Stormur

Útgáva

Stormur - 08.11.1924, Síða 3

Stormur - 08.11.1924, Síða 3
S T O R M U R 3 Og í hverju liggur röksemdaskorturinn? Kennarinn segir sjálfur, að stöðugt sé verið að vinna að útrýmingu lúsarinnar í Barnaskólanum, svo að ekki þarf að sanna það að lús sé í Barnaskólanum. Um árangurinn af þessari lúsaútrým- ingu far.ast honum þannig orð, »að hún beri óneitanlega töluverðan árangur«. Sterkari orð notar hann nú ekki. Annars var hvergi í greininni verið að álasa skólanum, sem slíkum, fyrir lúsina, aðeins sagt frá þeirri staðreynd, sem allir vissu, að mikið væri af lús í Barnaskólanum. Kennaranum finst óþarft að setja lúsa- málið í samband við Barnaskólann, en í hvaða annað samband átti að setja þær lýs, sem í Barnaskólanum eru? Auðvitað er það, að lúsin í Barna- skólanum er ekki fædd þar, heldur á heimilum barnanna eða fengin í þóknun fyrir sumardvöl, en það var hvorutveggja, að það kostaði langt mál og kunnleika brast einnig til þess að fara að rekja allan feril lúsanna og heimilisfang, og því var það ráð tekið að kenna hana við þann staðinn, sem* hún hefir fasta dvöl í 4—6 tíma af hverjum sólarhring enda þótt heimilisfang hennar sé ann- arsstaðar. Ætti það ekki geta ruglað neitt við útsvarsálagninguna. Kennarinn spyr, hvort lúsin sé ekki eðlileg fylgja »þeirrar menningar, sem vér búum við«, og það er auðséð, að kennarinn. er þeirrar skoðunar. En eg held nú, að það verði einhver ráð til þess að útrýma lúsinui, ef barna- skólakennararnir og aðrir góðir menn, setja rögg á sig og ráðast á Iítilmagn- ann miskunnarlaust, án þess að þurfi að kollvarpa núverandi þjóðskipulagi og menningu. En ef til vill hefir alþýðuforingjunum dottið það snjallræði í hug að þjóðnýta lúsina. < i i i i i i i i i i i i i i i i i Skijatnatur nýkominn, fallegar og vandaðar vörur: Karlmanna stígvél, nokkrar tegundir. Kvenna samkvæmisskór, mjög fallegir, margar teg. Ungl.ogbarna skófatnaður, mjög mikið úrval. Gleymið ekki að koma í skóverfliin Stefáns Gunnarssonar, Anstnrstræti 3. Quo yadis? ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► > ► ► ► ► rn Einu sinni var piltur. Hann átti eDga peninga í kistuhandraðanum, en hann var hraustur, fríður sýnum og bjartsýnn. Á næsta bæ var ung stúlka. — Hvorki átti hún gull né gimsteina, en hún var glöð í lund og hjartað var gulli betra. Pilturinn og stúlkan unnust hugástum, og er tímar liðu, reistu þau bú af litlum efnum og horfðu glöð og bjartsýn móti komandi árum. Jarðvegurinn kringum bæinn þeirra var djúpur og frjósamur, en dimmblátt og fiskisælt haíið rétti hendurnar alveg að bæjardyrunum. í fyrstu gekk alt vel. Maðurinn vann baki brotnu og heimilið var hlýtt. Tímar liðu og þau eignuðust mðrg mannvænleg börn. Oft var þröngt í búi, en altaf ljómuðu andlitin af gleði. En svo var það eitt sinn, að bærinn branD. Maðurinn horfði sturlaður á eld- inn og reykmökkinn, en konan leiddi Lúsin í Barnaskólanum. Mikil er hjartagæskan orðin nú á dög- um og ekki lætur Alþýðublaðið undir höfuð leggjast að verja lítilmagnann. Hefir nú Ásgeir kennari Magnússon orðið til þess í blaðinu að bera blak af lúsinni, og talar þar sennilega bæði fyrir sinn eigin munn og Alþýðublaðsins og kennara Barnaskólans. Greinarhöf. segist að vísu eigi ælla að' mæla bót lúsinni og eg veit, að Ásgeir er svo þrifinn maður, að það hefir ekki verið ætlunin, en orðin hafa komið þannig í pennann hjá honum, að það er Iíkast því, sem honum finnist það bæði löðurmannlegt og lúalegt að vega að Iúsargreyinu. Höf. byrjar grein sina á því, að Stormur ætli að feykja burtu hverskon- ar óþrifum »sem fyrirfinnast á líkama þjóðarinnar« og svo bætir hann við: '»í 3. tbl. rekst hann á lúsina. Henni þarf að blása bnrta (auðk. hér). Finst greinarhöf., úr því blaðið hefir þessa stefnu, að það sé nokkuð undar- legt þótt blaðið láti ekki lúsina afskifta- lausa? Hvaða óþrif eru það sem kennarinn telur meiri þörf á að blása burtu af likama þjóðarinnar en lúsina? Höf. »Storms«-greinarinnar man ekki eftir öðrum líkamlegum óþrifum sem frekar þurfi að hreinsast af likama þjóð- . arinnar. Kennarinn segir, að i greininni sé tölu- vert af stóryrðum, en fátt um röksemdir, en hann getur þess hvergi hver stóryrð- in eru eða í hverju rakaskorturinn liggi. Og hver eru nú þessi stóryrði? Eru það stóryrði, að lús sé til og að hún skríði og geti því skriðið á aðra, sem ekki höfðu af henni að segja áður? Pjóf akonungurinii. 6 plásturinn á slík hjartasár«. Strong sá ekki fyrirlitningarsvipinn á andliti lá- varðarins, og tók heldur ekki eftir, að hann flýtti sér burt, án þess að virða bankaeigandann, sjálfan kauphallar- konunginn viðlits. 2. k a p í t u 1 i. Kougulóin. í litlu og lélegu þakherbergi i Lutten- götu sat ung, fögur, en sorgbitin stúlka. Og hvað gat annað verið orsök tár- anna, en sviknar áslir, enda var bréfið sem lá á gólfinu við fætur hennar, kveðjubréf frá manninum, sem átti hug hennar og hjarta. Paula Garned var fátæk stúlka, sem hafði orðið að sjá fyrir sér sjálf. En það hafði aldrei verið henni áhyggju- eða sorgarefni. Pó hafði hún snemma orðið fyrir þungbærri sorg. Móðir hennar var þýsk og hafði ráð- ist sem kenslukona til Englands, því eins og kunnugt er fá auðugir Englend- ingar oft þýskar stúlkur til þess að kenna börnum sínum, því þeir vita, að þær eru bæði skylduræknar og vel mentaðar, og ekki harðar í kröfum sinum. Fnskum stúlkum dytti ekki í hug að vinna fyrir jafn lítið kaup, að vera önnum kafnar með börnin frá morgni til kvölds, klæða þau, ganga út með þeim, kenna þeim, taka þátt í leikjum þeirra og taka með þolinmæði ótal dutlungum þessara eftirlætisbarna. Til þessa er hið þýða þýska skap- lyndi svo hagkvæmt. Pannig hafði lundarfar móður Paulu verið, því hún var í mörg ár kenslu- kona á auðugu ensku heimili. En af einhverjum ástæðum, sem Paulu var ókunnugt um, hafði hún farið burt frá þessu heimili og komist í mestu kröggur. Hún hafði einnig fengið hjartasár, því maðurinn, sem hún unni, var þorpari, sem hafði dregið hana á tálar. Paula var óskilgetin. Og margar voru raunirnar, sem móðir hennar hafði orðið við að stríða, en hún bar þær allar með hugrekki vegna barnsins sins. En um stund rofaði þó dálitið til. Verksmiðjuverkamaður, er Garned hjet varð ástfanginn í móður hennar og giftist henni. Nú átti Paula föður, en því miður ekki nema stjúpföður. Fyrstu árin hafði frú Garned enga ástæðu til þess að kvarta yfir manni sínum. Hann var iðinn og vann sjer svo mikið inn, að fjölskyldan gat lifað rólegu og áhyggjulausu lffi. En hamingjuhjólið er hverfult og Garned byrjaði að drekka. Og undir áh'rifum víns var hann ekki sami maður sem fyr. Hann var grófyrtur við konu sfna, og gerði nokkrum sinnum tilraun til þess að misþyrma Paulu.

x

Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.