Stormur


Stormur - 15.08.1935, Blaðsíða 3

Stormur - 15.08.1935, Blaðsíða 3
STORMUR t í máli og skörulegur, og sást því mörgum yfir, að oft faldist lítið undir orðunum. Hann var vel að sér í þjóðlegum fræðum, sögu og ættvísi, en að þeim greinum hefir löngum þorri íslend- inga hneygst. Óhætt mun mega fullyrða, að Tryggvi Þórhallsson skildist svo við þenna heim, að hann bar ekki hatur eða óvild í huga til nokkurs manns og jafnvíst er það, að eng- inn bar það til hans. Sýnir það best hversu hjartalagið var gott, jafnmikill orustumaður sem hann var þó, og margt miður heillaríkt, sem af ævistarfi hans leiddi. Til gagns og gamans. I. í kaþólskum sið áttu menn að skriftast við og við, telja perstinum syndir sínar og ávirðingar, og fá síðan fyrirgefningu eða einhverjar skriftir eftir atvikum, svo sem þá lágu sakir til. Einum og einum var skriftað í einu og voru síðan leystir með lausnarvendi. Sérstakar skriftir héldust við fram yfir miðja 18. öld, þannig að presturinn talaði við hvern um sig, af þeim er til altaris gengu. En ekki mun það nú ævinlega hafa verið sérlega uppbyggilegt, sem prestarnir sögðu, og viðtökurnar svo eftir því. Halldór hét bóndi, er bjó í Tungu á Svalbarðs- strönd um og eftir miðja 18. öld. Einhverju sinni var hann til altaris með konu sína og börn, sem ekki er frá- söguvert. Á leiðinni heim fór svo fólkið að bera sig sam- an um þessa athöfn. Þá varð annari stelpunni að orði, að það hefði ekki verið fallegt, sem presturinn hefði sagt við sig, hann hefði altaf stagast á því að „brenna, steyta, steikja“. „Ja, hvað var það á móti því, er eg fékk“, sagði þá strákurinn, „því að það var ekkert annað en eintómt logandi helvíti“. Þá varð kerlingunni að orði: „Það er nú annars, held eg, óþarfi að vera að sækja þetta sakra- menti til prestsins. Eg held maður gæti eins fengið sér vínsopa og mjölhnefa í kaupstaðnum og búið til þessar kökur heima og etið þær og sopið svo vínið með, svo að maður þurfi ekki að vera að ganga á eftir þeim með það og fá svo skammir í tilbót“ .... II. Lengi var losalegt nokkuð siðferði karla og kvenna þessar heimatrúboðs-samkomur, einstaka persónum fanst að þær frelsuðust, en ekki hefir það nú orðið varanlegt, því vanalega eru á samkomunum 10—12 sálir, og dug- ar til samkomuhaldsins ein stofa hjá Guðjóni kaup- manni á Hverfisgötunni, en áður var stundum fullsett í Varðarhúsið; og í þessari stofu með eldhúsið fyrir inn- an er andaktin endurtekin þrisvar á sunnudögum og oft i vikunni endranær, og svo kynnist maður þessu frelsaða og trúaða fólki, talar við það um daginn og veginn, og hina og aðra meðlimi í hinum frelsaða flokki, og þá kemur það upp úr kafinu, að það er síst betra eða um- talsfrómara en fólk er flest, og eitt er nærri því sameig- inlegt hjá þessum þröngsýnu guðsdýrkendum, og það «r smáskítlegur innbyrðis kritur, oftast tilefnislaus, og megnið af því ekki umtalsvert, sem um er deilt. En þessi sanna og ógeðslega lýsing á heimatrúboðs- leikmönnum á sér engu síður stað um aðra |>röngsýna kreddudýrkendur, t. d. eins og Betaníu og Herinn, og er þó Hjálpræðisherinn allra verstur. í hinum öðrum flokk- unum er þó íslenskt fólk, sem vinnur fyrir sínu daglega brauði á heiðarlegan hátt flestalt. En í Hernum eru hér .á landi um tveir tugir útlendinga, sem lifa á skipu- lagðri snýkjustarfsemi, og lifa hátt sumir hverjir, með viðeigandi nætursvalli og brilliantine-greiðslu á morgn- hér á landi. Það var þegar á 12. og 13. öld og fór ekki batnandi, enda gengu biskupar og aðrir höfðingjar á undan með það athæfi, og það svo, að þeir heimtuðu jafnvel konur í sæng hjá sér, er þeir ferðuðust hér um land, eins og víkingar í heiðni, t. d. Smiður Andrésson og fleiri. Margir hinna kaþólsku biskupa og flestir prestar héldu frillur og brutu þannig heilög boð, og lágu litlar sektir vði; Barna-Sveinbjörn, prestur í Múla, átti þannig 50 börn, sem hann kannaðist við, og „hálfrefi" að auki; Sveinbjörn dó gamall 1489 og hafði vreið afficialis um 27 ár. — En lítið batnaði um, þó að siðaskiftin kæmust á og biskupar og prestar giftust. Max*teinn biskup átti 3 böm framhjá, Guðbrandur biskup eitt ,Oddur biskup tvö og Gísli biskup Oddsson eitt. Gissur biskup Einarsson ætlaði ekki að horfa í að giftast Guði'únu Gottskálksdóttur festarmey sinni, þótt hún félli í frillulifnað, og Gísli bisk- up Jónsson átti Kristínu Eyjólfsdóttur frá Haga, en hún hafði átt barn meðvGísla, bi'óður sínum, og ekki verið fyrir refsað. Frændsemisspell komu þá eigi sjaldan fyi'ir og þóttu ekki tilfinnanleg óhæfa, og lausung og hór- dómur með prestum var alltíður fyrst eftir siðaskiftin. Það var einhvei’nveginn einsog menn misskildu frelsi það, sem siðabótin hafði í för með sér, og sleptu svo við sig taumunum. Bannið var farið, og þá fanst mönnum þeir mættu leika sér. Fyrsta hórbrot kostaði þá presta þjón- ustu-missi um þrjá sunnudaga, annað um sex o. s. frv., en 1590 var þessi sekt tvöfölduð, en hórpi’estar þó settir af embætti um þrjú ár; en þá gátu þeir fengið uppreisn. Orðheppinn þmgmaður. Þar sem alþingismennirnir eru laukurinn úr þjóð- inni, lætur að líkindum að af vöi-um þeii’ra komi gull- vægar setningar, og á þetta sér auðvitað einkum stað, þegar þeir kveðja sér hljóðs á alþingi til þess að láta vilja sinn í ljósi í einhverju þjóðnytjamálinu, hér fara á eftir 2 setningar sem fram gengu af munni 2. þingmanns Noi’ðmýlinga á þinginu í vetur sem leið. Breytingartillaga kom þingm. á óvai't, þá sagði hann: „Hún kom eins og þjófur úr heiðskíru lopti“. Þingm. lýsti ástandi síhu, undir séi’stökum kringum- stæðum: „Eg var eins og milli heims og sleggju“. ana, og þetta og því um líkt er látið algjörlega óátalið af hlutaðeigandi yfirvöldum, þó að íslenskum mönnum sé neitað um gjaldeyri til nauðsynlegi'a útréttinga í næstu löndum, þá er ekki amast við því á neinn hátt, þc íslenska þjóðin sé látili eyða í framfærslukostnað útlendi'a Hjálpræðishermanna yfir 100 þús. kr. á ári, þesstra manna, sem hafa að yfirvarpi fyrir betli sínu skrumskældan guðsorðaflutning og greiðasölu, sem er styrkt ómaklega af viðkomandi bæjarfélögum, og er þess utan svo ómerkileg, að óvaldir íslneskir menn gætu leyst hana margfalt betur af hendi. Frh. Leiðrétting. Það mishermi er í greininni um Friði'ik Á. Brekkan í.21. tbl. „Storms“, er út kom 27. f. m., að Steinn Guð- mundarson böðull hafi verið langafi Friðriks. En svo var ekki. En Lilja Guðmundai’dóttir alsystir Steins og Sigga Skeggja var amma, móðurmóðir, Friði’iks Á. Brekkan. Hún átti Bjarna nokkurn að manni, en Ásmundur á Brekkulæk átti tvær dætur Bjarna og Lilju, hvora eft- ir aðra. Hétu þær Elinborg og Ingibjörg. Ekki veit eg hvor þeirra var móðir Fi'iðriks Á. Bi’ekkan. — Virðist mér það og engu skifta. Ritað 1. ágúst 1935. Egill. #

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.