Ný dagsbrún - 01.01.1977, Blaðsíða 1

Ný dagsbrún - 01.01.1977, Blaðsíða 1
r A U KA BLAÐ MÁLGAGN ÍSLENSKRA SÓSÍALISTA 2. tölublað JANÚAR 1977 9. árgangu,. Þeir áskrifendur sem ekki hafa greitt blaðið fyrir síð- asta . ár eru vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst. VEFÐ KR. 50,00 VERÐ Vilhjálmur Þór og Sveinn herstoovar á isiandi f944 Að undanförnu hefur Nd. lagt nokkra stund á að upplýsa herstöðvamálið, upptök þess og eðli eftir aðgengilegum, prentuðum heimildum. Sú saga er nú á dögum óljós og þoku hulin fyrir mörgum eins og svo margt í íslenskri samtímasögu. íslenskir sagn- fræðingar hafa verið svo önnum kafnir við að smíða nýjar og nýjar getgátur sem aldrei er hægt að sanna um fornöldina sem við svo nefnum og fornar bókmenntir að þeir hafa ekki mátt vera að því að skrifa samtímasögu eins og tíðkast meðal annarra þjóða. Þó má sjá merki þess að hér er að r verða breyting á. Yngri fræðimenn velja sér yfir- J leitt tímabærari og markverðari viðfangsefni en j „leitina að höfundi Njálu“ eða annað álíka merki- j legt. Dæmi þess eru greinar Þórs Whitehead um | lýðveldisstofnun og herstöðvamál sem birst hafa í tímaritum að undanförnu og nú síðast í Skírni tímariti Bókmenntafélagsins „Lýðveldi og herstöðv- ar 1941-1946“. Athyglisvert er það að grein- ar sínar byggir Þ. W. að mestu leyti á erlendum heimildum. Segir það nokkra sögu um það hvernig búið er í hag- inn fyrir slíkar rannsóknir hér, t.d. að því er varðar að- gang að skjalasöfnum. Síðasta grein ?. W. er svo að segja eingöngu byggð á bréfaskipt- um Dreyfus sendiherra Banda- ríkjanna hér og utanríkisráð- herra þeirra. Ný dagsbrún hefur að und- j anförnu rifjað upp nokkur j helstu atriði um upphaf her- J stöðvamálsins eftir aðgengi- J legum, prentuðum heimildum. j Blaðið vill því til áréttingar rekja nokkur atriði úr Skírn- isgrein Þórs Whitehead. Er grein Þ. W. að sjálfsögðu fyllri um ýmis atriði málsins, þar sem hún byggir á áður ónotuð- um heimildum, svo sem um aðgangshörku Bandaríkja- stjórnar, hvernig þeir bægðu bretum frá aðild að herstöðv- um hér, um pólitískar refjar og valdatafl foringja borgara- Vleð aðildinni að Atlantshafsbandalaginu var Iagt smiðshöggið á að innlima ísland í hernaðar- kerfi Bandaríkjanna. „Herverndar“-samningur- inn 1951 var afleiðing aðildar- innar. — Myndin hér að neðan er tekin á Austurvelli í Reykja- vík 30. mars 1949 skömmu eftir útrás lögreglunnar úr Alþingishúsinu, sem gerð var til að dreifa mannfjölda sem var að mótmæla inngöngu íslands í Atlantsliafsbandalagið. flokkanna, sem hafði afgerandi áhrif um gerð Keflavíkur- samningsins 1946. „FJANDINN ÞEKKIR SÍNA“ Bandaríkjastjórn hóf her- stöðvakröfur sínar í tíð utan- þingsstjórnar Björns Þórðar- sonar. Vilhjálmur Þór utanrík- isráðherra, sem vann ásamt Sveini Björnssyni forseta að því að orðið yrði við herstöðva- kröfum Bandaríkjamanna. Þ. W. segr svo: „Að lokinni lýðveldishátíð mæltist Vilhjálmur Þór utan- ríkisráðherra til þess, að bandaríkjamenn byðu Sveini Björnssyni forseta í opinbera heimsókn. Sagði forseti það leynilegan tilgang fararinnar að hefja viðræður um fram- tíðarviðskipti og flugmál. Þótt Roosewelt væri störfum hlað- inn lét hann til leiðast að bjóða Sveini heim. Töldu bandaríska utanríkisráðuneytið og yfirherráðið brýnt að hefja herstöðvasamninga. Staðan kynni að versna eftir væntan- legar alþingiskosningar og brotthvarf Vilhjálms og Sveins úr embættum. Aðaltakmark yfirherráðsins, eins og íslend- ingar fengu að kynnast haustið 1945, var leiga til langs tíma á flugstöðvum í Keflavík og Fossvogi og flotabækistöð í Hvalfirði. Herstöðvaréttindi með öðru ríki og á vegum Sameinuðu þjóðanna (sbr. á- ætlun 1943) voru talin lág- markskrafa. Einkaleiga til frambúðar var sögð nauðsyn, því að óvíst væri um friðsam- leg samskipti stórveldanna". (Lbr. N.d.). Er svo að sjá að þeir Vil- hjálmur og Sveinn hafi ætl- að að semja við bandaríkja- menn um herstöðvar umboðs- lausir og á bak við Alþingi, þ.e. að þeir hafi ætlað að ger- ast hreinir landráðamenn eins og það orð er skilgreint í lögum. En þeim var bjargað frá því, gegn vilja sínum, eins og seg- ir í greininni: „Hófst mikill blaðaáróður gegn herstöðvum á friðartím- um og alþingismenn tilkynntu Vilhjálmi Þór, að hann hefði ekki umboð til samninga við bandaríkjastjórn. Er til Was- hington kom hafði íslensku gestunum snúist hugur og þeir afboðuðu fyrirhugaðar viðræð- ur. Hrundu þar með skýja- borgir bandaríkjamanna um herstöðvasamning við utan- þingsstjórnina". Framhald á 2. síðu.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.