Stormur - 28.09.1928, Side 2

Stormur - 28.09.1928, Side 2
2 STORMUR Biðjið um Bensdorps súkkulaði Hollandia. Besta súkkulaði, sem íáanlegt er, og lang ódýrast miðað við gæðin. þeim haíi sérstaklega verið falið það af ríkisvaldinu að hafa eftirlit með þessum lögum eða að miusta kosti ekki svo opinbert sé. Sumir þessara manna hafa all- misjafnt orð á sér frá fornu fari.jafn- vel svo misjafnt að ekki mundi þol- ast, að þeir væru opinberlega settir til þess að gæta laga og réttar í land- inu. Það er líka [vitanlegt, að hvorki efnahag sumra þessara raanna eða hugarfari er þannig háttað, að nokkur likindi þurfi að telja fyrir þvi, að þessir menn vinni kauplaust að þessu þokkaverki, en hitt er meira á huldu, hvaðan laun þessara manna eru runn- in. Má margs geta sér til. Er t. d. hugsanlegt, að einstakir menn innan Stórstúkunnar leggi fram fé til þessara manna úr eigin vasa, en flestum mun þó þykja þessi til- gáta fremur ósennileg, enda þótt þeir leggi mikið kapp á að halda í þessi ræksni, sem eftir eru af bannlögunum. Pá mætti það vera að launafé þessara manna sé tekið úr sérstökum sjóðum, sem Góðtemplar hafa stofnað í þess- um tilgangi, en lika verður þetta að teljast ósennilegt, þvi að vitanlegt er, að ýmsír af bestu mönnum þeirra hafa andstygð á framferði og aðferð- um þessara snuðrara og telja að það hafi hina mestu siðspillingu í förmeð sér að reyna að halda uppi bannlög- unum með þessu móti. Þá hafa sumir freistast til að trúa þvi, að ríkisstjórnin sé bakhjallur þessara manna, en ólíklegt verður að teljast, að þótt einn i stjórninni sé mjög í ætt við þessa gáttaþefi og standi á svipuðu þroskastígi og þeir i siðferðislegum efnum, að rikisstjórn- in leyfi sér að greiða mönnum þess- um laun, sem yrði að fela undir ein- hverjum öðrum gjaldliðum á lands- reikningnum. En ef um ekkert af þessu þrennu er að ræða, getur naumast verið um annað að ræða, en að þessir menn fái hluta af sektunum, sem þeir menn eru dæmdir i, sem þeir ljóstra upp um. Fær þá Menningarsjóðurinn sektirn- ar þegar »ríddararnir«, sem koma aftan að þeim eru búnir að fá laun starfa síns. óneitanlega virðist sumt benda til að það sé þessi síðasta leið, sem farin er, eða að minsta kosti hefir átt að fara. Fyrst eftir að farið var að beita hinum nýju bannlögum, en það var 1. júlí i sumar, voru menn sektaðir um 50 kr., sem ölvaðir voru, eftir framburði þessara snuðrara. Er það lágmarkssekt, samkvæmt lögunum og auðsjáanlega tilgangur þeirra, að þess- ari lágmarkssekt verði beitt við alla, sem brotlegir verða i fyrsta sinn, og án þess nokkur þyngingarskilyrði, séu fyrir hendi. En alt í einu er horfið frá þessari reglu laganna og farið að sekta menn um 75—100 kr., enda þótt brot þess- ara manna væri að öllu leyti hið sama og þeirra er áður sluppu með 50 kr. Er ekki vitanlegt, að nokkur ástæða hafi verið tilfærð fyrir þessari þyng- ingu enda sýnist það í alla staði ó- eðlilegt að farið sé fram úr lágmarks- sektum i fyrsta sinn, þar sem um jafn ströng lög er að ræða og hér, en brot- in hinsvegar miklum mun hættuminni heldur en ýms önnur lögreglubrot, sem að eins 10 kr. sekt liggur við. Sú tilgáta sýnist því ekki ósennileg að 25—50 kr. af sekt þessara manna hafi átt að renna til snuðraranna. Verða það að teljast góðar auka- tekjur fyrir þessa menn að fá 25—50 kr. af hverjum manni sem þeir kæra, þegar þess er gætt að yfir 100 manns munu hafa verið sektaðir i júlímán- uði einum en snuðrarnir hinsvegar ekki ýkjamargir, svo menn viti. — Er ekki óliklegt, ef svo heldur áfram, að tekjur þeirra fari jafnvel fram úr launum forsætisráðherrans, og gæti þá ef til vill það gott leitt af þessu, að lililsigldir menn kysu hér eftir fremur að gefa sig að þessari atvinnu heldur en að strita eftir því að verða forsætisráðherrar. En þetta hlýtur öllum mönnum, sem vilja um þetta hugsa, að verða ljóst, hverja spillingu það hlýtur að hafa í för með sér, að leigðir mis- endismenn séu hafðir til þess að njósna um meðborgara sína og þeim goldið eftir því hvað þeim verður mikið á- gengt. Hvað má treysta vitnaframburði slíkra manna? Og hvers má vænta að slikir menn grípi til, til þess að hæta við auka- tekjur sinar? Allir heiðarlegir menn verða því að krefjast þess, að Stórstúkan og lands- stjórnin geri hreint fyrir sinum dyr- um og gefi yfirlýsingu um, að þessir mannræflar séu ekki á þeirra vegum eða vinni á nokkurn hátt að þeirra undirlagi. — Og þeir, sem kærðir eru, eiga að krefjast þess, að snuðrararnir séu látnir synja fyrir það með eiði að þeim sé goldið uppljóstrarfé. Það er lögregluvaldið, sem á að framfylgja hannlögunum eins ög öðr- um lögum en ekki einhverjir Sigur- jónssynir, Baldvinssynir eða Knud- senar. íslendingarnir í landinu. i. 1 45. tbl. »Tímans« 1926 X. árg., skrifar núverandi dómsmálaráðherra, Jónas Jónsson, grein, sem hann nefnir: »Islendingarnir í landinu«. Þar segir meðal annars svo: »Það er ekki hægt að neita því«, sagði gamall og merkur skipstjóri ný- lega, maður, sem annars leiðir hjá sér umtal um stjórnmál, »þegar á reynir, þá eru það framsóknarmennirnir, sem eru íslendingarnir í landinu«. Þetta er svo vel sagt og réttmætt, að það mætti vel verða að vígorði hér á landi. Framsóknarmennirnir eru íslendingarnir í landinu. Og ef landið á nokkurtíma að verða alfrjálst aftur, bæði andlega, efnalega og stjórn- arfarslega, þá verður það að verða fyrir forustu og framgöngu framsókn- armanna«. Síðar í þessari sömu grein, kemst Jónas enn svo að orði: »Hvort togaraeigendum, tekst að manna betur ráðherra sina og nefnd- armenn í framtiðinni, sro að þeir þori að játa sig íslendioga f skiftnm vlð aðrar þjóðir, (auðk. hér) skal ósagt látið. Það er best að vona hins besta meðan unt er, en reynslan fram að þessu, er samt ekki glæsileg«. Til skýringar þessari siðari tilvitn- un, skal það tekið fram fyrir þá, sem ekki hafa »Tímann« við hendina frá þessu ári, að Jónas er með þessum tilvitnuðu orðum að áfella ráðherra lhaldsflokksins fyrir það, að þeir skyldu ekki banna Dönum að leyfá Itölum að hafa veiðistöð í Færeyjum fyrir italskt togarafélag. Jónas Jónsson endar grein sína með þessum orðum: »Framsóknarmennirnir ern íslend- ingarnir í landinn. (auðk. af honum). Það er gott, að þetta er komið skýrt fram. Þessi reynsla hefir verið að myndast á undanförnum árum. Fram- sóknarflokkurinn á þingi og utan þings hefir, eftir því sem hann hefir haft orku til, starfað að þvi, að íslending- ar gátu staðið á eigin fótum stjórnar- farslega, i bankamálum, verslunar- málum, samgöngumálum og í and- legri starfsemi«. II. Hvað ætli hann segi nú gamli og merki skipstjórinn, ef hann lifir enn, um aðfarir Tervani-ráðherrans, sama mannsins, sem skrifaðí þetta fyrir 2 árum siðan?

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.