Stormur - 28.09.1928, Page 1
STORMUR
Ritstjóri Magnús Magnússon
IV. árg.
Föstudaginn 28. september 1928.
11. blað.
Kaupendur
§torm§, §em bústadarskitl liafa
1. okt. eru heönir aö tilkynna
það í síma 1191, Iielst fyrir
þaiin tima,
NeyðarYörn Jónasar.
i.
Svo iskyggilega viðurhlutamikil þykir
öllum mönnum afglöp Jónasar i »Ter-
vani«-málinu, að ekki einu sinni nafni
hans Jónas þorbergsson hefir viljað ljá
sig til þeirra skítverka að kara hann.
— Hefir þó Jónas verið húsbóndaholl-
ur um dagana — enda samviskan ekki
verið honum til mikils trafala, það sem
af er æfinnar. Afleiðing þessa er sú,
að Jónas Jónsson verður sjálfur blað
eftir blað í Tímanum að reyna að má
burtu orðið »Tervaní« af enni sínu,
sem hann sjálfur brennimerkti sig með.
En ráðherranum tekst ekki vel vörn-
in, sem heldur er ekki að vænta, þvi
brot hans er óverjandi þegar litið er á
það frá þjóðfélagsins sjónarmiði.
Sjálfstæði og virðingu lands vors út
á við hefir aldrei fyr verið stefnt í voða
af íslenskum ráðherra. — Og það mun
hiklaust mega fullyrða það, að engin
dæmi munu finnast til þess, að dóms-
málaráðherra nokkurrar þjóðar hafi
leikið hæstarétt þjóðar sinnar svo grátt,
sem Jónas Jónsson gerði í »TerVani«-
málinu.
II.
í næst siðasta tbl. Tímans reynir J.
Jónsson enn að afsaka sig með þvi, að
íhaldsstjórnin hafi farið keimlíkt að og
hann í Árbæjarmálinu. — Hvort þetta
er blekking ein hjá dómsmálaráðherr-
anum eða fáviska og siðferðisskortur
verður ekki sagt um, en sennilegt er
að hvorutveggja sé.
Árbæjar-málið og »Tervani«-málið
eru algerlega óskyld.
Ef um vanrækslu hefir verið að ræða
hjá ihaldsstjórninni í meðferð Árbæjar-
málsins liggur hún í þvi að hafa ekki
látið rannsaka málið til fullnustu. —
Og afieiðing þess hefir ekki orðið önn-
ur en sú, að viðkomandi maður fékk
nokkru vægari refsingu, en hann ef til
vill ella mundi hafa fengið.
Virðingu hæstaréttar og sjálfstæði
landsins getur enginn maður með fullu
viti sagt, að hafi verið stofnað i voða,
þótt Árbæjar-málinu væri ekki áfrýjað.
Alt öðru máli gegnir með mál enska
veiðiþjófsins.
F*að sem gerir brot dómsmálaráð-
herrans svo stórt og hættulegt þjóð
vorri í þessu máli er ekki eftirgjöf sak-
arinnar út af fyrir sig, heldur ályktun-
in, sem út af henni hlýtur að verða
dregin hjá erlendum þjóðum. — Sú á-
lyktun, að hæstiréttur kunni ekki að
meta, hvað eru fullgild sönnunargögn
og hvað ekki að áliti sjálfs dómsmála-
ráðherrans.
Og svo kallar þessi veslings auðnu-
leysingi i þessu tbl. Timans, þetta
»snjallræði«.
Fað er »snjallræði« í augum hans,
að hafa sökum algerðrar vanþekkingar
á því starfi sem hann hefir tekið að sér
og vegna frámunalegs sljóvleika, sví-
virt æðsta dómsvald þjóðarinnar bæði
í augum hennar sjálfrar og annara
þjóða.
— Jónas frá Hrifiu á sannarlega bágt.
Njósnarar.
I.
Fornsögur vorar geta eigi allsjaldan
um flugumenn og njósnara. Völdust
til þeirrar atvinnu allajafna hinir skít-
legustu menn, sem létu sér ekki fyrir
brjósti brenna að svíkja orð og eiða
ef nokkrir Júdasar-peningar voru i
aðra hönd. — Lika kom það fyrir að
ánauðugir menn og þrælar voru
neyddir í þetta, eða gáfu sig fram til
þessa vegna fyrirheitsins um það, að
þeir skyldu verða frjálsir menn. —
En tiðast fór svo fyrir þessum vesl-
ingsmönnum, að þeir hlutu ekki frels-
ið en létu lif sitt fyrir hendi þess, er
þeir skyldu svikja. En svo mikill var
siðferðisþroski forfeðra vorra að af
öllum voru þessir menn fyrirlitnir og
svo ólíklegt þótti jafnvel misendismönn-
um fornaldarinnar, að menn gæfu sig
fram til þessa starfs, að þeir létu hvað
eftir annað blekkjast og tóku við þess-
um flugumönnum og njósnurum og
trúðu þeim uns fyrirætlun þeirra sýndi
sig i verkinu.
Hjá forfeðrum vorum var fram-
kvæmdarvaldið mjög ófullkomið og
einstaklingarnir urðu því að mestu
sjálfir að reka réttar síns. Gat það tið-
um orðið erfitt þegar við ofbeldismenn
og volduga höfðingja var að etja.
Komið gat því fyrir, að þeim, sem
lifðu hér fyrir 700—1000 árum síðan
væri nokkur vorkunn þótt þeir gripu
til óyndisúrræða til þess að koma
rétti sinum fram.
II.
Nú háttar öðruvísi til hjá oss en á
dögum Víga-Skútu og Þóris i Garði.
Framkvæmdarvaldið er sterkara nú
en það var þá og réttarvarslan er nú
að miklu leyti falin sérstökum mönn-
um og sérstöku valdi.
Ef einhver einstaklingur brýtur svo
hegningarvert sé gagnvart öðrum eða
þjóðfélaginu, þá er hið opinbera i
flestum tilfellum sækjandi sakarinnar
á hendur hinum brotlega og hefír
nóg ráð i hendi sinni til þess að láta
hann sæta réttmætri refsingu fyrir
verknað sinn.
Mennirnir, sem þjóðfélagið hefir
kjörið til þess að hafa þenna starfa
með höndum, eru launaðir af almanna-
fé, og sérstök viðurlög eru lögð við
því, ef þeir brjóta af sér i starfi sinu.
Bæði þjóðfélagið og þeir, sem um
afbrot eru grunaðlr hafa því nokkra
tryggingu fyrir þvi, að þessir »upp-
ljóstrarmenn« og rannsakendur rikis-
valdsins leysi verk sitt vel og sam-
viskusamlega af hendi.
Öðrum en þessum sérstöku mönn-
um er ekki falin réttarvarslan alment
og i öllum siðuðum löndum nú, þykir
það hin mesta ósvinna og siðspilling,
ef borgararnir fara að gera það að
aukatvinnu sinni að njósna um með-
borgara sína.
Er litið sömu augum á alla þá
menn nú, af öllum sæmilegum mönn-
um, sem áður var litið á flugumenn-
ina, og þó sist mildari.
Er líka eðlilegt að svo sé, þegar þess
er gætt hvers eðlis þessi verknaður er
og hverjar afleiðingar hann geturhaft.
III.
Þótt illa láti í eyrum má þó ekki
undir höfuð leggjast að skýra frá því,
að bér hjá oss muni nýlega upp-
risin allálitlegur visir til þessarar fyr-
irlitlegu njósnaraatvinnu.
Fað er á allra manna vitorði, að
nokkrir menn hafa nú að undanförnu
gert allmikið að þvi að kæra menn
fyrir bannlagabrot, án þess þó, að