Stormur


Stormur - 09.12.1939, Page 1

Stormur - 09.12.1939, Page 1
STORMU R Ritstjóri: Magnús Magnússon XV. árg. Laugardaginn 9. desember 1939. 33. lölublað. leremíasarbréf. Reykjavík, í desember 1939. Gamli kunningi! Eg gat þess í síðasta bréfi mínu til þín, að eg ætlaði að minnast nokkru nánar á grein Jónasar Jónssonar í 135. tbl. Tímans, 21. nóv. s. 1. Grein þessi er í raun og veru stórmerkileg, því að í henni ræðst form. Framsóknarflokksins grimmdarlegar á stjórn- málastefnu sína og flokks síns á undanförnum 15—20 ár- um heldur en nokkru sinni hefir verið gert í blöðum and- stæðingaflokksins — Sjálfstæðisflokksins. Hér skal ekki úr því skorið, hvort'Jónas talar hér af ein- lægni eða ekki. Margir, sem allmikil kynni hafa af mann- inum, fullyrða, að um einlægt afturhvarf sé að ræða hjá honum, iðrunin sé fullkomin og einlæg, eins og hjá trú- uðum manni á dauðastundinni, sem lifað hefir misjafnlega í skjóli trúar sinnar, en treystir því nú ekki lengur, að trúin ein geti gert hann sáluhólpinn. En þeir eru líka til, sem segja, að um sáralitla hugar- farsbreytingu sé að ræða hjá manninum, heldur sé hér að- eins um gamla aðferð að ræða, sem maðurinn er mjög leikinn í — aðferðina að blekkja alþýðuna, treystandi því, að hún sé óminnug á atburði liðinna ára, og hafi illa fylgst með því, sem var í raun og veru að gerast í stjórnmálun- um og þjóðlífi voru. Og loks eru svo enn. þeir til, sem segja, að fyrir Jónasi Jónssyni vakti með þessari grein, og öðrum, sem í svipuðum dúr hafa verið, að gera framsóknarstjórnina óvinsæla, síðan hann fór úr stjórninni. — Koma því inn hjá almenningi, að með komu Hermanns í hana, hafi höggormurinn skriðið inn í þann Edens-aldingarð, sem Jónas Jónsson var að rækta á árunum 1927—1931. — Hefir lengi leikið orð á því, að litlir séu kærleikarnih með þeim Herm'anni og Jónasi, enda er það ekki nema að vonum, eins og skapi beggja er farið> og eins og atvikin eru, sem lágu til þess, að Hermann varð forsætisráðherra en ekki Jónas, enda þótt það væri í raun og veru hann, sem kosningasigurinn vann, og ætti því samkvæmt öllum þingræðisreglum að verða forsætisráðherrann. En látum nú liggja á milli hluta, hver af þessum þremur skýringum muni vera réttust á hinni furðulegu grein Jón- asar, en athugum nú lítillega greinina sjálfa, til þess að sjá, hversu flengingin er miskunnarlaus og næstum því ,,sadistisk“, sem Jónas gefur sér og flokk sínum. Látum nú Jónas sjálfan tala með því að taka upp fáeinar glepsur úr grein hans. Hann segir meðal annam: . Þjóðin er í heild sinni fátæk en hefir látið leiðast til að leggja megináherslu á, að fá styrk frá öðrum. Fjárlög landsins eru ein samfeld keðja af styrkjum til allra atvinnu- vega og allra stétta“. „ . . . En inn í þessa þróun (þ. e. þróun atvinnuveganna) hefir ormur alhliða styrkveitinga skriðið og nagað stofn- inn . . . Menn fá undanþágu á sköttum til að koma upp lögvemduðum iðnaði. Menn fá styrki til þess að eignast báta, styrki til að byggja hús og rækta jörðina, styrki til að kaupa landbúnaðarcélar, sem eru látnar liggja undir klaka og snjó að vetrinum. Að lokum fá menn styrki fyrir að verða gamlir, fyrir geðveiki, kynsjúkdóma, brjóstveiki og í kaupstöðum fyrir að nota eitthvað af meðulum“. „ . . . Hugur þjóðarinnar hefir hvarflað frá framleiðsl- unni að störfum við innivinnu með föstu kaupi“ . . . „En afætur þjóðfélagsins hafa verið margar og dýrar. ^Þeim verður að fækka. Það verður að skjóta slagbrandi fyrir hin opnu hlið, þar sem lingerðir menn hafa um stund sitt fram með háværar kröfur og í fullkominni þrjósku um að bjarga sér sjálfir, öðruvísi en með því að vera bornir á herðum annara . . .“ Hann er harður og miskunnarlaus þessi dómur formanns Framsóknarflokksins um stjórnarfar framsóknar- og jafn- aðarmanna á undanförnum 12 árum, en hann er réttur, svo réttur, að Jónas Jónsson hefir aldrei sagt sannara á æfi sinni. Það voru framsóknar- og jafnaðarmennirnir, sem í inni- legri samvinnu hófu styrkjapólitíkina hér á landi, sem ef til vill meira en nokkuð annað hefir gerspilt þjóðinni, dregið úr henni kjark og dáð til þess að bjargast af eigin fram- taki og ramleik, og blátt áfram gert fjölda manna að óráð- vöndum fjárdráttarmnönum, sem hafa með ýmsu móti haft ranglega fé út úr ríkissjóði, og þar með mergsogið athafna- mennina, sem börðust áfram á eigin spýtur og eyddu bæði fé sínu og atorku til þess að standa straum af útgjöldum ríkissjóðsins, sem svona herfilega var misnotaður af póli- tískum glæfra- og æfintýramönnum, sem hugsuðu um það eitt, að ná handa sjálfum sér fé og völdum. ' Því verður aldrei hrundið, og engin þjóðstjórnarflatsæng fær yfir þann sannleika breitt, að rauðliðastjórn undanfar- inna 10—12 ára var stofnuð á styrkjum, bitlingum og mút- um, og á þessu þrennu nærðist hún alla tíð. Það eru „ormar" framsóknar og jafnaðarflokkanna, sem hafa nagað stofn íslensku þjóðarinnar á undanförnum ár- um, og mrgir þessara onna eru nú orðnir svo bústnir og feitir, að ánamaðkar bestu frjómoldarinnar íslensku þola við þá engan samanburð. Það er satt hjá Jónasi Jónssyni, að „afætur“ þessara flokka hafa verið bæði „margar og dýrar“. og það er líka rétt hjá honum, að þessum „afætum“, þessum ormum, sem liggur við að springa af offylli „verður að fækka“. Það er öllum vitanlegt, að fjöldi manna í þessum tveim flokkum — manna, sem ekkert hafa til ágætis sér, en eru aðeins gráðug sníkjudýr — hafa auk hárra fastra launa, ýmiskonar bitlinga, sem hlaupa á mörgum þúsundum króna hjá hverjum einstökum. Sumir þessara manna hafa ekki nema 6—7 þúsund krónur í föst laun, en með öllum bitl- ingunum eru laun þeirra 12—15 þúsund krónur. Á þessa menn er hlaðið ótal störfum, og afleiðingin verður svo sú, að þeir rækja ekkert þeirra sæmilega, og sum þeirra láta þeir aðra vinna fyrir sig og borga þeim einhvern vesalan hluta af því, sem þeir sjálfir fá fyrir ekki neitt. Framsóknarmenn, svo tugum skiftir, hafa þyrpst utan af •

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.