Ný dagsbrún - 01.01.1977, Blaðsíða 2

Ný dagsbrún - 01.01.1977, Blaðsíða 2
2 NÝ DAGSBRÚN JANÚAR 1977 NÝ DAGSBRÚN Otgefandl Sósialistafélag Reykjavíkux Abyrgðarmaðui Runóltuj Björasson. Rltstjóra og afgreiðsla lryggvagötu 10, Reykiavík Sími 17510 Pósthólf 314 Verð blaðsins er kr. 50,00 eintakið. Setnmg: Prentiðjan Skipholo 9. Prentun: Prentsmiðja Þjóðviljans Kjarasamningar og þjóðhagsspár Samkvæmt „Fréttabréfi kjararannsóknarnefnd- ar“ í október 1976 lækkaði kaupmáttur greidds tímakaups frá 1. til 2. ársfjórðungs 1976 um 3,6 prósent hjá verkamönnum, 2,9 prósent hjá verka- konum og 3,0 prósent hjá iðnaðarmönnum miðað við vísitölu framfærslukostnaðar. Sé miðað við vísitölu vöru og þjónustu, verður lækkunin enn meiri, eða um 5,8 prósent á sama tíma. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á síð- asta ASÍ-þingi hefur kaupmáttur launa minnkað um 13 prósent frá 1972. Allar tölur um þetta verður þó að taka með þeim fyrirvara að vísitölur eins og þær eru reikn- aðar gefa ekki rétta mynd af ástandinu eins og það er í raun og veru. Kaupmáttarrýrnunin er vafalaust miklu meiri en tölurnar segja, þó ekki séu með taldar gífurlegar verðhækkanir sem orð- ið hafa síðan þær voru birtar. ■ .#,1i , « o Kaupmáttarrýrnunin á samningstímabilinu sem enn stendur er hvergi nærri öll fram komin. En tölur kjararannsóknarnefndar sýna ótvírætt að „rauðu strik“ samninganna hafa engan vegin nægt til þess að halda í horfinu, sem vita mátti og allir vissu fyrirfram. Samningarnir voru byggðir á svo- nefndri „Þjóðhagsspá“ og áttu, að því er málgagn ASÍ-forustunnar (Vinnan) sagði, að „tryggja raun- gildi umsaminna launa út samningstímabilið“. Það er stundum þrautaráð að þykjast vera heimsk- eri en menn eru. Reynslan sýnir að þjóðhagsspár efnahagssérfræð- inga kapitalismans leyfa aldrei kauphækkanir. Auknum gróða fyrirtækja er aldrei varið til þess að hækka kaup þeirra, sem við þau vinna, heldur til þess að leggja í nýjar fjárfestingar til þess að afla eigendunum meiri gróða. Þetta er ekkert und- arlegt eða óeðlilegt, það er blátt áfram eðli kapital- iskra framleiðsluhátta. Enginn verkalýðsleiðtogi sem skilur það ekki, er starfi sínu vaxinn. Nýjasta reynsla sannar það sem hér er sagt. Verðhækkanir á útflutningsvörum hafa farið langt fram úr öllum þjóðhagsspám. Samt segja efnahags- sérfræðingar kapítalismans: Kaup má ekki hækka, því þá er búið með „efnahagsbatann“! Rökrétt ályktun af þessari nýju reynslu er, að við undirbúning nýrra kaupsamninga verði stefnan mörkuð út frá þörfum og baráttuaðstöðu verkalýðsstéttarinnar sjálfrar, en ekki út frá þjóð- hasgspám kapítalismans. Kjararáðstefna verkalýðsfélaganna mun hefjast innan skamms. Þess ætti að mega vænta að kjara- málin falli ekki mótspyrnulaust í hinn gamla far- veg stéttasamvinnunnar. Vilhjálmur og Sveinn... Framhald af l. síðu. En þætti þeirra Vilhjálms og Sveins í málinu var ekki þar með lokið. ..Nýsköpunarstjórn" ólafs Thors sem tók við af utanþingsstjórninni þótti þeim allt of tvíbent í herstöðvamál- inu og vildu hana feiga. „Tillaga Sveins Björnssonar forseta um nýja stjórnarmynd- un sýnir að máttarstólpar ut- anþingsstjómarinnar lögðust á eitt að nota herstöðvamálið til þess að bola nýsköpunar- stjórninni frá völdum. Frá l. október var Vilhjálmur í stöð- ugu sambandi við Dreyfus og eggjaði bandaríkjamenn fast að knýja Ólaf til þess að sam- þykkja herstöðvabeiðnina taf- arlaust". Vilhjálmur Þór og Sveinn Björnsson fyrsti lýðveldisfor- setinn voru þannig í fyrstu helstu grjótpálar fyrir banda- ríska herstöðvaásælni á ís- landi. VALDATAFL BORGARAFLOKKANNA í mars 1945 lögðu banda- ríkjamenn herstöðvakröfur fyrir Ólaf Thors sem þá var orðinn forsætis- og utanríkis- ráðherra (nýsköpunarstjórnin). Frá þeim tíma linnti banda- stjórn ekki látum og knúði fast á Ólaf Thors að gera her- stöðvasamning. Ólafur streitt- ist á móti og þegar Keflavík- ursamningurinn kom að lok- um þá taldi bandaríska utan- ríkisráðuneytið að hann væri „það besta sem hægt var að ná fram undir núverandi kringumstæðum í stjórnmái- um íslands". Hann þýddi að- eins „lágmarksréttindi" fyrir Bandaríkin. Hvað olli tregðu Ólafs Thors? Var hann í raun réttri herstöðvaandstæðingur, sem var neyddur inn á herstöðva- stefnuna? Því fer víðsfjarri. Ólafur Thors var frá fyrstu tíð einn skeleggasti málsvari banda- rískra hagsmuna á íslandi og sá maðurinn sem mestan hlut átti að því að koma hér á bandarískum herstöðvum og Nató-aðild. Skammarstyttan við tjörnina er því síst ómak- leg!! Þ. W. segist svo frá um við- brögð Ól. Th. við herstöðva- kröfu Bandaríkjamanna 1945: „Ólafur taldi þjóð og þing andvígt herstöðvum og ósk- aði eindregið eftir því að Bandaríkin létu málaleitan sína bíða betri tíma. — — — Gaf forsætisráðherra í skyn, að unnið yrði að því að efla „.raunsæi" þjóðarinnar í her- stöðvamálinu". (Leturbr. N.d.). Þegar Sjálfstæðisflokkurinn undir forustu Ólafs Thors gekk til stjórnarsamstarfs við Sósí- alistaflokkinn 1944 var ástæð- an sú að skáka Framsóknar- flokknum frá völdum. Sjálf- stæðisflokksforingjarnir vildu sýna Framsóknarfl. að þeir væru ekkert upp á þá komnir að stjórna landinu. Flokkarn- ir tveir, eða foringjar þeirra voru „ósættanlegir fjendur" í bili eftir kosningarimmuna um kjördæmamálið 1942. Hinsveg- ar vissi Ólafur Thors og fé- lagar að stjórnarsamvinnunni væri lokið af hálfu Sósíalista- flokksins ef orðið yrði við her- stöðvakröfunni. Þess vegna yrði það að „bíða betri tíma" Þetta voru þær „pólitísku kringumstæður", sem sættu bandaríkjamenn við „lág- marksréttindi" Keflavíkur- samningsins. Að öðru leyti vissi Ólafur Thors mætavel að öll þjóðin, kjósendur allra flokka voru andvígir framhaldandi her- setu og herstöðvum. Einnig margir þingmenn borgara- flokkanna. Ólafur Thors og aðrir hugsuðir borgarastéttar- innar vissu að það þurfti tíma til að kenna henni að skilja ný stéttarleg viðhorf. Þetta kallaði ólafur að „efla „raunsæi" þjóðarinnar í her- stöðvamálum"! HERMANN Á PÍNUBEKKNUM Tregða Ólafs Thors að verða við herstöðvakröfum Banda- ríkjanna stafaði eingöngu af vilja hans til að framlengja líf nýsköpunarstjórnarinnar. Hins vegar markaðist afstaða eða öllu heldur afstöðuleysi Framsóknarflokksins af löng- un til að fella hana. Það er rétt sem Þ. W. segir: „Leið- togar lýðræðisflokkanna voru í grundvallaratriðum sammála um nauðsyn herverndar". Þetta er að sönnu orðalag íhalds- manns og herstöðvasinna. Þeg- ar að því kom að leggja Keflavíkursamninginn fyrir þingið, stóðu atkvæðin með og móti í járnum. Þótti því nauð- syn á að fá Framsóknarflokk- inn eða hluta hans til fylgis við málið. Kom það einkum í hlut bandaríkjamannanna, Cummings, sem hér var f herstöðvaerindum frá banda- ríkjastjórn og Dreyfus sendi- herra. Þ. W. segir: „l 5 klukkustundir sam- fleytt þjörmuðu Cummings og Dreyfus að Hermanni Jónas- syni. Notuðu þeir „allar hugs- anlegar röksemdir og fagur- gala" til þess að telja hann á að styðja uppkastið ------. Hermann lét ekki segjast, og bandarríkjamenn vöruðu hann strengilega við að gera Fram- sóknarflokkinn að taglhnýt- ingi kommúnista. Var Her- mann sagður hafa heitið því „að undir engum kringumstæð- um skyldi hann eða flokkur hans starfa með kommúnist- um“. Þetta heit hafði stórpólit- íska þýðingu, því andstaðan gegn samningnum opnaði Her- manni möguleika til stjórnar- myndunar með stuðningi sósí- alista. Barátta bandaríkja- manna fyrir samningsuppkast- inu og stjórnarmyndun lýð- ræðisflokkanna rann orðið saman í einn farveg".. En fimm dögum fyrir lokaaf- greiðslu málsins á þingi kom Hermann skyndilega að máli við Dreyfus og Cumm- ing. Trúði hann þeim fyrir því, að nokkrir þingmenn fram- sóknar, undir forustu Eysteins Jónssonar, mundu styðja samningsuppkastið við lokaaf- greiðslu málsins". Þar með var brautin rudd til varanlegra hernaðaraðstöðu Banaríkjanna á Islandi. Siúsesgendaíiygging borgar tjón á innrcttingum, málningu, veggfóðri, flísum o.fl.þ.h. borgar tjón á innbúi (húsgögnum, gólfteppum o.fl. þ.h.) boigar tjónið á 3.,2.,l.hæð og í kjallara. Allt með því skilyrði þó að húseigenda- og heimilistrygging sé fyrir hendi - annars ekki. Veitum tryggingarbeiðnum móttöku í síma 38500. SAMVIININLJTRYGGINGAR GT. ÁRMljLA 3. SlMI 38500 GAGNKVÆM TRYGGINGAFÉLÖG ERU SAMTÖK HINNA TRYGGÐU SAMVINNUTRYGGINGAR ERU GAGNKVÆMT TRM3GINGAFELAG R. B.

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.