Stormur


Stormur - 29.02.1936, Side 3

Stormur - 29.02.1936, Side 3
 Æ11 M ð O T 8 STORMUR • ........„„.8 ____________________________________' ■' ■' ,■■■ 5000 vinningar — 1 miljón og 50 þúsund krónur. FlmðS hier hhitur fær vinning. Vinningarnir eru úfsvars- og tekjuskatfsfrfálsir. Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum happdrættisins. Anna Ásmundsdóttir og Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, Vesturgötu 45, sími 2414. Einar Eyjóifsson, Týsgötu 1, simi 3586. , Elís Jónsson, Reykjavíkurveg 5, simi 4970. Helgi Sivertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen JÍansen, Laufásveg 61, sími 3484. . Maren Pétursdóttir, Laugaveg 66, sími 4010. Stefán A. Pálsson & Sigbjörn Ármann, Varðarhúsinu, simi 3244. í Ilafnarfirði: Valdimar Long, simi 9288. Verslun Þorvaldar Bjarnasonar, simi 9310. Káupið miða í dag. - Sjaldan hlýtur hikandi happ. Happdrætti Háskóla Islands Gamíar sagnír. Líflát Páís Jónssonar. „Páll Jónsson bjó að Skarði á Skarðsströnd . . eftir að Sólveig var dáin. (Hann var giftur Sólveigu dóttur Bjarnar ríka og Ólafar Loftsdóttur). Hann hafði fyrrum leitað sér kvonfangs norður, og leitaði Eiríkur í Álftanesi son Halldórs ábóta á Helgafelli í hinn sama stað, segja menn sú kona héti Akra-Guðný. — Enn er Páll kom í annað sinn og fekk jáyrði, ritaði harin á kirkjuþil stöku þessa: Þekkir þú ekki Val bjó í Mosdal, sauðunum stal. klippinginn hafði hann sér til þvengja. Öll skylcþ Valabörnin hengja. En er Eiríkur kom aftur og sá vísuna, fekk hann mesta fjandskap á Páli, því að forfaðir Halldórs ábóta hafði heitið Valeríanus. En er Páll lét flytja ölföng sín norður Sölvamannagöt- ur, kom þar Eiríkur og hjó niður alt ölið. Páll keypti öl aftur nyrðra og fekk konunnar; enn er hér var komið, það er mjög mörgum vetrum var seinna, og Páll fór nauðsynja erinda sinna út á Snæfellsnes á tólfæringi, lenti hann á Öndverðareyri í Eyrarsveit, og keypti þar hús, sem hann hvíldi í, því honum var uggur að umsátr- um Eiríks, og lét menn sína liggja týgjaða í skálanum framfrá, en lá einn í húsinu innra með skósveini sínum. Eiríkur var staddur á Helgafelli og frétti það, og fékk þegar með sér sextíu manna, en sumir segja ei fleiri en átján. Þar var Björn Þorleifsson, mágur Páls einn í að- förinni. Þeir komu um nótt til Eyrar og brutust inn. Fór Eiríkur fyrst upp á gluggan og spurði: hvort skolli vaeri inni? Páll mælti: Inni er hann og ekki hræddur, bið þú þess hann er klæddur. Þá tóku tveir af Eiríks mönnum hvern Páls manna og héldu, en Eiríkur og nokkrir sóttu inn að svefnherbergisdyrunum, er þá ljóst, að þeir hafa verið fleiri en átján alls, þótt þeir hefðu ei sextíu verið. Skósveinn Páls fékk læst og stóð fyrir dyrunum, meðan Páll klæddist, og komst í pansara og varði Páll dýrnar þá lengi, svo þeir gátu ekki aðgert og varð hann eigi sár snemma. Sá maður var með Eiríki, er áður hafði verið sveinn Páls, og hafði gefið honum sverð og hanska, sá sótti fast að. Páll mælti: Þú mátt ganga djarflegar að, því þú hefir á höndunum. Eftir það bugaðist Páll og féll um síðir, unnu þeir þá margir á honum, og gengu út síð- an. Þeir sendu inn prest einn til þess að veita honum aflausn og sakramenti, áður hann dæi, og sem prestur hafði lokið erindum sínum, spurði hann Pál að hvort honum mundi líft. Hann svaraði presti: líft mundi, væri fljótt um bundið. Prestur gekk út og spurðu þeir þá hinir, hversu Páli færi að? Prestur svaraði: Þér megið gera betur til við hann, ef þér viljið ekki síðar eiga hann yfir höfði yðar. Fóru þeir þá inn aftur og aflífuðu hann. Um sumarið eftir á Alþingi, kærði Guðni Jónsson, bróð- ir Páls, og aðrir frændur málið, og dæmdi Finnbogi lög- maður Jónsson, voru gjör manngjöld, og er sagt þau hafi mest verið gjör síðan eftir Njál og hafi lítið skort á tvenn tíu tygu hundruð, var þeim öllum, sem með Eiríki voru, dæmdur sá eiður, að ei hefðu farið til Eyrar með því hug- arfari að drepa Pál eður meiða, en X hundruð dæmd af hverjum er ei mátti vinna þann eið, og fimm hundruð af hverjum hinna, voru þeir allir dæmdir útlægir af Norð- urlöndum til páfans náðar samþykki dóminn Pétur Clau- sen hirðstjóri. Má af því sjá, að flest víg hafa þá fé bætt ver- ið, og var eigi undarlegt, þó þau væri mjög tíð í þann tíma, og miklu tíðari en frá er sagt. Fór Eiríkur og tveir aðrir í páfagarð til að útvega leyfi til landvistar. Eiríkur dó í Róm og fékk virðulegan gröft, annar dó í Þýska- landi, en einn kom út, sá hét Jón og var Hallsson.“ (Árb.). Katipíð STORM ÍBafoldarprentsmiðja h.f.

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.