Stormur


Stormur - 30.10.1936, Blaðsíða 2

Stormur - 30.10.1936, Blaðsíða 2
2 STORMUR Er Haraldur orðinn heimskari en Hermann? Þegar stjórn sú, sem nú situr að völdum, var mynd_ uð, gerðu menn sér helst vonir um, að Haraldur myndi ekki vekja stórhneyksli með framkomu sinni. Þessar vonir bygðust á því, að Haraldur var kunnur sem talsvert slyng- ur ræðumaður, og var auk þess vanur samkvæmislífi kaffihúsanna og þeim kurteisisreglum, sem þar gilda. En þetta hefir farið á annan veg. Hermann og Ey- steinn geta hælst yfir því, að Haraldur standi þeim í engu framar, hvorki vitsmunum eða mannasiðum, heldur jafn- vel skör lægra. Hefir þessi ráðheira socialistanna blátt áfram orðið að athlægi fyrtr heimsku sína og framhleypni, og sumar stjórnarathafnir hans hafa verið eitthvert mesta hneykslið, sem framið hefir verið í ráðherrastól, og er þá langt til jafnað. Hér skal slept að minnast á hin tvímælalausu stjórn- arskrárbrot þessa ráðherra, sem gerð hafa verið að um- talsefni áður hér í blaðinu. Ekki skal heldur rifjað hér upp aftur hin hneykslanlega framkoma ráðherrans við setningu Háskólans, þegar hann hagaði sér eins og götu- strákur, sem enga mannasiði kann. En afskifti hans af málefnum Vestmannaeyjakaupstaðar eru hvorttveggja í senn svo hneykslanleg og hlægileg, að einsdæmi mun vera í sögu allra landa nú á tímum. Hneykslanleg eru þau að því leyti, að hann skipar mann til að framkvæma rannsóknina, sem áður hefir verið formaður bæjarstjórnar, sem kærð var fyrir þessum sama ráðherra, og borin sökum um stórkostlega víta- verða stjórn á málefnum kaupstaðar síns. Var kæra þessi svo rökstudd, sem framast mátti verða, og hefðu því' for- ráðamenn bæjarfélagsins, eða meiri hluti þeirra, hlotið að sæta þungri refsingu, ef rannsókn hefði fram farið og dómur gengið um sakarákærurnar. — En þessari kæru stakk ráðherrann undir stól, af því að flokksmenn hans áttu í hlut, og vægði þeim þar með við fjárútlátum og sennilega fangelsi. — En þennan sama mann, formann hinnar seku bæjarstjórnar, skipar hann síðan til þess að hafa á hendi rannsóknina yfir bæjarstjórn Vestmanna- eyja, eða meiri hluti hennar. — Mun slík ráðstöfun og þessi algert einsdæmi í íslenskri réttarfarssögu, og er ekkert sennilegra en að við því megi búast bráðlega af þessum ráðherra, að hann skipi einhvern fangann á Litla- Hrauni fyrir setudómara í Árnessýslu, eða til þess að taka sæti í Hæstarétti í forföllum einhvers hinna föstu dómara. En hlægileg er framkoma ráðherrans að því leyti, að þegar rannsókn þessa kærða manns er lokið, og hann hefir ekkert refsivert fundið hjá hinum pólitísku and- stæðingum sínum, skrifar ráðherrann bæjarstjórn Vest- mannaeyja bréf, og skorar í því á hana að koma bænura sem fyrst út úr kreppunni! Ráðherrann, sem sjálfur sér enga leið út úr þeirri kreppu, sem öll þjóðin og landið er í, sem hann stjómar, skorar á eina bæjarstjórn að koma bæjarfélaginu úr krepp unni — kreppu, sem hann og flokksmenn hans hafa átt drýgstan þátt í að steypa þessu bæjarfélagi, eins og öðr- um í. Og 10 kflómetra frá þessum skoplega heimska ráðhema er bæjarfélag, þar sem flokksmenn hans ráða, og alt er í syndandi kafi í óreiðu og „svindli“. Og nokkurra klukkustunda siglingu í vestur frá Reykjavík, þar sem flokksmenn þessa ráðherra ráða lögum og lofum. er alt í sömu niðurlægingunni og horfellinum. — Og nokkru lengra í austur frá ráðherranum er þriðja bæj- arfélagið, sem ráðherrann er þingmaður fyrir, sem naum- lega hefir sér til málungi matar, og ríkissjóður hefir orð- ið að hlaupa undir bagga með og styrkt með stórum fjárframlögum. Vita menn yfirleitt dæmi, til, að nokkur maður, sem til mannvirðinga hefir komist, hafi gert sig jafn átakan- lega skoplegan og þessi ráðherra jafnaðai’mannanna hefii' gert sig með þessu bréfi sínu? Hvað segir Jón Baldvinsson, sem bæði er skynsamur maður og kýminn um þenna flokksbróður sinn? Finst honum ekki ástæða til að skifta um ráðherra á næsta þingi og setja Harald í eitthvert vandaminna embætti t. d. að hafa eftirlit með siðsemi kvenna á kaffi- húsum bæjarins. sviphreipni, og það væri Jónas frá Hriflu. í þeim manni sagðist hún halda að ekkert óhreint eða ilt væri, en hann væri dálítið undarlegur í háttum sínum, að því er fólk segði, og hefði gaman af því að vera á sveimi í kringum sum hús í bænum, þegar myrkt væri orðið. — Líka væri sagt, að hann borgaði vinnukonum fyrir það, sem aðrir menn fengju ókeypis hjá þeim, og það merkilega væri, að sumir menn legðu honum þetta út til lasts. Hún sagðist lengi hafa verið í hú«á, þar sem Jónas hefði oft komið og hlustað á hann tala. Málrómurinn væri einlægur og ein- arðlegur, og aldrei hefði hún heyrt hann tala illa um nokkurn mann, heldur leggja alt út á betra veg. — Hún sagðist ekkert skilja í því, að sá maður skyldi ekki altaf vera ráðherra, en líklega hefði hann þó verið best fallinn til biskups, ef hann hefði lært til prests. Eg hefi aldrei, sjálfur séð Hriflu-Jónas, því að eg varð að fara með hundinn minn til hreinsunar í það eina sinn, sem hann kom hér í sveitina og hélt pólitískan fund. Eg get nú hugsað mér, eftir því að dæma, sem þú hefir stundum sagt um þennan mann, Stormur minn, að hér beri þér og kaupakonunni minni eitthvað á milli, og auðvitað get eg engan dóm lagt á það, hvort ykkar hefir réttara fyrir sér. t næsta bréfi ætla eg svo að skýra þér frá dálitlu fleiru, sem kaupakonan mín sagði mér við sólarlagsbil. Vertu svo blessaður, Stormur minn. Þinn einl. Ingimar Ingimarsson. Kveðja. Jónas Jónsson bílstjóri sendi h.f. Nafta, sem Einai' Olgeirsson stjórnar, þessa kveðju í Nýja dagblaðinu fyr- ir skömmu: Svo að vélin gangi greitt og gefi bílnum krafta. Skilyrðið er aðeins eitt, að olían sé frá Nafta. Hafið það í huga fast, hvað sem aðrir kjafta. Bílstjórarnir blessa mest, bensínið frá Nafta. Hún mun verða eitthvað svipuð þessu, kveðjan, sem Hriflu-Jónas sendir Einari Olgeirssyni og kommúnistuh- um, þegar líður að næstu kosningum, þótt hann og stjórn- arsinnar afneiti kommúnistum nú, sem kröftuglegast. En ef til vi.ll er líka þessi Grjótheima-Jónas og Hrifl11" Jónas sama persónan. — Rithátturinn er að minsta kosti talsvert svipaður hjá báðum.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.