Stormur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Stormur - 28.10.1924, Qupperneq 1

Stormur - 28.10.1924, Qupperneq 1
Ritstjóri Magnús Magnússon I. árg. Priðjudaginn 28. október 1924 3. blað I>örím á hlutlau8u blaði. Hér í Reykjavík og enda víðar er svo komið, að mikill fjöldi manna les iitið eða ekkert annað en blöðin. Rau eru hið andlega fóður, sem á að viðhalda og cfla menningu og and- legan þroska manna. Það þarf því ekki að fær^ mikil rök fram til að sýna, hver feikna nauðsyn er á því að blööin séu góð, þar sem þau eru orðinn jafnstór liður í menn- ingaruppeldi þjóðarinnar. En hvernig rækja nú blöð höfuðstað- arins þessa sjálfsögðu skyldu sína? Vér skulum athuga það lítillega og með fullu hlutleysi. Tökum fyrst »Tímann«. Hann þykist vera bændablað, en vilja þó hag sjávar- útvegsins líka. — Hann er með stærstu blöðum landsins og mun einna víð- lesnastur. Er kostaður af fé bænda og tveir af foringjum bændaflokksins hafa ritstjórn hans á hendi. Ætla mætti þvi, að þetta blað fyndi til hinnar miklu ábyrgðar, sem á herð- um þess liggur í því að vera fræðandi, sannort og mentandi blað. En það er jafnlangt frá því að svo sé eins og Laufás sé eins vel selinn og hann áður var. Blaðið flytur mjög lítinn fróðleik. Kemur sárasjaldan fyrir, að þar finnist fræðandi greinar, sem almenningi mætti að haldi koma. Hvað sannleiksást þess snertir er það að segja, að aldrei hefir út komið á íslandi blað, sem óhlutvandar hefir farið með sannleikann né verið ósann- gjarnara í garð andstæðinga sinna. — Er meginhluti lesmáls hvers blaðs um- snúningur á sannleikanum og blekk- ingar, jafnvel í þeim málum, sem mestu varðar, að öll alþýða fái hlutlausa og rétta fræðslu um, en innan um allan þennan rangsnúning er svo dreift dylgj- um og rógi um ýmsa menn. Alt, sem þess eigin flokksmenn gera, er hafið til skýjanna, ef það er að ein- hverju leyti lofsvert, en þagað um alt sem þeir illa gera eða reynt að velta því yfir á aðra, en um það, sem lofs- vert er i fari eða gerðum mótstöðu- mannsins, er aldrei getið. Auk þessa rekur svo »Tíminn« þrönga og eigingjarna hagsmunapólitík einnar stéttar í landinu og það með svo mikl- um ofsa og fyrirhyggjuleysi, að hann gætir þess í engu, þótt hann stofni með því hagsmunum og heill landsins í voða. Verður blaðamenska þeirra Jónasar og Tryggva aldrei of hart dæmd, svo ósvífin er hún og Hænsna-Pórisleg. »Lögrétta« er nú, síðan hún losnaði úr blóðböndunum við Morgunblaðið, sannort blað og i mörgu fróðlegt, en það er gallinn, að hún getur ekki um misfellurnar, heldur þegir yfir öllu, sem aflaga fer, en það er ein höfuðskylda hlaðanna, að fletta ofan af hneykslun- um og hafa vakandi auga með fram- ferði þings, stjórnar og opinberra sýsl- unar- og embættismanna og atvinnu- rekstri. »Vörður«, sem verið hefir hingað til að mestu blað atvinnumálaráðherra Magnúsar Guðmundssonar, en mun nú eiga að verða blað íhaldsflokksins í heild, hefir haft það sér til ágætis, að hann hefir skýrt sæmilega satt og hlut- laust frá þeim málum, sem hann hefir rætt um. — En hann hefir verið frem- ur »loðinn« í ýmsum málum, sem miklu varðar að hrein afstaða sé tekin í, og yfirleitt sint fremur lítið ýmsum stór- málum, sem nauðsyn bar til að ræða ýtarlega um. — Virtist áhugi þeirra manna, sumra, sem að »Verði« standa, vera kulnaður út þegar kosningar voru afstaðnar. Mun ekki ósatt þótt sagt sé, að á- hugamál margra, sem að því blaði standa, séu fremur fátækleg og nær- skorin og talsvert um það hugsað, að aka seglum eftir vindi, en vandaðri eru þeir yflrleitt en aðstandendur Tímans og kjósa helst að lifa í friði við feng sinn, en geta orðið talsvert úrillir, ef Timinn reynir að krækja i björgina frá þeim. Er þá komið að dagblöðunum og er yfirleitt sama sagan um þau. »Vísir« er nokkurnveginn hlutlaus í auglýsingum sinum og fréttatíningi og gerir hvorki til né frá, en sennilega er leilun á jafnfáskrúðugu blaði að les- máli sem hann er og má merkilegt heiía, hve .þolinmæði kaupenda hans er mikil. »Alþýðublaðið« er ósvífið og hlutdrægt flokksblað og svipar mjög til »Tímans«. Er aldrei hægt að reiða sig á, að þar sé satt sagt frá nokkru máli, sem stjórnmál varðar. Ættu verkamenn skilið að eiga betra blað að málgagni sinu en »Alþýðu- blaðið« er, og er ilt til þess að vita, hve óhlutvant blaðið er í því að rugla þekkingu og skilning alþýðunnar á stærri málum þjóðarinnar. Er þá komið að »Morgunblaðinu«, og má segja því það til hróss, að enda þótt það sé blað ákveðinnar stéttar, þá segir það nokkurnveginn hlutlaust og rétt frá mörgum málum. — En blaðið er áhrifalitið, sem mikið liggur í því, hve sárailla oft og einatt það er skrifað. — Virðast sumir þeirra manna, sem mest skrifa í það, hafa alveg merkilega hæfileika til að segja alt klaufalega, sem þeim liggur á hjarta, og skilning- urinn virðist fremur sljór og málsnillin má eigi minni vera. Hefir nú verið getið að nokkru þeirra blaða, sem höfuðstaðurinn hefir við að búa, og vei-ður ekki sagt, að blaðkost- urinn sé góður. En þó margt sé við blöðin hér að athuga, er þó vafalaust það athugunar- verðasta, hve hlutdræg þau eru í frá- sögnum sínum og ummælum um mik- ilsvarðandi mál, sem lífsnauðsyn er á, ef andleg og óbrjáluð skynsemi þjóðar- innar á að haldast, að hún fái sanna og rétta þekkingu á. Næsti aðalókosturinn er sá, hve hrein- skilnin og bersöglin er lítil, ef einhverir, sem mikið eiga undir sér, eiga i hlut. Hér gerist margt bak við tjöldin, bæði í stjórnmálum og öðru, sem ekki mundi gerast, ef hætta væri á því, að það yrði leitt fram i dagsljósið undir hlífðar- lausan dóm almennings. Góð blöð eiga að vera refsivöndur- inn, sem vofir yfir labbakútum þjóð- félagsins og ónýtir fyrir þeim kongu- lóarvefinn, sem þeir spinna í skúma- skotunum og reyna að veiða einfaldar sálir í. f*au eiga að vera sannorð og réttdæm í frásögnum sínum og taka það eitt, sem sannara reynist, svo að dómgreind og heilbrigði þjóðarinuar brjálist ekki og afvegaleiðist. Þau eiga að flytja góðar og fræðandi greinar, svo að mentun þjóðarinnar eflist. Að þessu ætlar blað þetta að reyna að vinna. — Rað er algerlega óháð blað öllum flokkum og öllum mönnum. Sannfæring þessi verður ekki keypt, hvorki fyrirSambandsfé, rússneskt rauða- gull, togarapeninga eða Berlemes-seðla. Rað ætlar að hætta á það, að þroski þjóðar vorrar sé svo mikill, að henni finnist ekki ofaukið einu blaði, sem er

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.