Stormur


Stormur - 09.04.1932, Qupperneq 2

Stormur - 09.04.1932, Qupperneq 2
2 STORMUR Magnúsar Torfasonar. — Gifta þjóðarinnar er, að slíkar súlur standa dreifðar og lítið traust borið til burðarmagns þeirra. Þungur dómur. I einni eldhúsdagsræðu sinni hafði Ólafur Thors þessi ummæli um Jónas Jónsson, og kvaðst tilfæra þau orðrétt eftir Jóni Þorlákssyni: „Dómsmálaráðherrann gerir þær siðferðiskröfur til sjálfs sín, að vera ávalt skör lægri en sá versti, sem hann þekkir“. Þegar þess er gætt, að Jón Þorláksson er allra manna óáreitnastur og grandvarastur af öllum stjórnmálamönn- um vórum í dómum sínum um andstæðingana, þá er þetta þungur dómur um Jónas Jónsson. En enn þyngri er hann þó í raun og veru um þá, sem ábyrgð bera á þessum manni og öllum stjórnarathöfnum hans. „ósköp eru þeir eitthvað mæðulegir og bognir í bak- inu, framsóknarþingmennirnir", sagði frú, sem var stödd inni í herberginu innar af efri deild, þegar stjórnarskrár- umræðan fór fram. — Konuna hefði í raun og veru ekki þurft að furða á þessu, því að svo mikla sómatilfinningu hafa þó sumir framsóknarþingmennirnir haft, að þeir hafa blygðast sín fyrir ýmsa framkomu Jónasar, enda þótt þá hafi brostið þrek og manndóm til þess að losa sig við ósómann. Töpin hjá íslandsbanka. Eitt ráðið, sem Jónas Jónsson greip til, til þess að verja gripdeildir sínar á fé ríkissjóðsins var það, að romsa upp úr sér öllum töpunum, sem íslandsbanki hafði orðið fyrir á Gísla Johnsen, Sæmundi Halldórssyni, Stefáni Th. og Copland. — Hefir hann mörgum sinnum áður komið með þessa romsu alla í Tímanum, og var hún nú í engu frábrugðin, nema því, að hann rakti hvernig skuldir þess- ara manna hefðu aukist frá ári til árs. — En hann gætti þess ekki, að við þennan upplestur varð ýmsum það ljóst, sem ekki vissu það áður, að skuldir þessara. manna við bankann höfðu aðallega myndast eftir að framsóknar- stjórnin tók við völdum og Tryggvi Þófhallsson varð for- maður bankaráðsins. — Vopnið snerist því algerlega við í höndum hans og sýndi, að jafnt bankaráðsformanns- stöðunni, sem annarsstaðar hafði Tryggvi verið sama eft- irlitslausa og gagnslausa druslan. — Benti Magnús Guð- mundsson á þetta og gat hvorugur ráðherrann nokkru svarað. Lofið um Jóhannes. Þegar Tryggvi Þórhallsson reyndi að verja hina gíf- urlegu fjáreyðslu 1931, er gjöldin samkvæmt landsreikn- ingnum fyrir þetta ár komust upp í röskar 26 milj. kr. og urðu 16 milj. kr. meiri en áætluð voru á fjárlögunum, kom hann aðallega með þá afsökun, að mest af þessu fé hefði eyðst vegna hátíðahaldanna 1930, en jafnframt lauk hann hinu mesta lofsorði á, hvernig hátíðin hefði farið oss úr hendi og kvað það einna mest að þakka hinum ágæta formanni hennar Jóhannesi Jóhannessyni. f svarræðu sinni sýndi Magnús Guðmundsson fram á, með óhrekjandi tölum, að eyðslan vegna Alþingishátíðar- innar, hefði aðeins numið tæpri miljón króna og væri því að eins örlítill hluti af hinni óhæfilegu eyðslu þessa árs. En viðvíkjandi lofinu um Jóhannes sagði hann, að það kæmi nokkuð seint, því að eins og öllum væri kunnugt, hefði Tíminn og starfsbróðir Tryggva Þórhallssonar, eng- ann mann ofsótt með meira rógi en Jóhannes Jóhannesson. NEÐHNTflLOHR ÍSLIISHBH VðRDR Trawlbuxur Trawldoppur Vinnuskyrtur Oliusiðstakkar Oliubuxur Oliupils Olíusvuntur Sióliattar Nankinsfatnaður Sjóvetlingar Leóuraxlabönd Madressur Kústar og burstar allskonar Botnvörpur og hlutar í þær Þorskanet 16, 18, 20 og 22 möskva Uppsettar lóðir Lóðarstokkar Smokkönglar Snurpinótasigur- naglar Snurpinótablakkir Fiskigoggar Grunnloð Blýlóð, 3 stærðir fyrirliggjandi: Carbidlugtir ásamt framleiðara Bárufleygar (lýsispokar) Bjarghringsdufl Drifakkeri, 3 stærðir Segl fyrir skip og báta Fiskábreiður Bifreiðaábreiður Lúgupressingar Tjold, allar stærðir og gerðir Stangabaujur Lúgufleygar IFLIB ISLEHSKHH IBDHB! 0. ELIIHRSEH. i Sióklæðagerð • íslands. • FranleiAir: • ® Síðstakka, tvöfalda, úr © Talkumstakka, tvöfalda, úr lérefti. a ® Drengjastakka, tvöfalda, úr lérefti. ® Hálfbuxur, tvöfaldar, úr striga. @ ® Kvenpils, tvöföld, með tveimur smekkjum. © ® Kvenpils, tvöföld, úr striga. © ? Kvenkjólar (síldarstakkar). ® ^ Svuntur, tvöfaldar, úr striga. ® Svuntur, einfaldar úr lérefti. £ Kventreyjur, tvöfaldar, úr lérefti. ^ Karlmannatreyjur, tvöfaldar, úr lérefti. © Karlmannabuxur, tvöfaldar, úr lérefti. g*. © Drengjabuxur, tvöfaldar, úr lérefti. a © Sjóhatta (enska lagið). © Ermar, einfaldar, úr sterku lérefti. g © Vinnuskyrtur (,,Bullur“), úr striga. © # Ullar-síðstakkar (,,Doppur“). © ® Ullar-buxur (,,Trawl“-buxur). © ® Blá Nankins Vinnuföt („Overalls"). © • H.f. Sjóklæðagerð íslands. © Reykjavík. ---- Sími 1085. © Brunalyktin af óþverranum. Magnús Jónsson hóf hina snjöllu ræðu sína með því, að fagna yfir, að menn í tugþúsunda tali út um land gæti nú hlustað á ádeilurnar á stjórnina fyrir alla stjórnar- háttu hennar. — Kvað hann, að ef þess hefði verið kostur á undanförnum árum, að sýna þjóðinni til fulls, hvernig umhorfs væri í þessu stjórnareldhúsi, þá mundi þessa eld- hússdags ekki hafa verið þörf, því þá mundi stjórnin hafa verið brunnin upp til ösku í sínu eigin eldhúsi og ekkert annað eftir, en ólyktin, sem ávalt kemur, þegar óþverra er brent.

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.