Stormur - 23.02.1940, Blaðsíða 2
2
STORMUR
Ferðasaga
Frá Dettifossi var haldið eins og leið liggur niður
raeð Jökulsá og niður í Axarfjörð. Er leiðin mjög fögur
þegar niður eftir dregur, lyng og kjarrgróður mikill og
litbrigðin mjög fögur. En fegurri er þó leiðin sögð
vestanverðu árinnar, úr Kelduhverfinu upp að Detti-
fossi, en ekki er þar bílum fært. —- Þar er Hljóðaklettur,
sem Einar Benediktsson hefir ort um gullfallegt kvæði
I því eru þessi erindi:
Hljóðaklettur! Heyr hamranna mál,
hverfult og hvikt eins og slokknandi bál,
ímynd hins fjötraða, iðandi krafts
í algleymi rúms og tíðar.
Eg elska þín flugtök í hlekkjum hafts,
himneska, dauðlega lífsins þrá,
í bergmálsins öldu við björgin há,
sem brotnar við þagnandi hlíðar.
Undranna sönghöll! Hér er mér svo nær
andi þess lífs, sem bærist og grær,
sem ber eitt andvarp frá kletti til kletts,
og kærleik frá sól til só.lar.
Sú fegurð og kyrð þessar friðarbletts!
f fjarlægð Jökulsá langspilið slær,
en heiðin við dagsbjarmann drúpir svo vært
og drekkur bergmálsins skálar.
Er nokkuð svo helsnautt í heimsins rann,
sem hjarta, er aldrei neitt bergmál fann, —
og nokkuð svo tælt, sem tvær sálir á jörð,
samhljóma í böli og nauðum?
Ein barnsrödd getur um fold og fjörð
fallið sem þruma af hamranna storð;
eins getur eitt kærleikans almáttugt orð
íshjartað kveðið frá dauðum.
Axarfjörður, austan megin jökulsár og Kelduhverfi,
að vestan, eru mjög fagrar sveitir og búsældarlegar yfir
að líta. Hið efra er landið kjarri og skógi vaxið og eru
þar sauðjarðir ágætar, en hið neðra eru engjar miklar
beggja vegna árinnar og standa ^)ar margir bæir, sem
hylla uppi úr efri bygðinni. Hefir Einar Benediktsson lýst
Kelduhverfinu og Axarfirðinum snildarlega í kvæðinu Ás-
byrgi í þessum þrem erindum:
Heiðanes skaga á hendur tvær,
háfjöll í suðrinu rísa.
Norðrið er opið; þar Ægir hlær,
auðugur, djúpur og sandana slær.
Gráblikur yst fyrir landi lýsa,
líkast sem bjarmi á ísa. '<
Norðan að Sléttunni stálblá strönd
starir úr lognboða róti.
Fóstra, hún réttir þar hægri hönd,
harðskeytt og fengsæl í útstrauma rönd.
Lætur við eyru sem lífæð þjóti.
Leikur þar „Jökla“ í grjóti.
Fangamark árinnar, band við band,
blikar, í sveitina grafið.
Starengi blakta við blakkan sand,
bæina hyllir í óskanna land.
Flaumar og sund — alt er sumri vafið,
syngur, og leiðist í hafið.
Vel er hýst í þessum sveitum báðum og hinn mesti
myndarbragur á búskap öllum, og svo var okkur sagt,
að bændur þar hefðu auðgast vel undanfarin ár, og að
efnahagur væri þar góður.
Á tveimur bæjum var gist, Skinnastað og Ærlækj-
arseli og þótti öllum þar gott að gista. Á Skinnastað býr
séra Páll Þorleifsson snotru ibúi. Er þar steinhús nýtt,
mikið og hið prýðilegasta. Var okkur sagt að prestur væri
prýðilega látinn og fanst okkur það ekki nema að vonum
því að hann hafði reynst okkur hinn ágætasti ferðafélagi
og leyst úr mörgum spurningum, en þó ekki úr spurn-
ingunni miklu: ,,Er nokkuð hinumegin?“, enda hafði eng->
inn látið sér detta í hug dauða eða annað líf á þessu ferða-
lagi, svo hugfangnir voru allir af fegurð og mikilleik þesSa
lífs. Séra Páll er kvæntur dóttur séra Arnórs á Hesti, hinni
ágætustu konu eftir þeirri kynningu, sem við höfðum af
henni og að sögn þeirra Axfirðinga er við höfðum tal
af. Sérstaklega minnist ég hennar þó fyrir kaffið, því að
þar fékk ég það best alla leið frá Reykjavík og í Húna-:
vatnssýslu og hvergi betra. Fagurt er á Skinnastað og bú-
sældarlegt og þar vildi ég hafa búið, ef forlögin hefðu hag-
að því svo til, að ég hefði lent á guðs vegum.
, Nikið er af geitfé í Axarfirði og töldu bændur sjg
hafa mikinn hagnað af því, jafnvel drjúgum meiri en af
sauðfé og kúm. Sögðu þejr að fjórar til fimm geitur mjólk-
uðu á við meðalkú, en fóðrið alveg hverfandi við það,
sem kýrin þarf, og mjólkin enn kostameiiá. Sagt var okkur,
að skógræktarstjóranum væri mjög í nöp við þessar skepn-
ur, og þætti þær leika grátt skógana, en auðheyrt var á
Axfirðingum, að ge.iturnar myndu þeir verja til síðasta
blóðdropa.
Um morguninn er við höfðum kvatt prest og frú, var
svo ekið af stað og yfir brúna á Jökulsá, og til Ásbyrgis,
sem er örskamt vestan við hana. — Brú þessi mun hafa
komið í góðar þarfir, því að hún er sú eina á ánni, og er
hún þó um 190 kílómetrar á lengd og svo mikið forað er
hún, að hvergi er hún reið á milli fjalls og fjöru. En bótin
er, að hún rennur mest í óbygðum. Hún kemur upp í
krikanum á milli Kverkfjalla og Dyngjujökuls, 2500 fet
yfir sævarmál og er þá strax vatnsmikil. Hún rennur um
jafnt hallandi hásléttu alla leið niður að Dettifossi og er
hæðin þar 970 fet yfir sjó, en þar steypist hún niður í 400
feta djúp gljúfur, sem eru um 23 kílómetrp á lengd og
niður í þau féll danski tannlæknirinn og munu allir undr-
ast sem þessi gljúfur sjá, að nokkur maður skyldi lífj
halda, sem í þau fellur. Er mér nær að halda, að hver í»-v
lendingur, sem þarna hefði hrapað, hefði mulist mélinu
smærra, en Danir eru manna mýkstir og sveigjanlegastir
af langri sambúð sinnj við Þjóðverja, og það eða þá ein-
hver „hujinn verndarkraftur“ hlýtur að hafa bjargað
manninum. Stór hlaup hafa oft komið í Jökulsá og gert
hinn mesta usla. Gusu Kverkfjöll 1771 og tryltist þá ó-
hemjan og braut lönd og eyddi, en margir bæir lögðust í
auðn. — En þótt Jökulsá hafi miklum spjöllum valdið, þá
hefir hún þó gefið oss einn tignarlegasta og mesta foss
landsins, sem ódauðleg kvæði hafa verið ort um, og Axar-
fjörðinn hefir hún gert að einni fegurstu sveitinni á Islandl
þar sem
fangamark árinnar, band við band
blikar í sveitina grafið.