Stormur


Stormur - 01.03.1928, Page 2

Stormur - 01.03.1928, Page 2
2 STORMUR © )) feimiN] i Olsen í | Tilbúinn áburöur: m §$ Noregssaltpétur, superfosfat, kalí, þýzkur kalksaltpétur, Utvegum einnig aðrar tegundir ef ósUað er. © © a © © © Girðingarefni: Girðinganet, gaddavír, girðingastólpar úr járni. © ffi Grasfræ. Sáðhafrar. | tlttDwwwVtÐtÐVwCptptnwtncPaJwtntnCPqKpqTtntpcPtptlTtPQT — Þeir 6Ögðu, að þarna hefði það sann- ast, að stjórnin vildi í engu vera sósial- istum háð. — Hún hefði ekki farið að eins og Júdas að kyssa drottinn sinn, hændurna, og svikja þá svo á eftir. — Og Jónas sýndi þeini i sér tung- una og þeir sannfærðust um enn betur en nokkuru sinni áður, að svik fundust ekki í hans munni. Aftur voru aðrir, einkum í andstæð- ingahópnum,, sem efuðust um, að það væri satt, að jafnaðarmenn' hefði engin skilyrði sett fyrir stuðningi sínum. — Gátu sumir sér þess til, að það væri undanskilið, að þeir fengju framgengt skiftingunni á Gullbringu- og Kjósar- sýslu, aðrir, að ríkiseinkasala á ein- hverri vörutegund kæmist á, svo að maginn stækkaði á einhverjum þeirra o. s. frv. En þessum síðarnefndu hefir skjátl- ast. Það hefir sýnt sig, að jafnaðar- menn hafa engin skilyrði sett í fyrstu. Jafnaðarmenn, eða foringjar þeirra, væru líka heimskari menn, en þcir eru, ef þeir hefðu farið að setja einhver á- kveðin skilyrði í byrjun fyrir stuðningi sínum um einhvern ákveðinn tíma. Þeir vissu fyrst og fremst, að þing- hændur framsóknarinnar mundu hafa orðið tregir til að ganga að þeim fyrir lram, ef þeir hefðu orðið mjög rót- tækir í kröfum sínum og í öðru lagi vissu þeir, að ef gengið væri skilyrðis- laust að kröfum þeirra þá mundi mörg- um sveitabóndanum þykja völdin dýru verði keypt. Hitt aftur á móti duldist eigi Jónasi og stefnubræðrum hans, jafnaðarmönn- um, að eftir að stjórnin væri mynduð, mundi flokkurinn ekki láta hálshöggva hana þótt lausnargjaldið væri selt hátt. — Jafnaðarmenn skildu svo lika eðli bændanna, að þeir vissu, að þegar þeir fyndu skítalyktina af tilbúna áburðin- um, sem þeir eiga að fá ókeypis fluttan til sín, þá myndi vera óhætt að krefjast nokkuð mikils á móti, svo framarlega, sem það kom ekki beinlínis við pyngju bændanna sjálfra eða þeirra hagsmuni. Þeir vissu, að þroski þingbændanna vorra var ekki meiri en það, að fyrir flutningsgjaldið á nokkrum pundum af skít, sem sparaðist fyrir þá að greiða, skeyttu þeir því ekki þótt tveim stétt- um, kaupmanna- og útgerðarmanna- stéttinni væri unnið stórtjón og það enda þótt á herðum annarar þessarar stéttar hvíli sá atvinnuvegur þjóðarinn- ar, sem í raun og veru ber landið uppi. Jafnaðarmenn sáu því þegar frá upp- hafi, að með því að setja engin ákveðin skilyrði og hafa stuðningstímann ó- ákveðin, höfðu þeir lif stjórnarinnar í hendi sér. Með þessu voru þeir búnir að setja Framsóknarflokkinn og stjórn hans í rafmagnsstól og gátu einir ráðið um hvenær þeir kusu að hleypa straumn- um á. — Stjórnin er þvi í höndum jafnað- armanna eins og lífsþyrstur glæpamað- ur í höndum böðulsins. — Hún horfir sífelt krjúpandi með biðjandi bænar- auguin upp til istrunnar á Héðni og Jóni Baldvinssyni og' þegar kipringur fer um varir hins munnfríða Haraldar legst hún alveg flöt að fótum þeirra. III. Síðan þing hófst hafa það verið jafn- aðarmenn, sem hafa sett sinn svip á þingið og ráðið þar langsamlega mestu. Allur leikurinn út af kosningu Jóns Auðuns var gerður að undirlagi jaí'n- aðarmanna og Jónasar, sem er hold af þeirra holdi. — Enginn vafi er á þvi, að mörgum í Framsóknarflokknum var sá leikur mjög nauðugur, en þeir urðu að dansa samt. — Og vafalaust hefði flokkurinn allur orðið að greiða at- kvæði með þvi að ónýta kosninguna, ef jafnaðannenn hefðu sett það á odd- inn, en það gerðu þeir eigi vegna þess, að þeir vissu að Jón Auðunn myndi kosinn aftur með enn stærri alkva'Öa- mun. — Og flokksmenn þeirra að vest- an munu hafa varað þá við að ónýta kosninguna, því að það myndi stórlega spilla fyrir fylgi jafnaðarstefnunnar þar vestra. Jafnaðarmenn létu sér því nægja og Jónas, að svívirða íhaldsflokkinn útaf þessu máli, en um handfangið á l'allex- inni tóku þeir eigi. Jafnaðax-menn hafa hrúgað upp frumvörpum síðan þing' kom samari, og flest af þeiin eru gagnstæð stefnu og hagsmunum bænda og sum stórhættu- leg öðrum stéttum og því þjóðinni í heild. — Öllujn þessum frumvörpum hafa veslings bændurnar orðið að sýna gott viðmót, en víst er um það, að þeir verða að gera meira áður en þingi lýk- ur. — Nauðugir, viljugir verða þeir að rétta upp hálfkrepta hendina eða stynja upp veiklulegu „jái“ með þeim frum- vörpuin, sem jafnaðarmenn leggja á- hérslu á að í gegn komist. Hinsvegar eru jafnaðarmenn og Jón- as svo kænir, að þeim dettur ekki í hug á þessu þingi að krefjast af bænda- vesalingunum, að þeir samþykki alt. — Það væri óskynsamlega gert vegna kjós- endanna. Til leiksins er þannig stofnað frá upphafi og að vel yfirlögðu ráði, að á þessu þingi verði bændurnir ekki látnir samþykkja nema t. d. einkasölu á einni eða tveimur vörutegundum og lofað að fella hitt. Þetta er gert til þess, að geta svo að þingi loknu, skýrt frá því í „Tímanum“, að þingbændur flokksins hafi verið sjálfstæðir gagnvart sósíalistuin. Þeir hafi aðeins samþykt þau einkasölu frumvörp, sem nauðsyn hafi borið til, almenningsheillar vegna, að samþykkja. Þessum héðni verður veifað framan í vesalings kjósendurna og vilt þeim sýn með því, svo að þeir halda að um- boðsmennirnir sinir hafi verið hrein- ustu hetjur á Alþingi og fylgt engu nema sannfæringu sinni. En á þessum 4 árum, sem Framsókn að líkindum fer með völdin er tilætl- unin sú, að hafa komið á smám sam- an einkasölu á helstu nauðsynjavörum landsmanna. — Taka eina til tvær vörutegundir á ári. Með þessu móti á smásaman að læða eitrinu niður i bændurna uns þeir eru orðnir svo gegnsósa, að þeir vita ekki af því að þeir eru að taka inn eitrið. Aðferðin er i raun og veru sú sama hér hjá Jónasi og i Spánarvínsgi-ein hans. — Þar vill hann kenna þjóðinni að drekka Spánarvin daglega. Eins vill hann ekki, eða telur óvænlegra til sig- urs, að gefa Ingólfi í Fjósatungu og kjósendunr hans inn jafnaðarstefnuna í „hundaskömtum“. Hann heldur að þá væmi við þvi, og þyki það krassa held- ur mikið í hálsinn, en um hitt efast hann ekki, að i smáskömtum með sykri

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.