Stormur - 17.02.1934, Blaðsíða 1
STORMUR
KlTBtJOn MogBHi maglRIBSOn
X. árg.
Laugardaginn 17. febr. 1934.
6. tbl.
Álagning áfengisverslunarinnar
14.000 — fjórtán þúsund flöskur af »White Lisborn« víni,
sem kosta um 13,700 — þrettán þúsund og sjö hundruð
— krónur án tolls — seldar fyrir 98,000 — níutíu og átta
þúsund — krónur. Álagningin því, ef tollur er ekki með-
reiknaður, 700 — sjö hundruð — prósent.
I.
„Tíminn“ og önnur blöð Framsóknarflokksins hafa
borið kaupmannastéttina látlausum rógi fyrir það, hversu
hún okraði á vörum sínum. Takmark, a. m. k. sumra af
foringjum þessa flokks, hefir verið það, að ganga af kaup-
mönnunum dauðum. Ekki hefir þó drengskapur og þor
þessara manna verið svo mikið, að þeir hafi ætlað sér
að leggja kaupmannastétt íslands að velli með heiðarleg-
um meðölum. — Með allskonar ódrengilegum aðferðum
og þjóðinni skaðsamlegum, hafa þeir reynt til þess að ná
þessu marki sínu. Þeir hafa komið á innflutningshöftum,
fengið einokaðar sumar vörutegundir og yfirleitt reyut
með öllu móti að takmarka athafna- og verslunarfrelsi
kaupmanna.
Þá hafa þeir og fengið löggjafarvaldið í lið með sér
og látið það samþykkja lög, sem veita kaupfélögunum
stórkostlegar skattaívilnanir og veitt þeim þar með stór-
kostlega bætta aðstöðu í samkepninni við kaupmenn.
Enn hafa þeir og lagt hina mestu stund á að ná fjár-
magni bankanna í sínar hendur, en útiloka kaupmenn frá
þvi. Hófu þeir í þessu skyni hina illvígustu og ósvífnustu
árás á annan aðalbanka landsins, Islandsbanka, og hættu
ekki fyr en að þeir komu honum á kné. — Hafa þeir nú
komið ár sinni svo fyrir borð í bankamálunum, að Sam-
bandið og kaupfélögin eru langsamlega stærsti skuldu-
nautur Landsbankans, en sá bankinn, sem verslunarstétt-
in hefir aðalviðskifti sín við, Útvegsbankinn, er hálflam-
aður og á í raun og veru alt sitt undir Landsbankanum.
í yfirstjórn bankanna, bankaráðunum, sitja svo for-
ráðamenn þess fyrirtækisins — Sambandsins —, sem
mest skuldar. — Og má segja, að slíkt sé svo mikið
hneyksli, að hvergi mundi líðast nema hér.
En þrátt fyrir alla þessa aðstöðu, hefir þessum svörnu
fjandmönnum kaupmanna og frjálsrar verslunar ekki
hepnast að standa yfir höfuðsvörðum kaupmannastéttar-
innar. — Enn þá munu kaupmenn hafa meira en helming
af allri verslun á lslandi, og enn þá — þrátt fyrir hinn
óhagstæða aðstöðumismun — standast þeir fyllilega sam-
kepnina við kaupfélögin um verð og vörugæði, og standa
þar jafnvel framar keppinautum sínum. Mun ekki of mælt,
þótt sagt sé, að langsamlega mestur hlutinn af landsmönn-
um mundi nú versla við kaupmenn, ef hann hefði frjálsar
hendur og væri fjár síns ráðandi í raunverulegri merk-
ingu. En eins og alkunnugt er, er mikill hluti bændanna
með hengingaról kaupfélaga-skuldanna um háls sér, sem
miskunnarlaust er herpt að hálsi þeirra, ef þeir reyna að
slíta sig undan ánauðaroki.hinna pólitísku böðla sinna.
II.
Það, sem þó hefir verið einna ógeðslegast í allri þess-
ari herferð Framsóknarforingjanna gegn frjálsu og heil-
brigðu viðskiftalífi í landinu, hefir verið öll hræsnin, sem
rógurinn og sjálfshagsmunirnir hafa verið vafðir í.
Öllu einokunar- og einkasölufarganinu hefir verið lætt
á undir því yfirskyni, að almenningsheill og þjóðarhags-
munir heimtuðu þetta. Og ef einhver maður hefir gerst
svo djarfur, að hreyfa mótmælum gegn öllum þessum ó-
sóma og ympra á spillingunni, sem ætti sér stað innan vé-
banda þessara fyrirtækja, sem klíka Jónasar og sósíalista
hefir stjórnað og lifað á, hafa þessir menn verið stimplaðir
föðurlandsféndur og eigingjarnir sjálfshyggjumenn.
Nýjasta dæmið af þessu tægi eru- árásirnar í blöðum
Framsóknarflokksins á Lárus Jóhannesson fyrir það, að
hann gerðist svo djarfur að róta upp í rekstri áfengis-
verslunarinnar og öllu því „svindli“, sem þar hefir átt
sér stað, síðan að Guðbrandur Magnússon varð forstjóri
hennar.
Lárus Jóhannesson á að vera vargur í véum, sem
reynir í eiginhagsmunaskyni að hafa fé af ríkissjóði, en
jafnframt er hinn ,,heiðarlegi“ og duglegi forstjóri Guð-
brandur Magnússon hafinn til skýjanna. Hjá honum á
ekkert að vera saknæmt. Hann á ekkert að hafa gert ann-
að en að reyna að afla fyrirtækinu og þar með ríkissjóðn-
um sem mestra tekna. — En fram hjá því er gengið, þótt
þessi maður hafi gert það með því að þverbrjóta öll lög
heiðarlegra viðskiíta og velsæmis, svo sem með því að
falsa vín, selja það í minni flöskum en tilskilið er, eða
kaupandinn gengur út frá, — auk þess að leggja á vínin
miklu meira en bæði löggjafinn, ríkisstjórnin og hann
sjálfur áleit að löglegt væri, þegar álagningin var gerð, þó
reynt sé með hæpnum lögskýringum — svo ekki sé meira
sagt — eftir á að verja álagninguna.
En til þess að almenningur sjái nú, hversu heiðarlega
þessi forstjóri hefir farið hér að í verslunaraðferð sinni,
skal aðeins skýrt frá einu atriði, sem í ljós hefir komið
við þá endurskoðun, sem leitt hefir af Lárusar-málinu, en
sem ella hefði sennilega aldrei orðið almenningi kunriugt.
Ætti þetta eina dæmi, sem er aðeins eitt af mörgum, að
verða nægilegt til þess að sýna, hversu ráðvandur ög heið-
arlegur sá grundvöllur er, sem Guðbrandur Magnússon
og pólitískir verjendur hans standa á í þessu máli.