Stormur


Stormur - 15.12.1927, Blaðsíða 1

Stormur - 15.12.1927, Blaðsíða 1
STORMUR Ritstjóri Magnús Magnússon III. árg. Fimtudaginn 15. des. 1927. 26. blað. OWOOwO BLIKKSMIJÐAN OG JÁRNVERSLUNIN LAUFÁSVEG 4 — SÍMI 492 — STOFNUÐ 1902. Afgreiðir eftir pöntunum: Þakrennur, Þakglugga, Lysisbræðsluáhöld, Olíubrúsa, Vatnskassa, Skips- potta og Katla, Ljósker, Niðursuðudósir o. m. fl. Fvrirliggjandi: Galv.járn, Zink, Látún, Blikk og Tin. GUÐM. J. BREIÐFJÖRÐ. O'j'ö oy;o OmQ D;iTq OVÍOIOJ'O S-4L-' 0;n.0 m 1 ólagjafir við allra hæfi fáið þér hjá éá Versl. Björn Kristjánsson. | es jón Björnsson & Co. Verslunarmálefni. i. Ekki mundi mönnum finnast neitt til um vitsmuni þess bónda, sem rifi nið- ur varnargarð, utan um engi sitt, sem fyrirrennarar hans höfðu bygt, og veitti með því spillandi og gróðurdrepandi jökulvatni á gróðurlendur sínar. Frýjað mundi líka þeim bóndanum vits, sem gæfi nágranna sínum væna fúlgu árlega, vitandi vits um það, að nágranninu verði þessu fé til þess að veita skolpi og óhreinindum frá húsi sínu og eldhúsi og öðrum salarkynn- um inn á heimili gefandans. Einkennileg mundi líka sumum þykja verslunargáfa þess kaupmanns, sem héldi mann og borgaði honum vel, að eins til þess eins, að hann sýknt og heilagt gengi á millum viðskiftamanna kaupmannsins, lastaði vörur hans, teldi hano sjálfán »mammons-þjón« og »ó- þrif á þjóðfélags-líkamanum« og að nauðsyn bæri til, að hann hyrfi sem fyrst úr sögunni. II-. Ef kostur er á, velja menn sér það lífsstarf, sem þeir telja, að þeir sé best fallnir til að inna svo af hendi, að bæði þeim sjálfum og þjóð sinni verði það að mestum notum. Þessu starfi helga þeir svo krafta sina og það verður einn af aðalþáttun- um í lífi þeirra og veitir þeim flestar ánægjustundirnar. Ef þeir eiga börn, verður það oft og einatt svo, að þau vinna með þeim að þessu starfi og kjósa að gera sér það að atvinnugrein. Hlýtur hverjum góðum manni, sem vel hefir int lífsstarf sitt af hendi, og trúir því að þjóðfélaginu sé það til nytja og eflingar, að þykja vænt um að afkomandinn haldi áfram lífsstarfi hans, þegar hann sjálfur þrýtur, byggi á reynslu hans og fullkomni starf hans. Eru líkurnar alt af miklar til þess, að afkomendurnir haldi áfram störfum feðra sinna, ef þau hafa verið vel rekin, þvi að þar hafa þeir grundvöllinn til þess að byggja á, og fordæmið og kynn- ‘ngin af starfinu og í uppeldinu örfar cðlishvötina og hina meðfæddu til- kneigingu til starfans. Framsýnn maður og vitur, sem ann starfsgrein sinni, börnum og þjóðfélagi, Serir því það, sem hann megnar, til þess að búa sem bezt í haginn fyrir þá, sem eiga að taka við æfistarfi hans. En það að búa vel i haginn fyrir eftirkomendurna er ekki einvörðungu, jafnvel ekki nema að litlu leyli, faliö í því að skila þeim miklu fé í hendur, þótt það sé auðvitað gott með öðru góðu. Kaupmaðurinn, sem fær syni sinum f hendur efnalitla verslun, sem nýtur almennings álits fyrir vöruvöndun og heiðarieika í viðskiftum, eftirlætur hon- um betri arf og heilladrýgri heldur en sá kaupmaður, sem fær syni sinum í hendur veizlun, sem að vísu er auðug, en fé hennar fengið með misjöfnu móti. Gróðinn, sem fenginn er fyrir það, að draga af smjörpundinu, verður sjaldan ávaxtadrjúgur, »illur fengur, illa for- gengur« segir máltækið, og þó stundum sýnist, að málsháttur þessi rætist eigi, þá mun þó svo oftast*vera, ef nánar er aðgætt, og eitt er vist, að þjóðfélag- inu verður sá gróði aldrei til góðs, sem fenginn er með svikum og prettum, og gerir aðra menn þess fátækari, En kaupmaðurinn, sem fékk syni sinum í hendur verzlunina, sem naut almenningstrausts, hefir getað farið óskynsamlega að ráði sínu og breytt illa gagnvart syni sinum, sem við verzl- uninni tók, enda þótt nafnspjald óheið- arleikans sé ekki fest yfir búðardyrnar. Illa breytir hann og óskynsamlega, ef hann hefir varið fé sinu og verzlunar- innar til þess að styrkja andstæðinga þess lifsstarfs, sem hann hefir valið sér og syni sinum. Og illa breytir hann og óskynsam- lega, ef hann styður þá stefnu, með fjárframlögum, sem hann er sjálfur and- vigur og telur þjóðfélaginu éholla. Sá maður, sem metur stundarhagnað- inn meira en stefnumálin og vill vinna til fyrir nokkra aura — ef til vill ímyndaða —•• að skaða stétt sfna og grafa ræturnar undan þeirri atvinnu- grein, sem börn hans ætla að stunda

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.