Stormur - 08.08.1939, Side 4
4
STORMUR
Eg hafði mjög lítið að gera og lá í bókum. Las eg
nú mikið ljóðmæli Einars Benediktssonar og fekk þá
flugu í mig, að nauðsynlegt væri vegna alþýðumenning-
arinnar, að eg héldi fyrirlestur um skáldskap Einars, bæði
á Blönduósi og fram um sveitir. — Fékk eg leyfi til þessa
fyrirlestrahalds hjá sýslumanni, sem brosti að, og kallaði
mig „prófessorinn". Ekki vildi eg eiga það á hættunni, að
birta nú þessar skýringar mínar á kvæðum Einars, en
allmikið barg það við heiðri mínum, og aflaði mér jafn
vel mikils hróðurs hjá sumum, að eg hafði lesið ritgerð
um skáldskap Einars eftir Guðmund Finnbogason, sem
birtist í „Skírni“, og stal eg þaðan svo sem ég mátti, en
reyndi þó að breyta dálítið til um orðalag. En þetta fyrir-
lestrahald mitt vakti hina mestu eftirtekt, og stóðu sumir
í þeirri meiningu, að eg væri einhverjum undragáfum
gæddur.
Frú Lucinda, kona Gísla, var mesta ágætiskona. Hún
var mjög vinnusöm og sat við tóvinnu alla daga. Nú kom
henni það til hugar, þar sem hún vissi, að eg hafði mjög
lítið að gera, að láta mig hjálpa sér til við tóskapinn, og
átti eg að kemba fyrir hana. Eg kveið þessu ákaflega,
því að eg var orðinn vanur frjálsræðinu, en þorði ekki í
móti að mæla. — Ekki bætti það úr skák, að stúlkurnar
stríddu mér mjög á þessu, og „gottuðu" sig yfir, að eg
skyldi settur á kvennapallinn. Nokkra daga hafði eg mig
undan þessu með því, að vera dunda úti, en loks komu
sterngileg boð frá frá frúnni, um að eg ætti að byrja. —
Þorði eg nú ekki að óhlýðnast, og var eg settur á stól við
hlið frúarinnar og fengin ull og kambar. — Sýslumaður
gekk framhjá í þessu, leit til mín glottandi og sagði:
„Eruð þið nú búnar að gera kvennmann úr prófessorn-
um“. — Skammaðist eg mín nú hálfu meira en áður og
braut heilann um, hvernig eg fengi mig leystan úr þess-
ari prísund. Alt í einu datt mér ráð í hug: — Eg byrjaði
að kemba, en ýtti kambinum alltaf til baka aftur, svo að
ullin kembdist ekkert og lét svo þenna lopa, eða hvað
það var, við hliðina á stólnum, og hrúgaðist þetta mjög
upp. — Frúin var mjög nærsýn og sá því ekki vinnu-
brögðin. Þegar eg hafði kembt nokkra stund, gekk Gísli
aftur um og leit á hrúguna. Honum mun hafa þótt hún
grunsamlega há, því að hann þreifaði á henni, og sagði
svo við konu síná: „Mikinn afbragðs kembingarmann
hefir þú fengið þarna góða mín“, og gekk svo burtu. —
Þegar frúin var búin með sínar kembur, ætlaði hún að
byrja á mínum, og þreif eftir einni, en þá varð aðeins
fyrir henni einhver flókahrúga, en engin kemba. Frúin
varð alveg orðlaus dálitla stund en sagði síðan, að eg
mætti fara, hún hefði séð, að eg vildi gera þetta, en eg
væri sá dæmalaus klaufi, að það væri ómögulegt að nota
mig til þess. — Hefi eg ekkert hrós fengið um dagana,
sem hefir glatt mig meira en þessi áfellisdómur frúar-
innar, en þegar Gísli sá mig, hvíslaði hann: „Þarna varstu
brögðóttur Maggi“.
Gísli sýslumaður var hið mesta ljúfmenni og gleði-
maður, enda mjög vinsæll af héraðsbúum. — Hann var
starfsmaður mikill, manna gestrisnastur og hinn mesti
höfðingi heim að sækja. — Hann og kona hans urðu fyrir
þeirri sáru raun að missa fjögur börn á unga aldri, sem
voru einhver þau fríðustu og yndislegustu börn, sem eg
hefi þekt, en þetta mótlæti og annað, báru þau með hinni
mestu karlmennsku.
í síðasta tbl. misprentaðist í greininni um Vatnsdalinn,
að Jón á Hofi hafi verið tíu ár gangnastjóri, en hann var það
í fimmtíu ár.
Næst síðasti söludagur í 6.
flokki er í dag, þriðjudag.
Gleymið ekki miðum yðar.
HAPPDRÆTTIÐ.
Hið íslenska Fornritafélag.
Nýtt bindi er komið út:
Vatnsdælasaga
Hallfreðar saga, Kormáks saga, Hrómundar þáttr
halta, Hrafns þáttr Guðrúnarsonar.
EINAR ÓL. SVEINSSON gaf út.
• Verð kr. 9,00 og kr. 16,00 í skinnbandi. Fæst hjá
bóksölum.
Aðalútsala:
Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar.
Kol og koks
Nægar birgðir ávallt fyrirliggjandi.
Verð og gæði hvergi betra.
Kolasalan s.f.
Reykjavík,
Símar: 4514 & 1845.
Ríó-katfi
aíltaf fyrirliggjandi.
Þórður Sveinsson & Co.
Isafoldarprentsmltlja h.t.