Stormur


Stormur - 26.09.1936, Blaðsíða 3

Stormur - 26.09.1936, Blaðsíða 3
STORMUR S Mcðgftngut kvenna. Bréf mag. Brynjólfs Sveinssonar, um aðskiljanlega tímalengd, sem konur kunna með börn að ganga, á móti hvat- skeytilegum eiðum, sem margir bjóða, hvert alþingis bók þess árs innskrifast skyldi. Anno 1651. Góða og fróma sæmdarmenn, sem þessi orð sjá, lesa 'Sða heyra, sérdeilis dómara þessa stiptis vorn erliga lög- ^nann, sýslumenn, lögréttumenn og þá aðra dánumenn, «em hér vilja eftir taka, vil eg undirskrifaður þeim góða -guði, föður og hans eingetnum syni, vorum endurlausn- •ara, og heilögum anda, til hins allra besta befala fyrr •ug síðar. Hérmeð erlegir menn, elskulegir vinir, yður aug- lýsandi, að oft og ósjaldan merki eg fram koma og fram komið hafa fyrir yðar dóma þau legorðsmál, að l>eir karlmenn, hverjum legorðin verða kend og á hend- Ur borin af barnsmæðrunum, þá neita þeir ekki hold- legu samræði við konurnar, en sverja af sér börnin, all- ■einasta sumir tímalengd nokkra tilgreinandi, sumir ekki, •og því líkir eiðar verða gildnir teknir og haldnir, svo þar fyrir aukast oft vandræði þau síðan í kristilegri kirkju, ■að kennimennirnir vita varla úr að ráða, þar barnsmæð- •urnar halda fast á sínu svari og segja þar öngvum vera til að dreifa, nema þeim einum, sem fyrir barnið en ekki verknaðinn sór. Því hefi eg nú ekki alls fyrir löngu tekið mér fyrir hendur að ráðgast um við þá fornu náttúrlegs barns- burðar eðlis ransakendur, bæði spekinga og læknara viljandi forvitnast um, hversu þeir fyrri menn hafa hald- ið vera háttað um náttúrlegan kvenna barna meðgöngu- tíma. Og með því mér virðist hér með eiga ei einasta prestarnir vegna aflausnarinnar, heldur einninn verald- legir dómarar vegna eiðatektanna, hverjar þeir dæma og meðtaka, sem eg hjá hávitrum náttúruspekingum fund- ið hefi, svo allir guðhræddir dómendur viti sig varlega í þvílíkum dómum og eiðatektum að halda, þá sérhverjum vanvitringi og óbljúgum dára ekki aleinasta lýðst og leyfist, heldur þar á ofan af dómmönnum dæmist þau börn, er þeim tvímælalaust á hendur segjast, af sér at sverja fyrir lítils tíma sakir, hvern þeir sjálfir tiltaka, þar þeir þó ekkert af vita sjálfir, nema þess sultar tíma mis- munar vegna megi þeir vera og séu réttir og sannir feð- ur að þeim börnum, sem þeir í þann máta af sér sverja, og sverja því rangan óvitaeið. Þar fyrir, að þvílík sálar hætta og vandræði mætti bæði af andlegum og verald- legum fyrir guðs hjálp og tilhlýðileg meðul afstýrt verða, þá vil eg yður framleiða nokkrar greinar úrhávitra manna bókum um kvenna fósturs meðgöngutíma, óvissa og að- skiljanlega, þó náttúrlega og eðlilega, eftir því sem hjá þeim sjálfum skrifaðir finnast i sínu tungumáli, og sér- hverja á vort tungumál útleggja til almennilegs skilnings og undirstöðu. Fyrst skrifar hér um sá hálærði læknir Hippokrates í þeirri bók, sem hann hefir skrifað um sjö mánaða barn. Sjö mánaða barnburðir verða að liðnum 182 dögum, og þar til einum hluta af degi. Framvegis ráðleggur hann að trúa hér til frómra kvenna sögn og framburði, en þær munu, segir hanm, ætíð svara og segja sig mega fæða bæði 7. og 8. og 9. mánaða burði. Hæc Hyppokrates. Item Aristoteles um eldi dýranna í sjöundu bókar 14. grein: Hin önnur dýrin gera með einu móti fullkominn tíma, því þeim er settur einn qg hinn sami tími, en mann- eskjunni margir, því bæði gerast þar 7, 8 og 9 mánaða burðir og 10, sem oftast. Nokkrir taka og umfram tíi hins 11. svo márgir, sem nú fæðast fyrir 7 mánuoujú, þeirra má enginn lifa, en þeir 7 mánaða burðir veri.i ælir hið fyrsta, en þó of veikir. Þar fyrir í*eifa menn þá í ullu. Hæc Aristoteles. Kaupið Storm! HAFIÐff HUGFAST — NOTID RÉTTA ÞYKT AF OLÍUM Á BIFREIÐ YÐAR. „SINGLE SHELL" SMURNINGSOLÍAN REYNIST BEST AÐ VETRARLAGI. SHELL SMURT ER VEL SMURT

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.