Stormur

Eksemplar

Stormur - 09.10.1925, Side 1

Stormur - 09.10.1925, Side 1
STORMUR Ritstjóri Magnús Magnússon I. árg. Föstudaginn 9. okt. 1925 79. blað Blödin ogr lesendurnir. Ástæðum og lífskjörum alls fjöldans er svo háttað, að lítíll timi gefst til lestrar og tómstundirnar fáar til þess að auðga anda sinn. Dagleg störf og lífsannirnar kalla að hvaðanæva, og flestir hafa nóg með að sinna því, sem innan þeirra verkahrings liggur, svo framarlega, sem þeir vilja inna störf sín af hendi af skyldurækni og alúð. Vegna þessa er það, að margir verða að láta sér nægja það andlega fóður, sem blöðin hafa að flytja. — Fau eru það eina, að heita má, sem margur maðurinn, að minsta kosti í kaupstöð- unum, les, eftir að skólavistinni er slitið. Augljóst er þvi, hversu mikilvægt það er að vandað sé til þess, sem blöðin flytja, bæði að efni og formi. Ritstjór- um þeirra, og þeim sem i þau skrifa, verður að vera það ljóst, að undir blöðunum er ekki einungis komið, að hverri stjórnmálaskoðun fjöldinn hall- ast, heldur líka eiga þau sinn mikla þátt í því, hver andlegur þroski alþýð- unnar verður í landinu. Flestir menn telja, að blað, hvort sem það er vikublað eða dagblað, leysi hlutverk sitt vel af hendi, ef það er golt fréttablað, og flytur auk þess, öðru hvoru, góðar og skynsamlegar greinir um þjóðfélagsmál. Má og segja að blað sem þetta gerir, eigi fullan tilverurétt, en mikið getur þó áskort, að það sé svo gott, sem það gæti verið. Þótt allur almenningur gefi mikið fyrir fréttirnar, og sjálfsagt sé, að blöðin flytji þær, þá er þó aðgætandi, að gagnið, sem lesendurnir hafa af þeim, er sáralitið. — Megnið af þeim er þann- ig, að þroski og víðsýni lesandans vex ekkert við lestur þeirra. Enginn er t. d. fróðari eða þroskgðri þótt hann viti, að bátur hafi farist með sex mönnum, stúlka trúlofað sig, maður drepið sig, þessi og þessi borgari átt afmælisdag o. s. frv. Alt eru þetta í raun og veru viðburðir sem snerta sárfáa, • og frásögnin um þá hefir ekkert gildi, nema að seðja for- vitnis löngun fjöldans. Hins vegar eru glögg yfirlit um heims viðburði,. ríkjandi stefnur í stjórnmál- )úctfl£á " ft'rytfoSchufzmárkc. A SELJUM HIN AGÆTU PÍANÓ OG ORGEL Hafa hlotið fjölda af heiðurspeningum. Eru viðurkend um heim allan. Biðjið um verð og myndalista, og þér munuð ajá, að þér gerið hvergi betri kaup. ^turlaix^ixr Jónsson <fc Co. Pósthússtræti 7. Sími 1680. Haliu þér við Uovril þá ertu fær í fleatan sjó. Bovril fæst alstaðar. um, trúmálum, listum o. s. frv. fræð- andi og þroskandi, ef þau eru vel rituð, og auðvitað ýmislegt fleira, sem til frétta getur talist. Siðan við fengum simann, hefir blöð- um vorum hrakað allflestum, hvað það snertir að flytja glögg og greinileg yfirlit yfir það markverðasta, sem gerist í um- heiminum. — Einstakir atburðir, sumir þýðingarmiklir, aðrir einskis virði, eru símaðir til oss frá Kaupmannahöfn, og þetta láta blöðin alloftast sér nægja að flytja. Áður fluttu blöðin fróðleg yfirlit um það merkasta, sem gerðist í stjórnmál- um, verslunarmálum og almennu lífi þjóðanna, en mintust ekki á ýmiskonar hégóma, sem að eins kitlar forvitni les- endanna og löngun eftir »spennandi« viðburðum. — Því mun það nú svo, að þrátt fyrir hinn sivaxandi blaða- fjölda og betri aðstöðu nú en áður fyrr til þess að flytja fræðandi greinir um það, sem gerist í heiminum, þá mun allur almenningur ófróðari og yfirlits- minni en hann var áður. — Að þessu ættu fréttablöðin að gefa gaum og ráða bætur á þessu. — Láta sér ekki nægja að flytja sundurlausar og ónákvæmar símfregnir, eingöngu, heldur draga sam- an í stærri yfirlit það, sem merkast gerist í umheiminum. — Sum blöðin, eins og t. d. »Lögrétta« og »Morgun- blaðið«, og »Vörður« og »Tíminn« stöku sinnum, hafa gert þetta; en að minsta kosti tvö þau síðarnefndu, sem mest munu lesin allra blaða í sveitum landsins, gætu stórlega bætt sig i þessu efni. Að baki flestum blöðum vorum standa stjórnmálailokkar og menn með ákveðnar pólitiskar skoðanir. Það er því ekki nema eðlilegt, að blöðin flytji mikið af greinum, sem að stjórnmálum og ýmiskonar þjóðfjelagsmálum Iúta, og svo á það líka að vera, því að í gegnum blöðin á allur landslýður að fá skoðanir sínar* og vitneskju um þau efni, að svo miklu leyti, sem eigin at- hugun nægir ekki. En ýmislegt vantar

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.