Stormur


Stormur - 07.08.1936, Blaðsíða 1

Stormur - 07.08.1936, Blaðsíða 1
STORMUR gyt*., f»* i WwSQOrí XII. árg. Reykjavík, 7. ágúst 1936. 22. tbl. Instinkt Jðnasar Þorbergssonar. - Þegar rotturnar yfirgeía skipið. - Hákon jari og Karkur þræll. i. Það er gömul sögn á meðal sjómanna og talin algild- Ur sannleikur, að rottur yfirgefi skip, sem er komið að bví að farast. — Skýringin á þessu einkennilega fyrir- brigði hlýtur að vera sú, að einhvernveginn finni nagdýr- !ð það á sér af meðfæddri eðlishvöt sinni, að nú sé hætta í vændum og tekur því þann kostinn að yfirgefa forðabúrið, sem það hefir í lifað í allsnægtum svo jafnvel árum skifti, °g orðið feitt og bústið af kræsingunum, sem það hámaði í sig með fremur óráðvandlegu móti. II. Það er margt líkt með skyldum, segir máltækið, og fcví er að vonum, að margt sé líkt með mönnum og dýrum, Pví að líklega er þar fremur stigs en eðlismunur á milli. — Svo er og um eðlishvötina eða instinktið. Sumir menn eða mannkindur virðast hafa hana á mjög háu stigi, Jafnvel eins þroskaða og rottan hefir, þegar hún yfirgefur skipig. Aðrir hafa hana aftur á móti mjög litla, og er PVí að líkindum líka svo varið um vissar dýrategundir, og sennilega er eðlishvötin líka mjög mismunandi hjá ein- staklingum innan sömu dýrategundar, svo að ein rottan h d. finnur það á sér, sem önnur finnur ekki. III. Ein af þeim skepnum, sem virðist hafa mjög þroskaða e<51ishvöt, vera þefvís, eins og það stundum er kallað, ^egar um mannskepnur er að ræða, er útvarpsstjórinn °kkar Jónas Þorbergsson. Þegar klofningurinn varð í Framsóknarflokknum um arið og Tryggvi Þórhallsson sagði skilið við hann og flest- lr betri menn flokksins, bjuggust andstæðingar Framsókn- ai"flokksins yfirleitt við því, að helmingur eða meira af *ramsóknarflokknum myndi fylgja Tryggva Þórhallssyni. u£ það var von, að menn byggjust við þessu, því að öll rök 0g heilbrigð skynsemi mælti þar með. Það var að vísu svo, að margt og mikið mátti að iryggva Þórhallssyni finna sem stjórnmálamanni og mis- ^kin höfðu orðið mikil hjá honum, en allir, sem til þektu jssu, að það var Tryggva Þórhallssyni ósjálfrátt en ekki Ja»frátt og stafaði fyrst og fremst af meðfæddum brest- ^1 í skapgerðinni eða skapfestunni. Hitt vissu menri líka hinn vondi andi, sem ofmjög hafði ráðið gerðum hans ^r Jónas Jónsson, og því vonuðu menn, þegar aðskiln- toinn varð á millum þesara tveggja manna, og stefna £ einkenni hvors fyrir sig komu aðgreind í ljós, að allur 0rrinn af kjósendum Framsóknarflokksins hefði þann oska og góðleik að fylgja þeim manninum að málum «i betri var og málstað þeirra einlægari. En bjartsýnin ^ trúin a nianngildi og þroska alls þorra kjósenda Fram- narflokksins, varð sér hér til skammar. Langsamlega , ri "lutinn fylgdi hinum verri manninum, og einn af uöi meiri hluta var Jónas Þorbergsson. Nú má auðvitað um það detia hvort það hafi fremur verið eðlishvötin heldur en innrætið, sem varð þess vald- andi, að Jónas Þorbergsson fylgdi þeim, sem sigurinn hlaut. Hefir hugur hans sjálfsagt meir staðið til þess að fylgja hinum verra manninum og hinum verra málstaðn-, um, en það hefir þó verið eðlishvötin sem úrslitunum réði, því að ella hefði hann svikið sinn lánardrottinn og sagst í lið með þeim, sem eðlisávísunin sagði, að meira' mundi hljóta fylgið. í þetta sinn mun því bæði innræti og eðlishvöt hafa átt samleið hjá Jónasi Þorbergssyni og var hann að því leyti hepnaði en Pálmi Loftsson. — Innrætið sagði honum að fylgja Jónasi en hugboð hans var það, að Tryggvi Þórhallsson myndi sigra. Hann sagði sig því úr Fram- sóknarflokknúm og gekk í Bændaflokkinn, og varð fyrir þessi „svik" sín að ganga undir jarðarmen og þola sektir stórar, því að annars var um stöðumissi að ræða. IIIL Sama óbrigðula „instinktið" fylgdi Jónasi Þorbergs- syni við síðustu kosningar. Öllum heilbrigðum mönnum kom þá ekki annað til hugar en að Sjálfstæðismenn og Bændaflokkurinn myndi bera sigur úr býtum. Hnigu öll rök að því. En það fór samt svo, að þeir sigruðu ekki og Jónas Þorbergsson hélt áfram að vera í meiri hlutanum og öruggur með sín 15—20 þús. kr. árlegu laun. Alla þessa stund hafði hinn hlutlausi útvarpsstjóri hins hlutlausa útvarps verið einn hinn harðvítugasti flokksmaðurinn í liði Framsóknarinnar, og það er enginn efi á því að Jónas Jónsson hafði á honum einna mestan trúnað af öllum sínum flokksmönnum. Mundi Hriflu-Jón- as sennilega hafa falið sig varðveislu nafna síns enn ör- uggari en Hákon fól sig Karki, ef svo hefði borið undir, að hann hefði þurft á því að halda. — Var líka full von til þess, að Jónas Jónsson teldi nafna sinn öruggan í trún- aðinum, því að hann hafði gert meira fyrir hann en flesta aðra af liðsmönnum sínum og hafið hann uppúr ör- birgð og umkomuleysi til auðs og nietorða. Trúnaður nafna hans hélst líka óbreyttur að kosn- ingunum afstöðnum, og á síðastliðnum vetri var ekki ann- að sjáanlegt en útvarpsstjórinn yrði altekinn af þakk- lætistilfinningu til matgjafa síns, því að þá ritaði hann geysilega langan og harðsnúinn greinaflokk í Nýja Dag- blaðið, sem síðar birtist í Tímanum, er hann nefndi „Á rekafjöru Morgunblaðsins". (1 Tímanum hét greinin: „Á rekafjörum íhaldsins", en var annars samhljóða að efni til). Þegar útvarpsstjórinn skrifaði þessa grein í Nýja Dagblaðið var ástand þess hið hörmulegasta, og ber grein hans, hvað ritfimi snerti, langt af því, sem þá hafði birst í blaðinu um langan tíma.' En til þess ætluðust auðvitað engir, að með satt mál væri þar farið, enda ekki hægt að gera flokknum annað en ógagn með því.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.