Stormur - 09.11.1928, Side 2

Stormur - 09.11.1928, Side 2
2 STORMUR BiðjiÖ um Bensdorps súkkulaði HoIIandia. Besta súkkulaði, sem fáanlegt er, og lang ódýrast miðað við gæðin. Lög lindsins hefir hann þverbrotið, æðsta rétt þjóðar sinnar hefir hann svivirt, með peninga rikissjóðsins hefir hann leikið sér i heimildarleysi og sóað þeim út i bitlinga handa leiguþjónum sínum, saklausa menn hefir hann of- sótt, menn er ekkert glæpsamlegt hefir sannast á, hefirhann stimplað sem dæmda glaepamenn, heilum stjórnmálafiokki hefir bann borið á biýn hlutdeid i glæpsamlegum verknaði, menn, sem búnir hata verið að taka út hegningu sina, hefir hann ráðist á, til að svala sér á aðstandendum þeirra, og yfirhilm- ari hefir hann gerst með fjárdráttarmönn- um sins eigin fiokks. — Ófögur er hún þessi upptalning á at- höfnum og framferði dóms- kirkju- og kenslumálaráðherrans yfir ldandi en þó er hvert orð satt í henni — svo satt, að nálega hvert mannsbarn á Is- landi veit um sannindi hennar. — Og svo satt, að sanna mætli hvert einasta atriði hennar fyrir dómstólunum. — Það sýnisl þvi, að hafi nokkru sinni verið ástæða til þess að halda al- mennan borgarafund i hötuðstað nokk- urs lands þá sé það nú hér í Reykja- vík, til þess að mótmæla þvi, að slíkur stjórnmálabraskari fari lengur með það stjómarvaldið, sem í hverju siðuðu landi er falið þeim möununum, sem hreinastan hafa skjóldinn. — Og það er einmitt frá höfuðstað þjóðarinnar, sem sllk mótmæli eiga að koma. — Styttan á Arnarhól á að minna ibúa hans á það, að þeir eigi að vera á verði gegn því, að siðfeiðisbrjalaðir æfinlýramenn hafi langdvalir i hvíta húsinu á Arnarhól. Krækiber. i. Konungur nokkur í Austurlöndum hét að gefa allmikla fjárhæð til góðra manna og guðhræddra i riki sinu, ef honum tækist að finna góða lausn á vandamáli, sem honum bar að hönd um. — Tókst konungi það og vildi hann nú standa við lofoið sitt. Fékk hann einum þjóna sinna peningana og lagði svo fyrir, að þeim skyldi skift á niillum ráðvandra manna í riki bans. Þessi þjónn konurgs var glöggur maður og vitur. Tók hann við pening- unum og að nokkrum tíina liðnum kom hann aítur til konungs, og lagði pyngjuna óhreyiða fyrir fætur honum, og sagði: »Ég hef leitað að ráðvöndum mönnum en ekki fundið neinn, sem ég hef viljað afhenda peningana«. »Hvernig stendur á þessu«, sagði konungur, »ég veit ekki betur, en að það séu 400 góðir og ráðvandir menn í ríki mfnu«. Mikli konungur, nsvaraði þjónninn. »Þeir, sem ráðvandir eru vilja ekki taka á móti peningunum og þeir sem vilja taka á móti þeim, eru ekki ráðvandir«. Timastjórninni núverandi veitist ekki jafn örðugt og þessum þjóni konungs- ins austurlenska að finna ráðandi menn í flokkum sfnum, sem fást til þess að taka á móti smá ölmusum úr rfkis- sjóðnum. — Hefir ekki heyrst, að nokk- ur hinna ráðvöndu« í því liði hafi bandað höndum gegn þessum gjöfum Jónasar og Tryggva af almannafé. 2. Guðhræddur maður sá i draumi konung nokkurn i paradis en heilagan mann i helviti. Furðaði maðurinn sig á þessu og spurði: Hvernig stendur á upphefð konungsins »og undirlægingu hins heilaga manns. Það sýndist jafn- vel sönnu nær, að hlutskiíti þessara tveggja manna, hefði verið gagnstætt, því sem það er«. Manninum var svarað: »Konungurinn er i Paradfs vegna dálætis sfns á hinum heilaga manni en heilagi maðurinn er í helviti vegna samvista sinna með konungum«. 3. Maður nokkur serkneskur, sem var fæddur i bænum Damaskus, hafði. er hann var 60 ára að aldri, aldrei komið út fyrir fæðingarbæ sinn og hafði enga löngun til þess. Þelta barst til eyrna soldánsins. Lét hann kalla manninn fyrir sig og inti hann eftir þvf, hvort þetta væri satt. ,— Maðurinn játaði þetta satt vera. Lagði þá soldáninn blátt bann við þvf, að hann færi nokkru sinni úr bænum, sem hann hafði dvalið svo lengi f. En nú brá svo við, að jafnskjótt og þetta bann kom, fór mað- urinn að grufla út i það, hvernig hér- uðin Og umhveifi Damaskus liti út og jafnframt þessu fyltist hann sárri löngu til þess, að sjá það, sem hann hafði ekki fyr augum litið. — Og að lokum varð þessi löngun hans svo óviðráðan- leg, að hann greiddi soldaninum ógrynni ijár fyrir leyfi til þess að mega fara úr bænum. Bannmennirnir ættu að athuga þessa sögu vel. — Það fór lfkt fyrir mörgum manninum og serkjanum, bér á landi, þegar bannlögin gengu í gildi. — Menn sem aldrei höfðu bragðað vfn, og enga iöngun höfðu til þess, fyltust þá fyrst sárri flöngun f það og sumir bafa drukk- n að staðaldri siðan. — Það er féð» sem þessir menn hafa greitt sökum blinds ofurkapps manna, sem lftið skyn— bragð báru á mannlegt eðli. — Og bera það enn. 4 Einn af mælskumönnum fornaldar- innar. sagði, að hlutverk sitt væri það, að láta smávægilega hluti sýnast mikla i augum almúgans. Þeir sem púðra og mála konurnar gera ekki svo mikið ilt af sér, þvf að það sakar ekki svo mikið, þótt maður sjái þær ekki, eins og Guð hefir skapað þær. — En það eru aðrir, sem leggja það fyrir sig, ekki að blekkja augu vor heldur dómgreind vora, og gera svart hvítt og hvítt svart. — Þau ríki forn- aldarinnar, sem náð höfðu mestum menningar og stjórnskipulegum þroska, lögðu aldrei mikið uppúr alþýðuskrum- urum. — Ariston lýsir list þessara manna merkilega vel, þegar hann kallar hana listina, sem læðir sannfæringunni f »huga almúgans«, og Sókrates og Platon sem sögðu, að það væri »listin, sem smjaðrar og blekkir«. Ef Aiiston,- Sókrates og Platon hefðu lesið Tfmann á undanförnum árum, hver mundi þá verða dómur þeirra um þá þjóð, sem gerði Jónas og Tryggva að sínum ráðherrum. 5. Það er einkennilegt, að vér metum alla hluli, að undanteknum okkur sjálf- uro, eftir þvi hvaða eiginleika þeir hafa. Við dáumst að hestinum vegna þess hve vel hann er bygður en ekki vegna reiðlýsijanna, sem á honum eru. Við hrósum hundinum fyrir flýti hans, en ekki fyrir hálsbandið sem hann ber o. s. frv. Hversvegna metum við ekki eins manninn eftir eiginleikum hans? — Hann á ríkmannlegt hús, nýtur góðs lánstrausts og hefir rniklar tekjur. Ekkert af þessu eru eiginleikar hans heldur ytri hlutir. Við kaupum ógjarna svikna vöru. Ef við ætlum að festa kaup á hesti, tökum við söðulinn af honum og virðum hann fyiir okkur allslausan. — En þegar v ð virðum fyrir okkur mann, hversvegna virðum við hann þá fyrir okkur dúðað- an7 — Hann sýnir okkur aðeins það, sem tilheyrir honuni ekki, en felur það fyiir okkur, sem við eigum að hafa að undirstöðu fyrir mati okkar á honum. Jónasi og Tryggva Þórhallssyni varð það til brautaigengis, að bændurnir ís- lensku grannskoðuðu þá ekki einsog klarana, þegar þeir eru í hestakapum. — Et' þeir hefðu gert það mundu leyndu gallarnir »hafa komið i ljós«, einsog á truntum hrossaprangaranna.

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.