Stormur - 14.02.1938, Qupperneq 1
STORMUR
Ritstjóri Magnús Magnússon.
XIV. árg. Mánudaginn 14. febrúar 1938. 4. tölublað.
KLÚSIGiR STIÖRRMÁUNNl.
Spillingin í liði rauðliðanna.
Verður þingrof og
I.
Á meðan aðflutningsbannið var í almætti sínu og menn
drukku pólitúr, glussa, landa, hármeðal og steinolíu, kom
það stundum fyrir, að fégjarnir menn og óprútnir gerðu til-
raunir tií þess að smygla áfengi inn í landið. Stundum hepn-
aðist þetta, en stundum ekki. Það, sem venjulega varð þess
valdandi, að tilraunin mistókst, var, að smygiararnir urðu
sundurþykkir, grunuðu hvern annan um græsku og óhlut-
vendni, og að einn ætlaði að bera meira úr býtum en honum
bar. Það voru þverbrestirnir í skapgerð þessara manna, sem
tortryggninni ollu. Þeir voru venjulegast sjálfir óheilir, og
það illa, sem þeir hugðu öðrum voru þeir sjálfir reiðubúnir
til að gera, ef tækifæri gafst. — Því fór sem fór. Lögreglan
komst á snoðir um smyglunina. Mennirnir voru teknir fastir,
játuðu brot sitt, voru dæmdir í sektir og fangelsi, en vínið,
sem þeir ætluðu að verða ríkir á, var gert upptækt, og farið
með það í fangahúsið. — Sumt af því rann síðar niður í
sendiherra og annað stórmenni, sumt hvarf með óskiljan-
legum hætti, en sumu heltu þeir Pétur Zophoníasson og Felix
Guðmundsson niður í skolprennu Skólavörðustígsins, og var
sagt, að þyrstir menn hefðu sötrað það þar; en aðallega voru
það þó rotturnar, sem fengu sér glaðan dag.
II.
Á Sturlungaöldinni, þegar hnignunin í siðgæðislífi þjóð-
arinnar er að hefjast, og höfðingjar þjóðarinnar hættu að
hafa hinar „fornu dygðir“, drengskapinn, vinfestuna og orð-
heldnina í heiðri, átti nokkuð sama sér stað í félagslífi smygl-
aranna. Þá var algengt, að þeir menn, sem mest manna-
forráð höfðu og stjórn héraða og landsins höfðu með hönd-
um, gerðu félag með sér, sætu að veislum hver hjá öðrum og
tengdust. En undir þessu vináttunnar yfirskyni fólst flátt-
skapur, ódrenglyndi og sviksemi. — Sumir höfðingjanna, sem
sátu veislu Gissurar á Flugumýri og töluðu fagurt við hann,
vissu, að brátt myndu eldstungurnar leika um hann og heim-
ili hans. Svona gífurleg voru óheilindin og ódrengskapurinn.
— Og af þessari meinsemd siðgæðisins leiddi afsal landsins
í hendur erlendum konungi. — Þverbrestirnir í skapgerð for-
ystumanna þjóðarinnar gerðu íslensku þjóðina ánauðuga í
fullar sex aldir. — Svona dýrt getur það orðið þjóðunum,
þegar þær fela mönnunum, sem fyrirlíta „fornar dygðir“,
forsjá mála sinna.
III.
Það er þessi hugsunarháttur smyglaranna og siðleysi
Sturlungaaldarinnar, sem hefir komið átakanlega glögt í ljós
oýjar kosningar?
i viðskiftum kommúnista og jafnaðarmannaforingjanna í
síðustu bæjarstjórnarkosningum hér í Reykjavík. — Á und-
an þeim gera foringjar beggja þessara flokka kosninga-
bandalag, enda þótt hvorir trúi öðrum illa, eins og smygl-
ararnir. Þeir gera þetta bandalag í þeirri von, að þeir geti
unnið bæði fjárhagslega og pólitískt á því. Takmarkið er, að
ná völdum í Reykjavík, höfuðborg landsins, og láta þar greip-
ar sópa um eignir þeirra manna, sem með atorku og forsjá
hafa orðið sjálfbjarga menn. Hér á að koma á sama fyrir-
komulaginu eins og í Hafnarfirði og á Isafirði. Gjalda mönn-
um fyrir vinnu sína með gulum og bláum pappírssnifsum í
stað peninga, stofna bæjarútgerð, sem hleður á sig hundruð-
um þúsunda og miljóna króna skuldum með ótal forstjórum
og allskonar starfsmönnum, sem auðga sig vel á fyrirtækinu
og lifa eins og Austurlanda furstar. Það á að gera Reykja-
vík að borg Óskars Jónssonar og Finns Jónssonar og annara,
sem fara jafn ráðvandlega með almenningsfé og þeir.
En þessi tilraun mistekst eins og tilraun smyglaranna.
Ástæðurnar til þess eru margar. Ein þeirra er hin sama og
hjá smyglurunum. — Forystumennirnir tortryggja hver ann-
an og væna um fláttskap og óheilindi. En meirihluti borgara
Reykjavíkur eru þroskaðir menn, sem láta ekki blekkjast af
fagurgala og blekkingum þessara manna, sem í tíu ár hafa
hlaðið á sig bitlingum og háttlaunuðum störfum, en ekki
staðið við nein af þeim loforðum, sem þeir gáfu.
Hlutur foringjanna verður því svipaður og smyglaranna.
í stað þess að ná í fé og völd og auka við sig mannaforráð-
um, bíða þeir hinn herfilegasta ósigur og missa svo hundr-
uðum skiptir af liðsmönnum sínum yfir til andstæðinganna.
Hlutur þessara föllnu manna verður engu betri en smyglar-
anna. Þeir eru að vísu ekki dæmdir í fjársektir, en þeir eru
dæmdir af almenningsálitinu — kjósendunum — og sumir
þessara manna eiga sér tæpast viðreisnarvon í opinberu lífi
þjóðarinnar.
IV.
En þegar kosningarnar eru afstaðnar kemur það í ljós,
að þessir menn, sem í kosningabandalaginu voru, hafa verið
haldnir af sama siðleysinu og fláttskapnum eins og hinir
spiltu ribbaldar Sturlungaaldarinnar. Og svo gersneyddir eru
þessir menn allri blygðunartilfinningu, allri tilfinningu fyrir
sínum eigin heiðri, að það eru þeir sjálfir, sem afklæða hvern
annan frammi fyrir allri þjóðinni og sýna henni, að þeir eru
allir slegnir kýlum pólitísks saurlifnaðar og spillingar.
Það er áreiðanlega einsdæmi í stjórnmálasögu íslands,
að tveir flokkar í kosningabandalagi skuli daginn eftir að