Stormur - 09.11.1928, Síða 3
STORMUR
3
6.
Menn sem komast til bárra mannvirfl-
inga i lífinu eru þrælar I þrennskonar skiln-
ingi. — Peir eru þrælar stjórnandans
eða rikisins, þrælar frægðarinnar og
þrælar vinnunnar. Þeir njóta þessvegna
einskis frelsis, hvorki hvað þá sjálfa
snertir, verk þeirra eða tíma. — Það er
einkennileg löngun að sækjast eftir valdi
og glata vegna þess frelsi sínu og að
sækjast eftir yfirráðum yfir öðrum
mönnum og missa við það stjórnina á
sjálfum sér. — Það er erfitt að komast
til hárra metorða og fyrir þetta erfiði
hlýtur maður aðeins enn meira erfiði.
— Stundum leggjast menn lika lágt
til þess að hreppa þetta og komast í
virðulega stöðu með því að haga sér
auðvirðilega.
Maðurinn, sem varð ráðherra fyrir
nið um aðra menn og blekkingar ætti
að lesa þetta með athygli, þá mætti svo
fara að hann yrði að minsta kosti leys-
ingi á gamalsaldri en ella deyr hann
sem þræll fýsna sinna og vondra til-
bneiginga.
Úr Fitja-annál.
0.
Anuo 1035. Á þessu ári deyði einn
gamall maður að tiafni Thomas Paar
(Parr), sem var 152 ára gamall. Þegar
hann var 102 ára gamall átti hann
barn laungetið, en þá hann var 120
ára giftist hann i annað sinn. Hann var
18 ár blindur. Hann var fæddur 1483
í því greifadæmi Salopía.
lO.
Anno 1040. Á þessu ári til Meller-
stad skeði sá atburður, að sænsk sol-
dátskona fæddi 7 börn í heiminn, hvert
eítir annað, 4 pilta og 3 stúlkur.
11.
Anno 1042. Fæddist nálægt Baby-
lon einn piltur, sem menn vissu ekki
eiga föður né móður og var baldinn
fyrir einn Anta-christ. Hann gerði daufa
heyrandi, blinda sjáandi og mállausa
talandi.
Nalægt Madgeborg í einu þorpi fæddi
ein skraddarakona tvibura í heiminn,
hverjir saman voru vaxnir á nóflunum.
Næstu viku þar á eftir fæddi ein kona
til Ottenvald einninn tvibura í heiminn,
og var hvort um sig með karlmanns-
og konusköpun á sínum líkama (þ. e.
Hermaphroditón).
Til Wien var einn dómprestur skot-
inn í hel fyiir það, hann hafði lang-
varandi framiö sódómiska skömm með
sinum eigin þénara. Item var brendur
einn kjötmangarason, sem hafði likam-
lega samlagast einum kálfi. Einn keis-
arans músikant hengdi sig við háalt-
arið af vili og vondri samvisku.
i íslenska öliö
©
hefir hlotið einróma
lof allra neytenda,
fæst í öllum verslun-
um og veitingahúsum
Í Olgerðin
R
M Egill Skallagrímsson.
öl
©
Kaupið og útbreiðið „Storm“.
1*.
Anno 1040. Pann 24. Martii i
Efra-Langholti í Hrunamaunahreppi átti
ein kýr svo ó'skaplegan kálf, sem hér
fylgir eftir. Höfuðið var kringlótt sem
á sel en þó með langri trjónu, álíka og
svínsrani, með einni nös opinni og af-
langri, nærri upp í iniðjum skoltinum,
með löngum kjálkum og mjóum og
hvössum tönnum, engir jaxlar ofaniil,
kjafturinn tók upp gagnvart hlustunum
og voru þvi augun alla leið við kjait-
vikin, eyrun stór og loðin, tóku þau
hartnær ofan á miðja trjónuna fyrir
framan augun, bógarnir hartnærri kjálk-
unum; á milli bóganna á briugunni
voru fjórir spenar, hryggnrinn saman-
beygður í hlykki, út og inn á báðar
síður og svo samankreptur, að frá rófu
og fram eð eyrum var ekki lengra en
stutt spönn, rófan að lengd hálft þriðja
kvartil; lá hún fram á millum eyrn-
anna ofan eftir tijónunni, var hún
með bala sem á tvævetrn nauti; vömb-
in svo stór sem í veturgömli nauti og
þar eftir önnur innýfli; fæturnir mjó-
ir og stuttir sem á geit og voru rétt
handfang með klaufunum, höfuðið jafn-
stóit sem boluiinn, án lifrar og lungna
og hjarta, að þeirra meining er þetta
sáu.
13.
Anno 1049. Þann 28. febrúarii
burtkallaði guð vel og krUtilega þann
háeðla og náðuga herra kong Cnristian
4. á 70. ári hans aldurs, þá halði hann
vel og Iofsamlega stjómað Danmerkur-
og Noregsrikjum 52 ár.
Karlmanna-
Unglinga-
Drengja-
IfOtÍB. \
++++++++++++++++++++
*
*
♦
♦
*
♦
♦
*
♦
♦
*
*
♦
*
Eru komin í stóru úrvali. ♦
Hvergi ódýrari né betri en
í verslun
*
*
♦
i Ásg. í Guimlaugsson & Co. *
* ♦
*+*+*+++**++*++++**+
Til V. Knudsen
frá
Muslih-ed-din Sadi.
Tör Kadivenej Vin sin svage Mave byde.
Hvi straffer haardt han den, der gerne
Vin vil nyde?
Afbol'dende du ser den brave, gamle Kone
hun ej kan naa en Frugt fra Træets
Gren at bryde.
Til dómsnnálaráðherrans
frá
Bhartrihasi.
HafAu sljórn á fýsnum þinum, stund-
aðu þolinmæðina, láttu ekki blekkjast
af fölskum imyndunum, njóttu ekki
syndarinnar, talnðu sannleika, gaktu vegi
góðra manna, heiðraðu hina lœrðu, virtn
þá virðingarveiðu, reyndu að gera fjand-
inenn þína að vinum, láttu litið bera ó
kostum þinum, qcettu að mannorði þinu,
hafðu hiuttekningu nnð þeim ógæfu-
sömu. — Þannig fara göfugir menn að
ráði sinu.