Stormur


Stormur - 10.03.1936, Blaðsíða 2

Stormur - 10.03.1936, Blaðsíða 2
2 STORMUR óg jafnvel blátt áfram örbyrgð og hungur hjá þeim, sem að þeim standa. Og auk þess, hversu lítilf jörlegt tilefnið get- ur stundum verið, kemur það ög þráfaldlega fyrir, að þa'ð eru stundarhagsmunir einstaks manns eða einstakra manna — fjárhagslegir eða stjórnmálalegir — sem eru undirrótin að þessum ófögnuði, sem leitt getur bölvun og fjárhagslega eyðileggingu yfir hundruð og þúsundir manna. Ábyrgðar- lausir menn og óhlutvandir, en metorða- og valdasjúkir, standa iðulega að baki verkföllum og verksviftingu, og þeir geta hagnast, þótt þúsundir manna og alt þjóðfélagið tapi. Þá er og öllum augljóst, hversu öryggi þjóðfélagsins og þegnanna er traustara og betur borgið, ef mál þessi eru tekin undan hnefaréttinum, og fengin löglegum dómstólum í hendur til úrlausnar, sem báðir eða allir aðiljar eru skyld- ir að hlýða. — Liggur í engu falin jafnmikil hætta fyrir byltingu og innanlands styrjöldum og Sturlungaöld sem í vinnudeilunum, og þegar af þeirri ástæðu einni ætti lög- gjafarþingi hverrar þjóðar að vera það áhugamál, að koma sem bestri skipun á þessi vandasömu og afar viðkvæmu mál. — iýðsfélög landsins, og undirtektir þeirra verði svo að ráða um úrslit málsins. — Jafnframt eru svo verkalýðsfélögin úti um land látin mótmæla frumvarpinu, enda þótt meðlimum þeirra sé ekki efni þess kunnugt. Við þessari andstöðu sósíalistaforingjanna gátu raunar allir búist, sem þekkja innræti þessara manna og baráttu- aðferð til þess að hefja sjálfan sig upp. Hefir sú verið löng- um aðferð þeirra og mun lengstum verða, á meðan þeir mega sín nokkurs, að æsa verkálýðinn upp gegn vinnuveitendum og framleiðendum og skeyta því engu, þótt þeir baki honum með því stórtjón. í hjarta sínu munu því þessir óhappamenn, eða a. m. k. þeir ófyrirleitnustu, altaf verða á móti skynsömustu og réttlátustu lausn þessa máls, sem auðvitað er sú, að lög- legir dómstólar og vel skipaðir leysi þessi deilumál sem önn- ur, ef samkomulag ekki næst. En það er von margra, að verkalýðurinn sjálfur sjái, hversu aðkallandi og brýn lausn þessa máls er, og láti því enga Kaupa-Héðna villa sér sýn í því. — II. Frumvarp það, sem hér liggur fyrir, er mikill bálkur, 68 greinar, með ýtarlegum athugasemdum, og sem fylgi- skjal aftan við, eru prentuð lög og ákvæði, sem um þetta efni gilda á öllum Norðurlöndum. Hafa flutningsmenn stuðst við löggjöf nágrannaþjóða vorra, sem búin er að fá langa reynslu, og þó einkum Norðmanna, enda er lög- gjöf þeirra ýtarlegust. Ekkert rúm er til þess að rekja þennan bálk hér, en svo virðist sejn flutningsmenn frumvarpsins hafi lagt alla stund á, að hlutur hvorugra, vinnuveitenda eða verka- manna, yrði fyrir borð borin, enda er það framar öllu öðru nauðsynlegt, þegar skipa á málum þessum með lögum og íhlutun dómstóla, að fulls réttlætis og hlutleysis sé gætt. Um skipun vinnudómstólsins virðist t. d. eins hlutlaust og tryggilega umbúið, sem unt er, til þess að rétt úrslit fá- ist. — í dómi þessum eiga sæti fimm menn. Útnefnir Hæsti- réttur formann og tvo aðaldómara, stjórn Vinnuveitenda- félagsins einn, og stjórn Alþýðusambands íslands einn. Sýn- ist ekki önnur lausn betri en þessi, því að þess verður ávalt að vænta, að Hæstiréttur verði hlutlausari og réttsýnni í málum þessum en nokkur annar. Gamíar sagnír. Þorkell prestur í Skálholti. Er Stefán Jónsson var biskup í Skálholfi, var prestur þar einn er Þorkell hét. Hann og tveir menn aðrir létu smíða sér lykla að Skálholtskirkju, og stúku þeirri í henni, er þá var kölluð Stúdíum, og stálu þaðan gulli, silfri og klæðum, og enn öðrum hlutum, og urðu uppvísir að. Fanst hjá prestinum svo mikið gull og siífur í hálfunnum sjó- vetlingi, að ráðsmaðurinn bauðst til að taka það í ráðs- manns kaup sitt, og kvaðst mundi geía biskupi kvittun og var þó auki það er hinir tóku. Presturinn var skrýddur öllum prestabúningi og leidur inn að altari, þar er biskuh var og klerkar hans fyrir; síðan var allur messusöngur lesinn öfugur (að aftan og fram eftir) og hvert messu- klæði tekið af honum, eftir því, sem hann hafði verið ífærður við vígsluna; því næst var hann leiddur út fyrir kirkjudyr, og þanninn, ber ofan að lendarklæði, milli fjögra manna, er héldu honum, en síðan hreinsaðui’, að því er kallað var, með sópum af biskupi og tveim prest- um og kendi á þeim ótæpt.“ III. Þess hefði mátt vænta, að allir þingflokkarnir tækju þessu frumvarpi vel og ynnu saman að lausn þess, þegar á þessu þingi. — Sú sýnist þó ekki ætla að verða raunin á. — Sjálfstæðisflokkurinn mun að sjálfsögðu fylgja því í öllum aðalatriðum, og líklega meirihluti Framsóknarflokksins, og hinir tveir bændaflokksmenn. — Forsætisráðherrann, Her- mann Jónasson, tók málinu vel, er framsögumenn gerðu grein fyrir því, og þóttist því fylgjandi, enda hafa blöð hans gort- að af því, að hann væri sá fyrsti, s^m hreyft hefði nauðsyn þess, að löggjöf væri sett um þetta efni. — Eins og flest annað, sem þessi blöð herma, er þetta auðvitað lygi. — Fyrir mörgum árum síðan bauðst bjarni Jónsson frá Vogi mörgum árum síðan barðist Bjarni Jónsson frá Vogi fyrir því, að löggjöf væri sett um þetta, og mun hafa borið fram frumvarp þar að lútandi, sem ekki náði samþykki þingsins. __Meiri alvara eða einlægni er heldur ekki hjá forsætisráð- herranum en það, að hann mun ekkert kapp á leggja, að lausn þess fáist á þessu þingi, heldur vill skipa mílliþinga- nefnd í málið, sem sýnist vera gersamlega óþarft, þar sem við er að styðjast jafn-fullkomna og reynda löggjöf hjá frændþjóðum vorum. Fylgi íorsætisráðherrans — og fram- sóknarflokksins þá sennilega líka — virðist því all-loðið, enda þess að vænta, þegar þess er gætt, hver afstaða sósíalista á þingi til frumvarpsins er. En öll sólarmerki benda til þess, að hún muni ætla að verða hin fjandsamlegasta. Hefir Héð- inn lýst því yfir, að mál þetta verði að bera undir öll verka- Stefán biskup elskaði mjög og iðkaði lærdóma; var það dagleg iðja hans að lesa, rita og kenna öðrum. —' Stefán biskup var mjög settur í framgöngu og líferni og lifði ströngum lifnaði eftir kristnra manna reglum. Hann drakk aldrei mjöð eða vín eða áfengan drykk svo mik- inn í senn, að á honum sæi alla þá stund hann var biskup- og át aldrei kjöt nema á stórhátíðum, jóladegi, páskum og hvítasunnu. Hann át aldrei hvítan mat nema á sunnu- dögum og reið aldrei hesti skeið. — Eigi var hann við konu kendur. Jörundur prestur. Stefán biskup sendi eitt sinn prest þann er Jörundu’- hét til þess að lesa bannfæringar brét yfir Bim1 Guðnasyni í Ögri, en prestur varð að flýja fyrir heitingun1 Bjarnar og háns manna inn í hálfkirkjuna á Súðavík. Ögraði þá Björn honum dauða með stórum heitingum, svo hann treystist eigi til að haldast léngur við í kirkjunnn Síðan greip Bjcrn hann og hans fylgdarmenn undir a' _ verka prísund, lét rífa og skera af honum klæði öll binda síðan, og tvo menn híða hann, þar til þeir vou' yfirkomnir, þá fékk Björn til hinn þriðja er Loftur hét og var Guðmundsson, og var sá tveggja maki að a og er hann tók til mælti prestur: Lin eru höggin þín laufc1 Loftur. Var honum svo vel við, að fyrri mundi hann dauða þola, en láta á sér heyra. Sá Björn þá að hann

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.