Stormur


Stormur - 07.08.1936, Blaðsíða 3

Stormur - 07.08.1936, Blaðsíða 3
STO E M UR 3 Þegar Ólafur Tryggvason kom til Noregs, til þess ■að vitja ættleifðar sinnar, réði Hákon jarl þar ríkjum og var orðinn illa þokkaður af landslýðnum. Hákon sat að veislu að Meðalhúsum í Gaulardal, þegar Ólafur lenti skipum sínum við Agðanes. Hann sendi þræla sína eftir Guðrúnu, sem kölluð var Lundasól, kona Orms á Lyrgju, og ætlaðí hann að ^gg'ja hana í rekkju hjá sér, eins og þá var háttur hans við tignar konur og fríðar. Ormur vildi ekki lausa láta konuna, en safnaði liði og fór að Hákoni. Honum barst öjósn af för Orms og vildi leynast fyrir honum. Fór hann ttieð þræli sínum, er Karkur hét í hellir þann, er síðan er ^allaður Jarlshellir. ,,Þá sofnuðu þeir, en er Karkr vaknaði, þá segir hann draum sinn, at maðr svartr ok illilegr fór hjá hellinum ok hræddist hann þat, at hann myndi innganga, en sá maðr sagði honum at XJlli var dauðr, jarl segir honum at Erlendr myndi drepinn. (Þ. e. Erlendur sonur jarls, sem Ólafur Tryggvason drap um það leyti sem Kark dreymdi drauminn). Enn sofnar Þormóðr Kark öðru sinni ok lætr illa í svefni, en er hann vaknar, segir hann draum sinn, að hann sá þá enn sama mann fara ofan aftr, ok bað þá segja jarli, at þá voru lokin sund öll. Karkr segir jarli drauminn; hann grun- aði, að slíkt myndi verða fyrir skamlífi hans. Síðan stóð hann upp og gengu þeir á bæinn Rimul; þá sendi jarl Ka:fk á fund Þóru, hún var ein af unnustum Jarls, eins og Snorri kallar það), bað hana koma leynilega til sín, hon gerði svá ok fagnar vel jarli, bað hana að fela sig, um nokkurra nátta sakir,, þar til er bændr ryfu samnaðinn ,,Hér mun þín leitað verða“, segir hon, um bæ minn bæði úti og inni, því at þat vita margir, at ek mun gjarna hjálpa þér, alt þat er ek má, einn staðr er sá á mínum bæ, er ek myndi eigi kunna at leita slíks manns, þat er svínabæli nokkut“, þau komu þannig til mælti Jarl: ,,hér skulu vér um búask, lífsins skal nú fyrst gæta“. Þá gróf þrællinn þar gröf mikla ok bar í brot moldina, síðan lagði hann þau viðu yfir. Þóra segir jarli þau tíðindi, at Ólafr Tryggvason var kominn utar í fjörðinn, ok hafði hann drepið Erlend son hans. Síðan gekk Jai’l í gröfina ok báðir þeir Karkr en Þóra gerði yfir með viðum, ok sópaði yfir moldu ok ryki ok rak þar yfir svínin, svínabæli þat var undir steini einum miklum. Nokkru síðar kom Ólafur konungur og bændur á Rimul í leit eftir jarli. Leltuðu þeir hans en fundu eigi. Ólafur átti þá húsþing með bændum úti í garðinum, stóð hann upp á steini þeim hinum mikla, er þar stóð hjá svínabælinu. Lét Ólafur svo um mælt ,,að hann myndi bann mann gæða bæði fé ok virðing, er Hákoni jarli yrði að bana“. „Þessa ræðu heyrði jarl og Korkr. Þeir höfðu ljós hjá sér. (Jarl mælti: ,,hví ertu svá bleikr en stundum svartr sem jörð, er eigi þat, at þú vilir svíkja mik?“ „Eigi“, segir Karkr. „Vit várum fæddir á einni nótt“, segir jarl, „skamt mun ok verða milli dauða okkar. Þá fór Ólafr konungr á brott er kvöldaði, en er náttaði, þá hélt jarl vöku yfir sér, en Karkr sofnaði ok lét illilega. Þá vakti Jarl hann og spurði, hvat hann dreymdi. Hann segir: „ek var nú á Hlöðum ok lagði Ólafr kon- ungr gullmen á háls mér“. Jarl svarar: „Þar mun Ólafr láta hring blóðrauðan um háls þér, ef þú finnur hann, vara þú þik svá, en af mér muntu gott hljóta, svá sem fyrr hefir verið, ok svík mik eigi“. Síðan vöktu þeir báðir, svá sem hvárr vakti yfir öðrum, en á móti degi sofnaði jarl og brátt lét hann illa, ok svá mikit varð at því. at jarl skaut undir sik hælunum ok hnakkanum,- svá sem hann vildi upp rísa, ok lét hátt ok ógurlega. En Karkr varð hræddr ok felmsfullr ok greip hníf mikinn af linda sér ok skaut gögnum barka jarls ok skar út ór. Þat var bani Hákonar jarls. Síðan sneið Karkr hofuð af jarli ok hljóp á brot ok kom eftr um daginn inn á Hlaðir ok færði hofuð jarls Ólafi konungi, hann segir ok frá þessum atburði um ferð irþeirra Hákonar jarls, sem nú var áðr ritit. Síðan lét Ólafr konungr leiða hann á brot ok höggva höfuð af“. (Auðk. hér). Stormur lætur lesendum sínum eftir að gera þann samanburð, sem þeim best líkar á viðskilnaði þeirra Há- konar og Karks og Jónasanna tveggja, og eins að leiða getum um það, hvort skamt muni verða á milli „dauða“ þeirra Jónasanna eða eigi. Landvættir Islands. i. Á ríkisstjórnarárum Haraldar Gormssonar, bar það við, að skip, er íslenskir menn áttu, fórst við Danmörku, en Danir tóku upp féð alt og kölluðu vogrek. Fyrir þessu verki stóð briti konungs, sá er Birgir hét. Til hefnda fyrir þetta var það í lög sett á íslandi, að yrkja skyldi níðvísu fyrir nef hvert á landinu um konung. Haraldur konungur, sem var steigurlætismaður allmik- ill en ekki vitur að sama skapi vildi hefna þessa níðs á íslendingum og hugðist að fara herferð til Islands. Honum þótti þó vissast að hafa einhverjar spurnir af landinu og þjóðinni áður og sendi því fjölkunnugan mann til íslands. — Segir Snorri svo frá för sendimanns Haralds konungs og þeim viðtökum, er hann fékk hér: „Haraldr konungr bauð kungum manni at fara í hamförum til íslands ok freista, hvat hann kynni segja honum, sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landsins, þá fór hann vestr fyrir norðan landit. Hann sá, að fjöll öll og hólar váru fullir landvættum, sumt stórt en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vápnafjörð, þá fór hann inná fjörðinn ok ætlaði á land at ganga. Þá fór ofan úr dalnum dreki mikill ok fylgdu honum margir ormar, pöddr ok eðlur, ok blésu eitri á hann; en hann lagðisk í brot ok véstr fyrir Eyjafjörð; fór hann inn eftir þeim firði, þar fór á móti honum fugl svá mikill .at vængirnir tóku út fjöllin beggja vegna, ok fjöldi annara fugla bæði stórir ok smáir. Brátt fór hann þaðan ok vestr um landit ok svá suðr á Breiðafjörð ok stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti honum griðungr mikill ok óð á sæinn út ok tók at gelta ógurlega; fjöldi landvætta fylgdi honum. Brátt fór hann þaðan ok suðr um Reykja- nes ok vildi ganga upp á Vikarskeiði. Þar kom í móti honum bergrisi ok hafði járnstaf í hendi ok bar höfuðit hærra en fjöllin ok margir aðrir jötn- ar með honum. Þaðan fór hann austr með endi- löngu landi, — „var þá ekki, segir hann, nema sandar ok öræfi ok brim mikit fyrir utan, en hafi svá mikit millim landanna, segir hann, at ekki er þat fært langskipum“. Þá var Brodd-Helgi í Vopnafirði, Eyjólfr Valgerðarson í Eyjafirði, Þórðr gellir í Breiðafirði, Þoroddr goði í Ölfusi“. Mintist Haraldur ekki á för sína til íslands, er hann hafi heyrt frásögn hins ,,kunga“ manns. II. Árið 1936 sendi Kristján hinn X., konungur í Dan- mörku, ,,kungan“ mann til íslands til þess að forvitnast um hug Islendinga til afkomenda sinna. Hann ko mfyrst að landi í Reykjavík, sem þá var höf- uðstaður Islands.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.