Stormur - 23.02.1940, Side 3

Stormur - 23.02.1940, Side 3
STORMUJR . 3 Urbréfum , Stephans G. Stephanssonar X. í bréfi til Baldurs Sveinssonar 1911, segir Stephan: ........Það getur vel verið að það sé ljóður á ljóðum mínum, að þau taki lítið á tilfinninguna, eg get dæmt um það sem mér óskylt mál, en ekki samt hlptdrægnislaust, Því eg fer eftir því, sem eg ímynda mér, að skáldskapur aetti að vera, vel gerður. Því er ekki að leyna, eg er dauð-. leiður á mörgum tilfinninga-kveðskap, sem flestum fellur, finst hann koma frá hjarta, sem tómahljóð er í, vera óp, fremur en næmleiki, og þá — lítilmannlegur — óskáld- legur. Eg met ekki tilfinningar eftir því, hve hátt er haft, heldur hvernig hjartað titrar. Eg kýr mér tilfinninguna, sem gengur um fá orð og aðhlynnandi, með viðkvæmni í svipnum og hlýindin í handtökum sínum, eins og móður- ástin, fremur en æsing unnustarinnar, sem beljar yfir banasænginni. Eg verð meira hrifinn af því, hvernig skáld- in búa um tilfinningar, heldur en hversu stórt þau stafa að beim. Það finst mér líka sérstaklega norrænt — íslenskt — svo sem víða í sögunum okkar. Þannig hefi eg reynt að ,gera mörg kvæðin mín úr garði. Það eru aðstæðurnar, ekki upphrópun, sem eg huga að láta túlka mínar til- finningar.......“ I bréfi til sama, segir hann nokkru síðar: ........Orðin kærleikur, ást, föðurland, eru í mínum augum „guðsnöfn lögð við hégóma“ í tilfinningaskvaldri sumra þessara hávellándi hirðskálda venjuvaldsins (þ. e. -conventional-ismans) ; fallegu orðin eru glossaleg, einhver gyllini-móða yfir alt og ekkert, eins og ísingar-sólskin, en tóm auðn, þegar inn í þau kemur. Hvernig á annað að vera? Eg þekki skáld, sem sjálft hefir sagt mér, í ein- lægni, að hann sé ,,aþeisti“. Guð er hjá honum í öðru hverju kvæði hans enn þann dag í dag. Heimspekingar og vísindamenn sumir stagast á því orðj, segjast enga trú- þýðingu leggja í það sjálfir, hjá sér sé það aðeins yfir- gripsorð yfir alt, sem sé gott og göfugt. Nú, eg hefi ekki skap til að leggja mér jeðurblökuna til munns, sem fugl, «n ekki sem mús, eftir reglum kattarins, en vel veit eg hversu almennings-hyllilaust það er........“ Pramhald af bls. 1 «r komið í framræslu í Flóa. Hve stórt land hefir verið tekið til framræslu og hve langt því verki er komið? Svar vegamálastjóra. „Kostnaður við framræslu í Flóa hefir árin 1935— 1938 orðið sem hér greinir: Greitt af atvinnubótafé af nýbýlafé samtals: 1935 kr. 66592,56 kr. kr. 66592,56 1936 kr. 57437,62 kr. 27000,00 kr. 78437,62 1937 kr. 43924,42 kr. 18452,80 kr. 65377,22 1938 kr. 46689,99 kr. kr. Samtals kr. 25407,40 Land það, sem tekið hefir verið til framræslu og «ndirbúnings undir ræktun, er að stærð tæplega 121 hekt- ari. Talið er, að aðeins vanti um 8000 krónur til þess að 4eIja megi að lokið sé að gera nauðsynlega opna skurði XI. í bréfi til Bjöims Hjörleifssonar 1912, segir hann þetta meðal annars um ameríska skáldið Sinclair, sem mjög hefir verið hampað hér af sumum mönnuip og bækur þýddar eftir: „...... Bjóst ekki við neinu nýnæmi fyrir mig1 í „Gleipni“, án þess að ég sé að lasta Sinclair. Mér þykir þvert á móti fremur vænt um hann, en frekar á annan hátt en sem gæða-söguskáld. Eg vissi að hann var jafnað-* armaður og Zola-iskur realisti. Eg hefi lesið sumt efijr Zola sáluga, á margan hátt gott, en mér nóg, og sjálfor er eg víst „sósíalisti“ að trú. Þvcí bjóst eg við, að hjá Sinclair myndi eg ganga um gamlar götur, og það varð- ',,Jungle“ á eiginlega ekkert við skáldskap skylt, en það er sögu samsetningur, gerður í besta tilgangi, hypj- aður saman úr mannlífsforunum í Chicogo með fremur fjálg-orðum en listfengum eða andríkum málalenginguni, í ræðusniði, úr rökfærslu jafnaðarmanna. Bókin er auð- vitað eftirtektarverð, en íþróttar snauð, einn langur og- illur draumur, eins og martröð í svefni. Svo íþróttarlaua er hún, að ekki er til í henni ein einasta snjöll, og hag- orð setning, sem festist í minni manns. Bókin er góð, sem bók sökum sannindanna, sem í henni eru, og velvilja höfundarins, en listaverk er hún ekki fremur en ljósmynd. af maðkaveitu.......“ XII. I bréfi til Rögnvaldar Péturssonar 1912, skrifar hann: „......Nú hefi eg lesið Gull Einars, en á hundavaði, eins og alt annað. Mér finst eg ánægðari með það en Of- urefli. Svo vildi eg fá að vita hjá sjálfum mér, hvers- vegna. Og þetta fanst mér rótin: Prestsrolan úr Ofurefli hefir nú mannast svo, að konan hans sjálfs treystist nú ekki við hann í nærgöngulu en réttu máli hans, — hún, sem sjálf varð að biðja hans. Dauði gamla mannsins og Sigurlaugar er ágætur, þetta: Það er einmitt einn af göllum gamla mannsins (því dygð- irnar voru engar), sem að „frelsar“ hann (eg meina í okkar tilfinningum), svo við skiljum við hann með nokk- urri samhygð „af því hann reyndar unni Sigurlaugu"...... og lokræsi til þurkunar. Annar undirbúningur undir rækt- un hefir ekki verið gerður. Að verkinu hefir verið unnið samkvæmt mati og áætlun Búnaðarfélags íslands, en jeg hefi haft á hendi greiðslur allar og yfirumsjón með verkinu ásamt Búnaðar- félaginu". Þessu svarar Jón Pálmason svo: „Atvinnubótavinnan í Flóa virðist svo mishepnað fyr- irtæki, að út af því þyrfti að gera víðtækar ráðstafaulr, og er því athugasemdinni skotið til aðgerða Alþingis". Einkennilega er háttað víti sumra manna og erfitt er oft „ófræddum“ mönnum — svo orðalag Hlíðdals sé notað — að átta sig á sérþekkingunni, og því er það, að mörgum, sem ekki hafa gengið á búnaðarskóla, er það lítt skiljan- legt, að það hafi verið heppilegt að taka land til rækt- unar, sem kosta þarf til rúmum 2000 krónum á hektara til þurkunar og framræslu aðeins, þegar gnægð er til »f landi, jafn kostagóðu, eða betra, sem engrar framræslu — eða því sem næst — þarf.

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.