grein Ó. H. er að sanna láglaunamönnum að samningsaðstaða þeirra mundi ekki batna við að semja sér (hann talar reyndar um að þeir kljúfi sig út úr ASÍ, sem enginn hefur heyrt nefnt á nafn), „því að engu verður þokað í þessa átt (þ.e. að hækka lægstu launin. N. d. nema færa sanian launabil, hækka lægstu launin alltaf til- tölulega meira en hin hærri, rýra prósentuálögin". Hækkun láglauna verði að vera á „kostnað" hærri launanna. Ó. H. silur hér blýfastur í vítahring prósentureikningsins og heildarsamninganna. Hann gengur alveg fram hjá því að aðalkrafa láglaunafólksins er að hækka kaupið svo að líf- vænlegt sé af átta stunda vinnu — 40 stunda vinnuviku. Er til nokkur eðlilegri og sanngjarn- ari krafa? En láglaunamenn vita að þeir geta aldrei náð því marki, hvorki að hálfu né fullu með heildarsamningum þar sem prósentureglan gild- ir. Þetta er kjarni málsins. Nái láglaunafélögin þessu marki að einhverju eða öllu leyti má vel hugsa sér að launabilið minnki þó það sé ekkert skilyrði. Það skiptir ekki öllu máli. Ekkert er tek- ið af þeim, sem eru í hærri NY DAGSBRUN JANIJAR 1977 launaflokkum ASI, þó að þeim lægst launuðu tækist að knýja fram þeim mun meiri hækk- un sem svarar ríkari þörf. Sömuleiðis standa láglauna- menn jafnréttir þó að ein- hverjum öðrum takist sjálf- stætt að hækka kaup sitt meir en þeir, þó að óeðlilegur kaup- mismunur sé óæskilegur, eink- um innan eins og sama fé- lags eða meðal manna sem vinna í sömu starfsgrein. En í „stóru samflotunum" verður launabilið óhjákvæmilega að- alatriði. Og af því stafa vand- ræðin. Þess vegna vill Ó. H. gera launahlutfallið að höfuðatriði í kjaramálunum. Hann vill „gera samkomulag um heild- arsamninga er m. a. ákveði launahlutfall milli hópa inn- bj'rðis". Þetta kallar hann „samstilta launapólitík". Því er ekki að neita að þetta myndi Iétta stéttasamvinnu- mönnum í stjórn ASÍ gerð heildarsamninga. Það sér ól- afur. Vandinn er ekki annar en að semja um allsherjar „launaköku", auðvitað í sam- ræmi við útreikninga Þjóð- hagsstofnunar, og gengi þorsk- blokkarinnar, sem síðan yrði sjálfskipt milli ASÍ-félaganna. Forustan í heildarsamningun- urn myndi losna við allt múð- ur einstakra félaga eða starfs- hópa, enda væri allt frum- kvæði og baráttuskilyrði frá þeim tekin. Tillaga Ó. H. þjón- ar þannig ASl-forustunni og stéttasamvinnustefnu hennar ákaflega vel. hún yrði í fram- kvæmd einhver mesti bjarn- argreiði sem verkalýðssamtök- in gætu gert sjálfum sér. „Við í Fy!ki!tí?unn!“! Þeir sem náið fylgdust með ASl-þingi og undirbúningi þess, veittu því athygli ag „þeir í Fýlkingunni" voru stöðugt að sniglast á vettvangi. Hafi menn ekki vitað áður um erindi þeirra þar, er það nú Ijóst, sbr. grein í Neista. „ASl-þingið og vinstri and- staðan". (12. tbl.). Segja þeir þar m. a. frá undirbúnings- fundi vinstri andstöðumanna í októberbyrjun á þennan hátt: „Á þessum fundi var valdníðsla og stéttasamvinnu- stefna ASl- forystunnar í heild sinni gagnrýnd mjög harðlega, en margir úr hópnum vildu frá upphafi berjast gegn „í- haldinu" í víðustu merkingu, eins og þeir kölluðu ASÍ-for- ystuna sem heild. Meðal þeirra sem þannig töluðu, vora flokksbundnir Alþýðubanda- lagsfélagar. ___ — — — Fylk- ingarfélagar gagnrýndu þessa stefnu, einnig gagnvart fclög- um úr Abl. Við bentum á að það bæri að revna að ná samstöðu verkalýðsflokkanna — (Abl. og Alþfl.) — gegn í- haldinu. Við börðumst ekki fyrir þessari línu vegna þess að við héldum að Björn Jóns- son og Snorri Jónsson væru ekki fulltrúar þeirrar stefnu sem ASÍ hefur fylgt og vinstri andstaðan vildi feiga — — — —. Við álitum aftur á móti að ástæða væri til þess að reyna að þrýsta á forystumennina úr Abl. og Alþfl. að sveigja til vinstri. (!!) Við álitum einnig að margir félagar t.d. úr Abl. væra ekki reiðubún- ir til að styðja framboð gegn forystumönnum úr Abl. og að þessi lína myndi því kljúfa hópinn og leiða til þess að hluti hans lenti upp í fangið á Abl-forystunni". (Lcturbr. og innskot N.d..) Svo mörg era þau orð. Það má í stuttu máli segja um þesa pólitík að vit er ekki í henni. Hún er alger rökleysa og lýsir fullkomnum vanskiln- ingi á verkefninu. Framhald á 2. síðu. Alþýðusambandið hefur aft- ur á móti engan samningsrétt fyrir meðlimi sambandsfélag- anna. Það hefur að vísu átt frumkvæði að heildarsamning- um síðustu ára með því að fá málamynda umboð fyrir samninganefnd sem skipuð er á þess vegum, en alla samn- ingar sem hún gerir verður að bera undir atkvæði í hverju félagi fyrir sig, af því þau ein hafa samningsréttinn. Þetta er mikli munurinn á hinu rangt hugsaða dæmi Ó. H. um Sókn og og raunveru- leikanum um Akraneskonurn- ar og vcrkalýðsfélagið í Vcst- mannaeyjum. Alþýðusambandinu er skylt samkvæmt lögum þess að veita félögunum stuðning í „verk- föllum, verkbönnum og hvers konar deilum um kaup og kjör" eins og þar stendur, enda þótt um sé að ræða fé- lög sem fella samninga sem önnur félög hafa samþvkkt. 1 dæminu um Akraneskon- urnar og Vestmannaevjafelag- ið varð árekstur milli þessar-

x

Ný dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.