Stormur - 19.07.1930, Blaðsíða 3
S T O E M U R
3
aðar- og Tímamönnum hefir verið og
er enn gegn andstæðingum sínum. Síð-
ar í þessari sömu grein rakti eg svo
nokkuð 'efni Iðunnar-greinar sr. Kvar-
ans til þess að sanna það, að þessi
rithöfundur liti ekki sömu augum á
íhald í þjóðfélagsmálum og þessir skrif-
finnar framsóknar og jafnaðarmanna-
flokksins.. — Hann teldi aftur á móti
tregdunci, jákvæðan en ekki neikvæð-
an eiginleika, hún væri blátt áfram
skilyrði allrar framsóknar, og að mesta
mein mannanna yfirleitt væri, hvað
þeir væri tregðu-„litlir“, óefagjarnir,
og léttir í sér.
Það er því þunginn, viðspyrnan og
festan í hugsanalífinu, sem Ragnar
Kvaran, samkvæmt þessari grein sinni,
virðist leggja mest upp úr. — Og því
er það, að hann telur það ekki rétt,
að allmargir menn, sem í tímarit og
blöð skrifa á íslandi, „séu að leita fyr-
ir sér að skýringum á sumum hinna
meiriháttar fyrirbrigðum mannlífsins
í ljósi eins eða tveggja orða. Þeir sjá
baráttu mannlegs lífs, sem togstreytu
millum framsóknar og tregðu“.
Nú segir sr. Kvaran, að eg hafi ekki
dregið réttar ályktanir út af grein
sinni, eða að minsta kosti ekki þær,
sem sér finnist að hún gefi tilefni til.
En hverjar eru þá þessar ályktanir
mínar ?
Þær eru ekki aðrar en þær, að ef
skriffinnar Framsóknarflokksins hafi
haft rétt fyrir sér í því, að meira
íhald væri í Sjálfstæðisflokknum, og
þeim flokki, sem fyr kendi sig við
þetta nafn, en í framsóknarflokknum
sjálfum, þá megi Sjálfstæðisflokkurinn
vel una því eftir að þessi grein sr.
Ragnars er fram komin. — Eg fullyrti
aftur á móti ekkert um það, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði meira af þess-
ari tregðu og viðspyrnu hugans en t.
d. Framsóknarflokkurinn, en eg ósk-
aði þess, að í framtíðarsögu þjóðar-
innar gerði flókkurinn sig frægan fyr-
Ir það að hafa sem minst af kvoðu-
kendu heilunum, „sem gripnir eru með
sjóvetlingum stóryrðanna og varpað í
viðeigandi tunnu“. — Aðrar ályktanir
en þessar gerði eg ekki af grein sr.
Ragnars Kvaran, en með því að benda
á bardagaaðferð andstæðinga íhaldsins,
sem aðallega hefir verið falin í því, að
reyna að telja þjóðinni trú um að þeir
menn væru svörtustu afturhaldsmenn,
sem hafa barist fyrir mannréttindun-
um og frelsi, eins og Bjarni heitinn
Jónsson frá Vogi, fyrir bættum sam-
göngum á sjó og landi, eins og for
ystumenn sjálfstæðisflokksins hafa á-
valt gert, fyrir byggingu fullkomins
skóla, eins og Sjálfstæðismenn hafa
gert með frumvörpum sínum um ménta-
skólann og samskólann, og fyrir efna-
legum og andlegum framförum þjóð-
arinnar á öllum sviðum, hlaut eg auð-
vitað óbeinlínis að verða til þess að
sýna fram á, að sr. Ragnar Kvaran
hefði með grein sinni, líka óbeinlínis,
viðurkent þann flokk sem hafði þá við-
spyrnu hugans, þá tregðu og þann
efa, að trúa ekki ölhtm þessum blekk-
ingum og lygum, enda þótt þær væru
kænlega fram fluttar og kryddaðar hug-
sjónagaspri, og eiginhagsmuna hvat-
irnar lcitlaðar hjá þeim sem vinna átti.
Og nú vil eg leyfa mér að spyrja
sr. Ragnar Kvaran: Getur hann neitað
því, að þetta hafi hann óbeinlínis gert
með grein sinni?
IV.
í athugasemdum sínum sýnist Ragn-
ar Kvaran vilja komast frá því lofi,
sem hann, að mínum dómi, bar á
Sjálfstæðisflokkinn í ,,Iðunnar“-grein
sinni, þott óbeinlínis væri, með því að
segja, að hann með orðinu „tregða“
hafi meint alt annað en „íhald“, eins
og líka tregðan sé, því að hún sé mun
skyldari öðru orði, „sem einnig" er
notað í pólitísku sambandi. Það er
vitanlega orðið róttækur“ (auðk. af
höf.). Og svo bætir hann við: „Rót-
tækir eru þeir menn nefndir, sem þá
tregðu hafa til að bera, að þeir sætta
sig ekki við neitt minna en að komast
fyrir rætur hvers máls. En eins og
kunnugt er, hafa róttækir menn og
íhaldsmenn ekki þótt eiga samleið.‘
Þessi skilgreining sr. Ragnars Kvaran
á orðinu róttækur, erlenda orðinu ra-
dikal, í pólitískum skilningi, mun nú
vera mjög hæpin. — Samkvæmt fastri
málvenju að minsta kosti, mun við
orðið róttækur eða róttækni ekki vera
skilið, að þeir menn, sem þann flokk
fylla, séu öðrum mönnum fremri í ró-
legri og skynsamlegri athugun hlut-
anna. Einkenni þeirra hafa ávalt ver-
ið talin þau, að vilja breyta og bylta,
og getur sú hneygð auðvitað oft staf-
að af rólegri yfirvegun og mati á því
ástandi, sem er og mun verða, ef
hreyfingin kemst á, en hún getur líka
oft stjórnast af tilfinningum einum
saman og gerir það oft. Róttækir menn
í pólitískum skilningi, geta því oft ver-
ið og hafa oft verið, ákaflega „tregðu“-
litlir í hugsun og viðnámslausir ein-
niitt vegna þess, að þeir höfðu ekki
þann dýrmæta eiginleika, sem Ragnar
Kvaran telur að sé, að efa.
Hitt má aftur á móti vel til sanns
vegar færast, að telja „tregðu“, eins
og Ragnar Kvaran skýrir hana í Ið-
unnar-grein sinni, skylda orðinu rót-
tækni. En þótt hugtakið í þeim skiln
ingi geti málfræðilega og hugsun-
arrétt þýtt mjög svipað og róttækni,
þá þarf það alls ekki að vera, að í
pólitískum skilningi sé hugtakið tregða
andstaða íhalds eða mjög fjarskylt því.
Sr. Ragnar vill að vísu halda því
fram, að íhaldsflokkar allra landa, að
minsta kosti utan Islands, hafi einkum
það einkennið, að halda fast — tregðu-
laust á hans máli — við venjur og
skoðanaháttu og ]>jóðfélagslegt skipu-
lag, án þess að þora að beita „tregðu-
ríkri rannsókn á verðmæti þess.“
Án efa er noltkur sannleikur í þessu,
en hann er naumast nema hálfur hvað
suma konservativa erlenda stjórn-
málaflokka snertir. — Það er að vísu
satt, að réttnefndir íhaldsflokkar allrá
landa eru fastheldnari við þær venj-
ur og það skipulag, sem hefir ver-
ið og er, heldur en aðrir flokkar venju-
legast eru. En einmitt sú fastheldni
getur stafað — og stafar oft, þótt
hún geti líka stafað af kjarkleysi í að
hugsa — af mikilli hugsun, miklum efa
og öflugum viðnámsþrótti, einmitt
þeim eiginleikunum, sem síra Ragnar
Kvaran telur réttilega að séu einhver-
ir bestu eiginleikar mannanna. Um
þann stjórnmálaflokk hér á landi, sem
eitt sinn nefndi sig íhaldsflokk og nú
kallar sig Sjálfstæðisflokk, er það að
segja, að hann á ekkert sameiginlegt
við kyrstöðu eða afturhaldsflokka er-
lendis og hefir aldrei haft. — Auðvitað
finnast í honum þröngsýnir menn og
kyrstöðugjarnir, en skoðun þessara
manna markar ekki og hefir aldrei
markað stjórnmálastarfsemi flokksins.
— Og sannast mála mun það, að ef
rannsökuð væri hjörtun og nýrun í
sjálfstæðisflokksmanni og framsóknar-
flokksmanni, þá mundu sennilega áhöld
um það, í hvorum flokknum væri meira
af hreinum kyrstöðu eða afturhalds-
mönnum.
Um jafnaðarmannafl. er það að segja,
að þeir eru ekki kyrstöðumenn hvað ]>að
snertir að þeir vilja breytingu, fra
því sem er, á skipulagi þjóðfélagsins,
en naumast verður það þó kölluð rót-
tækni í skoðunum að halda því fram
á Alþingi íslendinga 1930, að konur
geti sjálfar tekið á móti börnum sín-
um, eins og þær gerðu áður, en þess-
ari róttæku skoðun hélt þó þingmaður
Akureyrar — Erlingur Friðjónsson —
fram í vetur. Mundi nú Ragnar Kvaran
geta numið mikið af máli þessa rót-
tæka manns. — Og hver bræðranna
Guðmundur á Sandi eða Erlingur Frið-
jónsson mundi nú vera róttækari, ef
nákvæm rannsókn færi fram á heila-
frumunum?
Vér Islendingar erum venjulítil ])jóð
og traditíona-lítil, því miður liggur
mér við að segja. En af því að vér
erum það, þá getur hér ekki verið um
neinn stjórnmálaflokk að ræða, sem
hyllir gamlar venjur, hvort sem þær
eru góðar eða, ekki. Eitt af hlutverk-
um Sjálfstæðisflokksins á að vera að
skapa heilbrigðar venjur og traditionir
með þjóð vorri, svo að óskrifuðu boð-
orðin verði fleiri, en fækki þeim skrif-
uðu. — Þetta getur hann því aðeins
gert, að hann beiti tregðuríkri rann-
sókn á mati þess gamla og nýja, þess
innlenda og aðflutta.
Það er sannfæring mín, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi mest í sér af
þeim frumefnum, sem til þess þurfa.
En þau frumefni eru framar öllu öðru:
íhald, tregða, róttækni, efi — og þekk-
ing. Því held eg að sr. '\Ragnar finni
það, ef hann beitir tregðuríkri rann.
sókn á sína grein og mínar greinar,
að ályktanir mínar af Iðunnar-grein