Stormur


Stormur - 28.07.1934, Blaðsíða 4

Stormur - 28.07.1934, Blaðsíða 4
4 S T O R M U R eftirför, en; þorði að lokum ekki annað en láta þá komast undan af ótta við, að þeir myrtu annars þáða gislana. — Þeir láta sér ekki alt fyrir brjósti brenna þarna í Ameríku, og mikið megum vér, eða að minsta kosti bankarnir okkar, þakka fyrir á meðan að vér fáum ekki heimsókn af svona körlum, því að sennilega létu þeir sér ekki nægja að stela öllu gullinu, heldur stælu þeir Kaaber líka. f landi Staunings. Eftir að kjötinnflutningur frá Danmörku til Þýska- lands var takmarkaður, hafa Danir gripið til þess örþrifa- ráðs að brenna kjötinu af 1500—2000 nautgripum á viku hverri til þess að halda kjötverðinu uppi, en síðan greiðir það „opinbera“ bændunum verð fyrir kjötið, sem er aðeins nokkrum aurum lægra en markaðsverðið á 1. flokks kjöti. En það sem er öllu merkilegra er það, að nú hafa slátrarar 1 Kaupmannahöfn sent kæru yfir því, að besta kjötinu sé brent en 2. flokks kjöt sé haft til sölu. Ætli þau verði ekki eitthvað svipuð þessu bjargráðin til handa íslenska landbúnaðinum hjá nýju stjórninni vorri, þegar hún fer að „skipuleggja“ söluna á innlendu afurð- unum. — Vafalaust „passar“ stjórnin sjálf þó að eta 1. flokks kjöt. Þegar Bjömson bað Karolínu. Fyrir nokkrum árum stóð heilsa frú Karolínu Björn- son mjög tæpt og skrifaði þá Henrik Cavling ritstjóri „Politiken“ grein um hana, sem þó var ekki ætlast til að birtist fyr en að henni látinni. Grein þessi birtist nú í „Politiken“, er frú Karolina andaðist, og segir hún frá ýmsu úr lífi þeirra hjóna, sem fáum mun hafa verið kunnugt, enda var Cawling alúðar- vinur þeirra og mjög kunnugur á heimilinu. Þau Karolína og Björnson höfðu ekki lengi kynst, er þau feldu hugi saman og fundu að þau gátu ekki án hvors annars verið. Skömmu eftir að fundum þeirra bar saman í fyrsta sinn í Bergen, atvikaðist það svo, að þau fóru bæði til Þrándheims, þar sem Björnson ætlaði að leika. Á leiðinni urðu þau samferða tvö ein upp hlíð nokkra og fór þá þetta samtal fram á milli þeirra: „Eruð þér ekki þreyttar að fylgja mér ungfrú Reim- ert?“, spurði Björnson. „Nei, það er eg ekki.“ „Mundir þú aldrei verða það?“ „Nei.“ „Hér er hönd mín“. — Svo var það klappað og klárt. Þvotta Vindur, Rullur, Klemmur, Snúrur, Föt, Balar, Burstar, Urvalið mest! Verðið lægst! Verslun lóns Mrlarsonar. Vikuritið flytur skemtilegustu sögurnar. Næsta blað Maður og dýr. Það er mikill munur á manni og dýri — um það þarf ekki að efast — enda er líka mikill munur á því, að vinna manni eða dýri mein. — Danski rithöfundurinn og Græn- landsfarinn Peter Freuchen, skrifaði nýlega í „Politiken“ smágrein um þennan mikla mismun, og af því að það kemur fyrir enn hér á, voru landi að rolla — og það jafnvel fyrir framan augun á öllum dýravinunum hér í Reykjavík — hnígur út-af að vorlagi og fær ekki reist sig við a£tur, skal hér tekið örlítið upp úr þessari grein. Freuchen byrjar frásögn sín á því, að maður nokkur hafi lagt af stað með 8 spengrísir. Hafði hann þær allar í einum poka í lokuðum bíl. — Veður var mjög heitt, og þyrsti manninn ákaflega, staldraði hann því oft vjð og fékk sér svaladrykk — eða einhvern drykk — en um grís- irnar hirti hann ekki, þótt þær hrinu og bæru sig aumlega. Loks ofbauð einhverjum, sem urðu þessa varir, meðférðin á vesalings skepnunum og kölluðu lögregluna til, en þá voru fimm grísirnar dauðar, en þrjár aðframkom,nar. Lokaþátturinn, segir Freuchen, hafi svo auðvitað verið sá, að þetta mannræksni hafi fengið 15—20 króna sekt, en hafi svo getað eftir sem áður haldið því áfram að pína og kvelja bæði grísir og önnur dýr. Til samanburðar við þessa refsingu óþokkans, bendir kemur á mánudaginn. — I því birtist ávarpið til stjórnarinnar. svo Freuchen á, að maður, sem eitthvað verður brotlegur við umferðareglurnar, missi ökuleyfi í 5 ár, 10 ár, og jafn- vel æfilangt og maður, sem stelur smámunum, til þess að seðja hungur sitt eða sinna, hljóti þungan dóm og missi réttindi sín um ákveðið árabil eða jafnvel æfilangt. Að lokum stingur Peter Frenchen upp á því, að lög verði sett um það, að maður, sem sannur 'verður að sök um það, að kvelja dýr eða fara illa með þau, verði sviftur æfi- langt leyfi til þess að hafa skepnur undir höndum, og segist hann vita, að þúsundir manna muni taka undir þessa kröfu með sér. Vill nú ekki dómsmálaráðherrann vor væntanlegri, Hermann Jónasson, taka þetta til athugunar a. m. k. hvað ,,fiðurdýrin“ snertir. ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.