Stormur

Tölublað

Stormur - 08.11.1924, Blaðsíða 2

Stormur - 08.11.1924, Blaðsíða 2
2 STORMUR STORMUR kemur út á fimtudögum og laugar- dögum. Rítstjórinn til viðtals á Laufásveg 25 kl. 10-2 og 7-8. Sími 1191. Verð: í lausasölu 25 aurar. Áskriftargjald kr. 1.50 um mánuðinn (8 blöð). Askriftum veitt móttaka fyrst um sinn á Laufásvegi 25. Sími 1191. „Magnús Magnússon gegn Tryggva Þórhallssyni". Svo heitir kafli úr grein í síðasta blaði yðar og þar farið þér að gera saman- burð á því, Tryggvi, hvor okkar hafi skammáð hvorn annan meira og kom- ist aðoþeirri niðurstöðu, að eg hafi aldrei látið yður í friði, sífelt látið dynja á yður niðrandi ummæli um einkalíf yöar og reynt að særa yður persónulega eftir bestu getu, en sjálfur hafiö þér gætt þess vandlega að minnast ekkert á mitt einkalíf, »svo gersamlega hefi eg haldið persónu þessa andstæðings mins utan við þær pólitisku deilurcc, segið þér. Mikið ósköp er að vita hvernig eg hef farið með yður, Tryggvi, alsaklausan, en mér finst að yður hafi farist dálitið óhönduglega þegar þér farið að tilfæra dæmin, þar sem eg hef svivirt yður og ráðist á yðar einkalíf. Eg trúi varla öðru en þér hefðuð getað fundið önnur betri, Tryggvi. Hvaða manni haldið þér t. d. að finn- ist það vera árás á yðar einkalif þó að sagt sé að þér hafið »riðið á folalds- mericc? Sjálíur hefi eg oft gert það og ekki fundist það vera neitt niðrandi. Eftir því sem heilög ritning segir reið Kristur sjálfur á ösnu inn f Jerúsalem og álítið þér folaldsmerina nokkuð ó- göfugri skepnu, Tryggvi? Og hvað haldið þér að bændunum sýnist um það, Tryggvi, ef það eru talin meiðandi ummæli um mann að segja að »angi af honum töðuilmur og kúa- lykt«? Haldið þér að Strandamönnum hefði fundist meira til um yður, Tryggvi, ef vinnukonuvatnslykt hefði angað af yður? Og er það svívirðileg blaðamenska gagnvart yður, að segja að þér hafið haft wbarðastóran hattcc á höfði? Er hann ekki barðastór hatturinn yðar og er nokkuð ljótt að hafa barðastóran hatt? Og snertir það mjög átakanlega einka- líf yöar þótt sagt væri, að þér hefðuð verið í skinnsokkum í kosningaleiðangr- inum? Hefði það ekki verið meira niðr- andi ef sagt hefði verið, að þér hefðuð ekki haft vit á að búa yður og verið með kálfsskinnsskó á fótunum? En gerum nú ráð fyrir, að þér hafið hvorSi verið með kálfskinnsskó né í skinnsokkum, heldur í nýjum vatnsstíg- •oooooooooooooooooooooooooooooo# ♦ooooooooooooooo O OOOOOOOOOO oooo* Sími 377 Sauma eins og áður karlmannaföt fyrir 50 krónur. — Pressingar og viðgeröir teknar. Fljót aígreiðsla. Sparið peuin^a. Guðm. Sigurðsson, klæðskeri. Ingólfsstræti 6. vélum. — Var þá einhver höfuðsök að geta ekki um þennan búnað yðar? Haldið þér að kjósendur yðar gangist eða hafi gengist svo mjög fyrir því, hvernig þér voruð búinn, Tryggvicc? En þá eru það tryppin. Yður finst alveg frámunalega svívirði- leg árás á einkalif yðar að segja að tryppi hafi rutt yður um koll á hafnar- bakkanum svo að fötin yðar hafi orðið skítug og auk alls þessa sé þetta svo svívirðileg lýgi. Rað má vel vera, Tryggvi, að það sé rétt hjá yður að tryppaskrattarnir hafi aldrei rutt yður um koll, eg skal alls ekki fullyrða um það, fyrst þér segið það gagnstæða, því eg veit að þér eruð ekki ósannsögull, Tryggvi. En hvernig í ósköpunum er þvi varið með réttlætistilfinningu yðar og siðferð- isskilning, ef yður finst það svivirðileg árás á einkalíf yðar, þótt sagt sé frá því, að skynlaus skepna, sem engan mannamun kann að gera, hafi velt yður um koll, og fötin yðar hafi orðið blettótt. Eg man eftir því einu sinni þegar eg var lítill, að hálfmannýgt naut réðist á mig og velti mér niður í forarpoll. Eg held að eg hefði áreiðanlega ekki reiðst þótt einhver hefði sagt frá þessu og ómögulegt hefði mér verið að sjá, að í því fælist árás á mannorð mitt. Nei, Tryggvi, eg held að það hljóti að vera orðið eitthvað »forkert« með moral- hugtökin hjá yður, ef yður finnast þetta vera svívirðingar. Og hvernig getur yður fundist það svívirðingar þó getið sé um mágsemdir yðar? Eg hélt, satt að segja, að þér þyrftuð ekki að skammast yðar fyrir Klemens. Eða hvað er mannskemmandi í því, þó að ætternis yðar sé getið? — Fáir munu fella yður í verði þótt þeir viti um hver faðir yðar er. En þá er skilvindumjólkin. Yður finst það stórkostlega niðrandi að eg skyldi segja að skilvindumjólkin freyddi í glasinu yðar. — Hefði yður ekki fundist það vera mannskemmandi ef eg heföi sagt, að þér hefðuð drukkið dökka mjöðinn með tengdaföðurnum? Eða við skulum segja að eg hefði sagt, að þér hefðuð drukkið rjóma. — Haldið þér að þeim á Gjögri hefði ekki fundist þaö að lifa í sællífi og hafa magann fyrir sinn guð? Og fyndist yður að það væri ekki að gera heldur lítið úr sparsemi yðar og búmannsviti, Tryggvi? En þá eru það gripirnir sem þér segið að eg hafi talað um, svo að kýrnar og ♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦«♦♦* ♦ ^ ♦ Statsanstalten for Livsforsikring. ♦ J Eina lífsábyrgðarfélagið, sem j ♦ danska ríkið ábyrgist. + ♦ Ódýr iðfljöld. Hár bonus. ♦ ♦ Aðalumboð fyrir ísland: £ ♦ ♦ ♦ O. I*. JBlöndal, ♦ ♦ Stýrimannastíg 2. Reykjavík. + ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦«♦♦♦ kálfarnir yðar séu orðnir frægir um alt land. — Hvernig geta það verið svívirð- ingar um einkalif yðar, Tryggvi? Dregur það nokkuð úr yðar frægð, þótt kálfurinn yðar eða kýrin j'ðar verði líka fræg? Ekki finst mér það, Tryggvi. En þá segið þér að eg fari niðrandi orðum um túnið yðar. Sagt, að það væri komið í órækt. — 1*6113 mun vera alveg satt; en hvernig eigið þér að geta snúist í öllu, Tryggvi? I*ér eruð alla daga upptekinn af and- legri iðju, og eftir því sem þér sjálfur segið, að skrifa skammir til þess að koma áhugamálum yðar fram, og hvernig er þá nokkur von til þess, Tryggvi, að þér megið vera að sinna túninu yðar? Nú er eg búinn að rekja í sundur alt það sem þér kallið svívirðingar, Tryggvi, og eg segi yður í mestu einlægni, að mér sýnist hempan yðar ekki vera vitund svartari en hún áður var, Tryggvi. í*ér segist aldrei hafa skrifað eða látið blað yðar flytja neitt um einkalíf mitt, störf eða fortíð. Eg veit að þetta er satt fyrst að þér segið það, Tryggvi. f*að er sennilega leitun á jafn heiðar- legum blaðamanni og sannsöglum og þér eruð, Tryggvi, en varið þér yður sarat á honum Jónasi. — Hann er hættu- legur keppinautur í þeim sökum. En nú skal eg lofa yður þvi, Tryggvi, að fara mjög gætilega að yður hér eftir, því að eg veit, að þér eruð viðkvæmur maður, Tryggvi, og hafið næma sóma- tilfinningu, og í raun og veru er eg heldur brjóstgóður, Tryggvi, svo að mér fellur það þungt að sjá hvert sálarstríð eg hef bakað yður, Tryggvi, og 'senni- lega hafa sumir í »Varðar«-flokknum fundið lika til með yður, Tryggvi, og því viljað létta þessum krossi af yður. — Sú hluttekning ætti að geta verið yður dálítill læknir í raunum yðar, Tryggvi.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.