Stormur - 21.10.1925, Síða 3
STORMUR
3
hugsa með mér, að eg skuli vera
varkár, því að »oft fái á heimskan, es
á horskan ei fá, lostfagrir litir«.
En nú fara gestirnir að tínast inn.
Einna fyrstir koma þeir Ágúst prófessor
og landlæknir, svo koma alþm. og ritstj.
Jón Kjartansson, ritstj. ' bændablaðsins
»Varðar« Kristján Albertson, dr. Guð-
brandur Jónsson, meðritstjóri »Alþýðu-
blaðsins«, bankastjóri Landsbankans
Magnús Sigurðsson, og síðast (ekki fyr
en átið var byrjað, sennilega vegna
hugleiðinga um »stýfinguna«) Tryggvi
Pórhallsson, ritstj. bændablaðsins »Tím-
ans«, andstöðublaðs »Varðar«.
Nú kveður formaður fjelagsins, Gisli
J. Ólafsson, simastjóri, sér hljóðs.
Skýrir hann frá því, að félag þetta
sé nýstofnað og skipi stjórn þess:
hann sjálfur, Sigurður B. Runólfsson
kaupmaður og Bernhard Petersen. Aöal-
tilgangur fé.lagsins sé að kenna íslend-
ingum, hvað sem það kosti, að eta
sild, en auk þess fáist það einnig við
niðursuðu á karfa og kjötmeti.
Formaðurinn segist ekki ganga að
því gruflandi, að erfiðleikarnir verði
miklir, því að almenningur sé vana-
fastur og seinn til breytinga, en hann
hafi þó þá trú á skynsemi og hagsýni
manna og sérstaklega húsmæðranna, að
ekki líði mjög langur tími þar til menn
sannfærist um, hversu ágætur matur
sildin sé, ef hún er rétt með farin, og hve
ódýr hún er, ef miðað er við kostagildi.
Pá getur hann um það, að félagið
hafi tekið upp þá nýbreytni, sem hann
voni að allir sjái, að sé til bóta, að
hafa niðursuðuna og síldina í glerílát-
um, en ekki í blikkdósum. — Kostirnir
við þetta séu þrir, i fyrsta lagi megi
nota glerílátið í það endalausa, og
verði það því miklu ódýrari umbúðir
en blikkið, þegar þess er gætt, að blikk-
dósina er ekki hægt að nota nema einu-
sinni; í ööru lagi sé geymslan miklu
öruggari 1 gleríláti, því að því megi
ávalt loka; og í þriðja lagi sé engin
hætta á því, að matvælin geti orðið
eitruð í þeim, en það geti þau auðveld-
lega orðið í blikkdósum.
Auk þessa eru svo glerílátin borð-
prýði, og kaupandinn getur séð vöruna,
sem hann getur ekki f blikkílátinu.
Að svo stöddu kvaðst formaður fé-
lagsins einvörðungu hyggja á innlendan
markað.
Að lokinni ræðu formanns settust
menn að snæðingi.
Fékk hver maður sinn disk, og mátti
svo vera sjálfráður um valið.
í fyrstu fóru menn varlega og tóku
lítið á diskana, því að þetta voru alt
hinir kurteisustu menn, og vildu því
ekki fara að eins og írafells-móri, að
ganga frá leyfðu.
En diskarnir voru fljótt hroðnir og
flestir voru það, sem fjórum og fimm
sinnum fyltu diska sína, enda spilti
það ekki fyrir matarlystinni, að bjór
var á borðum, frá Tómasi, og auk þess
allra viðfeldnasta »cocktail«. — Sá eini
sem borðaði hóglega var Tryggvi ritstj.
Pórhallsson. Var þaö hvorutveggja, að
hann mátti ekki bragða cocktailið, og
svo voruáhyggjur hans fyrir kjötmarkaði
bænda og krónuskrattanum, sem sífelt
fór hækkandi.
Pegar gestirnir höfðu lengi vel etið
síldina, voru Ingólfs-bollurnar bornar
fram. — Þurfti enginn að kvarta um
sult, eftir að hann hafði gætt sér á
þeim. — Verður hér ekki sagt frá því,
úr hverju þær eru til búnar, en ráð-
leggja vill »Stormur« hverri hagsýnni
húsmóður, að fá sér þær í miðdegis-
matinn, svo framarlega sem hún á ekki
fisksölunum hér eða bændunum austan-
fjalls neitt sérstaklega gott upp að unna.
Pegar menn höfðu setið um tvo tíma
að borðum, var loks upp' staðið. Pökk-
uðu gestirnir góðan beina, og óskuðu
þessu þarfa fyrirtæki allra heilla. —
Bar öllum saman um það, ritstjórunum
líka, að þessi síld stæði fyllilega á
sporði erlendri síld, sem hingað flyst.
Er það meiri en meðalskömm, hve
illa vér höfum hagnýtt síldina, jafn
hollur og kraftgöður matur og hún er,
og auk þess ódýr. En nú er vonandi,
landsmanna sjálfra vegna, að skynsam-
ari háttur verði upp tekinn.
Ileimskringla.
Má treysta íramburði ritnaf
Oft er það, að vitni eru leidd til að
að bera um eitthvað, sem ekki hefir
borið fyrir þau sjálf, heldur fyrir eín-
hverja aðra, sem hafa svo skýrt frá at-
burðinum, svo vitnin heyrðu.
Til þess að komast að raun um,
hversu öruggur slíkur vitnaframburður
væri, gerði Stern eftirfarandi tilraun:
Hann valdi fjóra stúdenta, A., B., C.
og D., alla greinda og athugula menn,
til þess að gera tilraunina á. — Siðan
tók hann A. afsíðis og las upp fyrir
honum, hægt og greinilega, glæpasögu,
sem hann hafði fundið í gömlu blaöi.
Nokkrum stundum síðar skrifaði A. sög-
una niður eftir minni. Næsta dag var
svo þessi endursögn A. lesin upp fyrir
B, sem einnig skrifaði hana niður eftir
minni, örlitlum tíma eftir, að hún hafði
verið lesin upp fyrir honum. — Og
sama aðferðin var höfð við C. og D. —
Sagan, eins og D. segir hana, sýnir því
hverjar breytingar hafa orðið á frum-
textanum við það að ganga á millum
þessara fjögra manna, sem höfðu það
eitt fyrir augum, að taka vel eftir og
skýra svo satt frá, sem þeim var unt.
Birtist nú hér sagan, eins og hún var
í blaðinu og enduisögn D.
Sagan.
I þorpi einu litlu, 6 mílur frá Lyon,
hefir fyrir nokkru síðan, einkennilegt
atvik orðið heyrin kunnugt.
í fallegu húsi í þorpinu bjó ekkja
Nýkomið:
Stórt úrval af
vetrarhúfnm úr skinni
fyrir karlmenn og drengi.
Allskonar
regnhattar
fyrir fullorðna og börn, og
enskar liúfar
af öllum stærðum.
iso. G. Gttfliilaupson £ Co.
eftir embættismann. — Með manni sín-
um hafði hún átt tvö börn, son og
dóttur, en soninn hafði hún„ mist
skömmu eítir andlát föðursins, og stuttu
eftir, að sonurinn lést, hvarf dóttirin,
sem hafði mikið orð á sér fyrir fríð-
leik, skyndilega.
Móðirin varð alveg frávita af örvænt-
iDgu. þegar ekki hafðist upp á dóttur
hennar, þrátt fyrir allar eftirgrenslanir.
— Árin liðu, og smám saman fyrntist
yfir sorg hennar, enda reyndi hún að
gleyma henni, með því að sökkva sér
í samkvæmislífið jafnframt þvi, sem
hún tók mikinn þátt í ýmiskonar líkn-
arstarfsemi.
En eftir 31/* ár, tilkynti ónafngreind-
ur maður lögregiunni það, að dóttirin
væri í raun og veru ekki horfin, heldur
hefði móðir hennar haft hana í haldi
og falið hana, allan þenna tíma. —
Lögregl£(n gerði þegar húsleit og fann
leynidyr, sem lágu inn í lítið og óvist-
legt herbergi og þar lá dóttir hennar á
heyfleti, mjög lasburða. — Móðirin var
þegar sett í gæsluvarðhald og yfirheyrð,
en neitaði að gera nokkra grein fyrir
þessum verknaði sínum.
— Ótal ágiskanir eru um, hversvegna
konan hefir gert þetta, og meöal ann-
ars sú tilgáta, sem vér leggjum þó ekki
neinn sérstakan trúnað á, . að ekkjan
hafi drepið son sinn, lil þess að svæla
undir sig arfahluta hans, en dóttir henn-
ar hafi orðið áskynja um glæpinn og
til þess, að hún ljóstraði honum ekki
upp, hafi móðir hennar framið þelta
ódæðisverk.
Endursögn D.
í þorpi, 6 mílur frá Lyon, var þessi
glæpur framinn: Sonur ekkju, sem bjó
með honum og dóttur sinni, fanst- myrt-
ur og ómögulegt reyndist aö liafa upp á
morðingjanum.
Litlu á eftir hvarf dóttir ekkjunnar.
Var öll ástœða til að œlla, að liér vœri
einnig um glœp að rœða, sem stœði, að
einhverju leyti í samhandi við ftann fyrri.
Eftir mikla eftirgrenslan og erfiði,
fundust leynidyr í húsi ekkjunnar, sem
lágu inn í dimt og óvistlegt herbergi og