Stormur

Tölublað

Stormur - 28.10.1924, Blaðsíða 2

Stormur - 28.10.1924, Blaðsíða 2
2 STORMUR óháð flokkslygunum og ýmsum eigin- hagsmunum einstakra stétta og rnanna, Bersöglin og djörfungin er stofnféð. Hneyxli. í fyrravetur skeði eitthvert mesta hneyxli, sem enn hefir borið við í stjórnmálasögunni íslensku, en blöðin hafa vendilega þagað um það og þingið alt gerði sig samsekt um hlutdeild í því. Þetta hneyxli var það er Sigurður Eggerz, þá forsætisráðherra, veitti sér bankastjórastöðuna í íslandsbanka með 24000 kr. árslaunum. Hér skal enginn dómur á það lagður, hve mikið Sigurður hafði og hefir til þess að .vera bankastjóri, enda þótt flestir inunu vera þeirrar skoðunar, að bankavit hans baki honum aldrei höfuð- þyngsli, hneyxlið væri litlu minna og litlu afsakanlegra enda þótt viðurkent væri að hann hefði mikla hæfileika til brunns að bera í þeim efnum. Æðsti maður þjóðarinnar veitir sér brosandi og án nokkurs blygðunarroða eitthvert feitasta embætti í landinu um leið og hann verður að hröklast frá völdum, og báðir aðal-flokkar landsins samþykkja þetta með þögn sinni. Dóms- og kirkjumálaráðherra þjóðar- innar hefir ekki meiri velsæmistilfinn- ingu en þetta og réttlætis- og sómatil- finning þingmanna er svo bjöguð og ramskæld, að enginn rís upp til að mótmæla ósvinnunni. Hvarvetna annarsstaðar en hér, mundi svona verknaður dæmdur geysi-þungt í almenningsálitinu og mikil spurning er um það, hvort forsætisráðherra nokkurs siðaðs rikis hefði sloppið við hegningu fj'rir þetta, að minsta kosti mundi hann hafa hlotið hinn geypilegasta pólitíska dauðdaga. En Eggerz bara brosir — og full- truar þjóðarinnar brosa framan í’ hann um leið og þeir rétta honum víxilinn. Eins og gullhringur á svínstrýni svo er frið kona, sem enga siðprýði kann. •I árnbrautin, Um hana er aöallega rætt að tjalda- baki — eða í skúmaskotum. En af því að málefnið beinlinis snertir hag þjóð- arinnar í framtíðinni, langar mig til að fræðast ofurlítið betur um horfur máls- ins, og beini því nokkrum spurningum til réltra hlutaðeiganda. 1. Hefir stjórn íslands fengið tvær skýrslur frá norska járnbrautar- verkfr.? — Eru þær ósamhljóða í aðalatriðum? — Ef svo er, hver er orsökin? 2. í hvaða skyni hefir stjórnin látið þýða (síðari?) skýrsluna á erlendar tungur? 3. Hefir komið til mála, að rikið ábyrg- ist væntanlega járnbrautarlagningu að einhverju leyti? 4. Getur komið til mála, að svikist verði að þjóðinni á næstu þingum, og meiri hluti þingmanna lokkaðir til að samþykkja lög, er afhenda út- lendingum landsréttindi, en stofna jafnframt til hættulegrar ábyrgðar fyr- ir ríkið? Þetta voru spuroingarnar. Veröi járnbrautarmálið Ieitt til lykta, þá mun það annaðhvort verða þannig, að: útlendingar fá leyfi til að leggja járnbraut — algerlega á eigin á- byrgð, eða: útlendingar leggja stórfje í járn- braut. Ríkið ábyrgist að einhverju leyti, og tekur jafnvel að sér rekst- ur járnbrautarinnar á sínum tíma (t. d. eftir 1 eða 2 ár). En þessi leið er ófær: 1. Ríkið á ekki að stofna til nýrra skulda. Rað á að borga skuldir. 2. Rikið á aldrei að vera bendlað við mjög vafasöm fyrirtæki. 3. Flóaáveitunni er ekki lokiö, en margt gefur grun um, að hún muni reyn- ast í framtíðinni (án endurbóta) jafn- illa og til hennar var stofnað í fyrstu. 4. Ríkið á eftir að gera skyldu sína, og borga þær skuldir bænda er á- veitufyrirtækin hafa orsakað. Menn þurfa aldrei að fara í launkofa með þau málefni er holl eru þjóðfélag- inu, og yfirleitt á sérhver athöfn manns- ins að þola dagsljósið. Er ekki öllum heilbrigðum mönnum sýnileg grösin á jörðinni og lækir og ár í hlíðum? Leynir bylgjan sér er hún brotnar með brimgný við ströndina? — — — Glæpaverk eru framin í myrkri. Steinn Emilsson. Gfull, járn og mykja. Á ungra aldri höfðu flísar hrokkið upp í augu hans, og hann varð hálf- blindur, en það, sem hann sá hafði lokkandi og dularfullan gullslit. Gull I Gull! Gull! En hve það var fagurt á að líta. — Pað var engu likara en að það væri lifandi — því honum gekk oft illa að handsama það. Þó hann gæti náð í handfylli af því, þá var það óðara horf- ið, — svo sá hann það aftur álengdar — og hungrið óx. þá var það eitt sinn, að flís var dreg- in úr hægra auga hans. — Gullíð hvarf og hann sá tilveruna í öðru ljósi. — Blindan var ekki eins mikil, og hann fór að skilja einstök atvik í lífi með- bræðra sinna. En nú hafði tilveran tek- ið á sig lit járnsins. Hún varð grá að lit, grá og ömurleg. — Hann lagðíst hugsandi til hvílu, og hann dreymdi um járnsúlur, járnbrýr, járnbfautir og hann sá járnkistum sökt niður í grafir------- — Hann vaknaði oft sveittur. — — — Enn var flís dregin úr auga hans — hinu vinstra. Ogsjá! Skrúðgrænar grund- ir og skinandi hafið birtist honum. Að vísu hafði hann margoft áður séð hvor- tveggja. En nú sá hann alt í réttu ljósi, Nú tók hann í fyrsta sinn eftir fugla- söngnum. Nú skildi hann bylgjuna er brotnaði við brimæga strönd. Nú heyrði hann í fyrsta sinn andardrátt lífsins, — en nú var hann orðinn gráhærður og lotinn í herðum. Hann reikaði sæludrukkinn um grund- irnar. Hann gekk fram hjá skítahlöss- um. Hann staðnæmdist. Hann hugsaði. Hann lét moka úr þeim. Og sjá! Gullið seríi hann hafði leitað að alla æfi, fann hann loks í íslenskri kúamykju. þá skildi hann sjálfan sig í fyrsta sinni. Hann leit á flísarnar, og hann þekti þær. þær voru báðar úr Ásbyrgi. Hann lagðist niður í lifandi, ylmandi grasið, grúfði sig niður í það — og grét. Ltisiii í Barnaskólanum. íslendingum hefir löngum verið um það brugðið, að þeir væru óþrifnir, og, því miður hafa þau ummæli átt við all- mikil rök að styðjast. Ekki svo ýkja gamlir menn muna það frá dögum æsku sinnar, að hundar voru Iátnir hreinsa innan matarílátin og gamla fólkið stytti kvöldvökuna með því að tína »óværuna« úr skyrtunni sinni. Mikil breyting hefir orðið á þessu síðustu áratugina og í mörgu er nú þrifnaður orðinn sæmilegur, en ennþá vantar þó mikið á að gott sé i þeim efnum og sérstaklega gengur tregt að uppræta lúsina. Sá sem þetta ritar man eftir einum ríkis-bónda norðlenskum, sem bélt því fram i fullri alvöru, að ómögulegt væri að losna við lúsina, hún kviknaði í holdinu, sagði bann, og skriði út á yfirborðið, og hann hélt því jafnframt fram, að líkaminn mætti ekki án lúsar- innar vera, því að hún lifði á óhollum »vessum« í líkamanum, sem dræpu manninn á unga aldri ef lúsin »fortærði« þeim ekki. Sennilega eru það nú ekki svo ýkja margir nú orðið, sem hylla þessa skoðun gamla mannsins, en hitt er víst, að fjöldi manna hefir mjög sljóva tilfinn- ingu fyrir þvi hve afskaplega viöbjóðs- leg lúsin er og hvílíkt skrælingjamerki það er að skríða kvikur af þessum ófögnuði. Hér í Reykjavík, sem annarstaðar á landinu, hefir lúsin átt gott friðland. Hún hefir fengið að njóta sæmilegs friðar á heimilunum, og fengið að njóta með krökkunum og unglingunum skóla- fræðslunnar. Hvorutveggja, skólarnir og heimilin,

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.