Stormur


Stormur - 28.07.1934, Blaðsíða 1

Stormur - 28.07.1934, Blaðsíða 1
STORMU R Rttstjðri Msgnút Magrnússon X. árg. Laugardaginn 28. júlí 1984. 25. tbl. Ef ni: Ásgeir Ásgeirsson og nýja stjórnin. Ásgeir Ásgeirsson hefir stipið stærsta skrefið, sem íslenskur stjómmálamaður hefir stigið, og á honum hvílir þyngsta ábyrgðin. Erlendar fréttir: Ægilegt morð. — Rottur sýkja menn. —- Morðið á Schleicher. — Snarráðir þorp- arar. — Þegar Björason bað Karolínu. — Ógnir næstu styrjaldar. — Nautnir Dana. — Hvimleitt naut. — Fjárdrátt- urinn og spillingin í Rússlandi. — Hund- ar éta mann. Drög til mannlýsinga á ráðherrunum þremur. Ávarp til nýju stjóraarinnar. Nýja stjórnin Og r r Asgeir Asgeirsson. i. Þegar Ásgeir Ásgeirsson lýsti því yfir í vor, að hann byði sig fram sem ,,óskipulagðan“ Framsóknarmann, lá beinast við að skilja það svo, að hann stæði jafnvel öllu nær þeim framsóknararminum, sem Tryggvi Þórhallsson veitti forstöðu, og nefndi sig Bændaflokk. — Að þessi skiln- ingur lá beinast við, var ekki einungis þess vegna, að skipu- lagning eða sannfæringarkúgun Jónasar Jónssonar á flokksþinginu 1933 á Framsóknarflokknum var ein helsta ástæðan til þess, að Tryggvi Þórhallsson, Hannes og Stóra- dals-Jón gerðu ágreining í flokknum, sem olli burtrekstri tveggja hinna síðasttöldu — heldur og vegna þess, að mönnum virtist svo sem Ásgeir Ásgeirsson stæði nær þess- um mönnum í Framsóknarflokknum heldur en Jónasi Jóns- syni og liðsmönnum hans. — Virtist svo sem Ásgeir Ás- geirsson vildi fara heldur gætilega bæði í fjármálastjórn landsins og í öðrum efnum, og í raun og veru sýndist það svo á síðustu þingum, að það væri fremur lítið, sem skildi á milli Ásgeirs Ásgeirssonar og Sjálfstæðisflokksins í grundvallaratriðum stjórnmálanna, enda hafði hann unnið hieð þeim að lausn stærsta málsins — kjördæmabreyting- ^i’innar, og ennfremur var það vitað að samkomulag og Samstarf ráðherranna þriggja í stjórninni var hið besta. Það mun því engum hafa blandast hugur um, hverju ^egin Ásgeir Ásgeirsson mundi lenda ef Sjálfstæðisflokk- Urinn og Bændaflokkurinn hefði náð meiri hluta við nýaf- staðnar kosningar. Og mönnum blandaðist líka lítið hugur um það, að ef kosningarnar færu svo, að Sjálfstæðis- og Bændaflokkurinn fengi jafna þingmanna tölu á við rauðu flokkana og Ásgeir yrði lóðið í metaskálinni, þá mundi líka þetta lóð falla í vogarskál Sjálfstæðis- og Bændaflokksins. En svo var þriðji möguleikinn fyrir hendi, sá, að rauðu flokkarnir — socialistar og Jónasarliðið — kæmist í meiri hluta við þessar kosningar. — Það mun ekki of mælt, að við því bjuggust fáir eða jafnvel engir, en sú varð þó raunin á. Og þegar menn ræddu þenna möguleika sín í milli, þá skiftust nokkuð skoðanirnar um Ásgeir Ásgeirsson. Sumir héldu því fram, að Ásgeir Ásgeirsson mundi aldrei ganga erinda Jónasar Jónssonar og kumpána hans, bilið á millum hans og þeirra væri altof stórt til þess, ekki aðeins í stjórn- málaskoðunum heldur og í hugarfari og öllum lífsskoðun- um, en svo voru aðrir, sem höfðu ekki þessa trú á mannin- um eða staðfastleika hans og sögðu að hann mundi verða þeim megin, er betur hlési og byrvænlegar fyrir hann sjálf- an. Þessar voru þær bollaleggingarnar um Ásgeir Ásgeirs- son og stjórnmálaafstöðu hans á undan kosningunum 24. júní síðastliðinn. II. Og svo komu kosningarnar og þeim lauk svo, eins og kunnugt er, að rauðu flokkarnir fengu 25 þingmenn, en Sjálfstæðis- og Bændaflokkurinn 23. Hinn hárfíni, diplo- matiski, útreikningur Ásgeirs Ásgeirssonar brást því að því leyti, að hann varð ekki lóðið í metaskálinni — ekki maðurinn, sem alt valt á. En þótt þessi litla skekkja yrði á aðalútkomunni, sem varð vegna þess að hlutur prestsins en ekki bóndans 1 Skagafirði kom upp, þá stóðst þó útreikningur diplómats- ins að allmiklu leyti. Hann stóðst að því leyti að rauðu flokkarnir, þótt þeir að nafninu til hefðu meiri hluta og gætu myndað stjórn, gátu ekki án Ásgeirs Ásgeissonar verið svo framarlega, sem þeir áttu að koma nokkru máli í gegnum þingið. sem var andstætt vilja Sjálfstæðis- og Bændaflokksins. — Að mynda stjórn með svo veika að- stöðu var því í raun og veru óðs manns æði og hlaut að verða til þess að kjósendurnir sópuðust frá þeim. Þetta skyldi, líka jafnaðarmennirnir mæta vel og því lýsti Alþýðublaðið því þegar yfir, að ekki kæmi til mála, að jafnaðarmenn tækju þátt í stjórnarmyndun nema því aðeins að nægur meiri hluti til þess að koma málum fram í báðum deildum þingsins stæði að stjórninni. — Það valt því á Ásgeiri Ásgeirssyni — og honum ein- um —, hvort rauðu flokkunum var það mögulegt eða ekki að mynda stjóra. Og nú hófst samningamakkið við Ásgeir Ásgeirsson. Fyrst komu báðir rauðu flokkarnir sér niður á ,,planið“ og þegar nokkrir dagar voru liðnir frá samþykt þess tilkynti Alþýðublaðið að Ásgeir Ásgeirsson væri því samþykkur og gengi í málefnasamband með rauðu flokkunum. Og nú sögðu þeir, sem altaf höfðu alið á því, að póli- tíska trúarjátningin hjá Ásgeiri væri ekki sem ákveðnust, og að maðurinn hugsaði mest um sína eigin pólitísku skútu, að það væri nú komið á daginn, sem þeir hefðu löngum spáð, að Ásgeir hefði látið sannfæringuna út fyrir borð-

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.