Stormur - 06.08.1940, Síða 1

Stormur - 06.08.1940, Síða 1
STORMUR Ritstjóri: Magnús Magnússon XVI. árg. Þriðjudaginn 6. ágúst 1940. 17. tölublað. Pólitíska spillingin Stærsta og að mörgu leyti valdamesta stjórnardeild okk- ar er sú, sem fer með póstmálin. Hún er rekin svo slælega, að nefnd k'aupsýslumanna hefir verið falið að koma fram með tillögu til umbóta. Þetta hafa þeir gert, en árangurinn hefir orðið sá sami og hjá amerísku verkfræðingunum, sem send- ir voru til Rússlands, til þess að kenna kommúnistum iðn- tækni og verklega hagsýni. Þessir verkfræðingar komust skjótlega að þeirri niðurstöðu, að þetta væri vonlaust verk á meðan kommúnistar færu þar með völd, og hafa nú fiestir þeirra snúið heim aftur, án þess að nokkur árangur hafi orðið af för þeirra. En það sanna er, að enginn veit hvernig póstrekstrinum yrði bezt fyrir komið, því að duglegir og hæfir menn hafa aldrei haft hann-með höndum. Sú þjóð, sem þyrði að fela hann einkafyrirtæki væri heiminum þarfur lærimeistari. Wolmer lávarður, sem í nokkur ár var aðstoðar-póstmála- stjóri hefir leyft sér að segja, að póstmálunum mundi betur stjórnað, ef þau væri í höndum einkafyrirtækis. Hann hefir skrifað bók um þetta og færir þar fram svo sterk rök fyrir máli sínu, að þau verða ekki hrakin. Póstreksturinn er einokaður. Þar eru engin lánaviðskifti. Engar útistandandi skuldir. Hann á ekkert í hættunni. Hann tekur gjald fyrir hvert lóð. Hann hefir óhemju tekjur. En þrátt fyrir þetta hefir honum þó alla jafna tekist að skila engum ágóða. Póstmálaskrifstofan lagði ritsímann undir sig nokkru fyrir aldamótin og síðan hefir verið um miljón punda ár- legt tap á rekstri hans. I Ameríku er ritsíminn einkafyrirtæki. Afgreiðslan er þar stórum betri og þó hefir hann gefið góðan arð. Árið 1911 tók póstmálaskrifstofan við rekstri talsímans. Hér er ekki rúm til þess að greina frá hinum mörgu og miklu mistökum, sem þar hafa orðið. En í fáum orðum er sannleik- urinn sá, að starfrekstur, sem krefst mjög mikillar tækni og verzlunarleikni var falinn starfsmönnum póstsins, sem skort- ir þetta hvorutveggja mjög tilfinnanlega, og árangurinn hefir líka orðið sá, að allt fer í handaskolum. Starfsemi þeirrar stjórnardeildar, sem hefir utanríkis- verzlunina með höndum, væri miklu betur komin hjá einka- fyrirtæki. Starfsmenn þessarar deildar hafa mjög litla verzl- unarreynslu og sumir enga. Þeir hafa fremur orðið kaupsýslu- mönnum til trafala en hjálpar, eins og öllum, sem við viðskipti hafa fengist, er kunnugt. Starfsmaður í þessari deild spurði mig einu sinni: ,,Hvað vildir þú að kæmi í staðinn fyrir hana, ef hún væri lögð nið- ur?“ Þessari spurningu er mjög auðvelt að svara. I fyrsta lagi mundi það vera hinn mesti fengur að losna við hana, þar sem hún kostar 425,000 sterlingspund á ári og vasast í hlutum, sem hún ber lítið skynbragð á. — 1 öðru lagði ætti hún að vera falin stofnun, sem svaraði til „Commercial Museum“ í Filadelfíu í Bandaríkjunum. Þetta er einstök stofnun í sinni röð, og á engan .sinn líka í Evrópu. Hún hefir veitt útflytjendum Ameríku geysimikla hjáup. Það er stór stofnun með 120 starfsmenn. Byggingar hennar og eignir eru metnar á 800,000 sterlingspund. Skot- inn, William P. Wilson, var frumkvöðurinn að henni árið 1894. Hér skulu nefnd nokkur þau verkefni, sem hún hefir með höndum til aðstoðar amerískum útflytjendum : 1. Hún gefur út alþjóðlega viðskiftaskrá með nöfnum verzl- unarfyrirtækja hvarvetna í heiminum, sem kaupa amer- ískar vörur. 2. Hún gefur út tímarit, sem kemur út mánaðarlega: Com- mercial Avierica. Það er gefið út í 40,000 eintökum, 20,- 000 á ensku og 20,000 á spænsku. 3. Hún hefir ókeypis sýningu á allskonar frmleiðslu, hrá- efnum og iðnaðarvörum. 4. Hún kemur erlendum kaupsýslumönnum í samband 'dð ameríska kaupsýslumenn. 5. Hún veitir amerískum kaupsýslumönnum fræðslu um við- skipti annara þjóða. 6. Bókasafn hennar nemur 100,000 binda um ýmiskönar kaupsýslu og verzlunarmálefni. 7. Hún lætur daglega halda fræðandi fyrirlestra í sal, sem rúmar 500 áheyrendur. 8. Hún sendir skólunum sýnishorn af hráefnum og vörum. 9. Hún lætur halda fyrirlestra í barnaskólunum. 10. Hún sér skólunum fyrir skuggamyndum og kvikmyndum, um útlenda verslunarsiði og háttu. 11. Hún sendir færa menn út um allan heim, til þess að afla amerískum vörum markaða og koma á fót viðskiftasam- böndum. 12. Hún hjálpar amerískum kaupsýslumönnum til þess að velja sér erlenda umboðsmenn. Þetta er svarið 'til skrifstofumannsins. Það er svona stofnun, sem vér þurfum í staðinn fyrir þessa gagnslausu stjórnardeild. Og vér værum búnir að koma henni á fót, ef vér værum ekki þrælar skriffinnskunnar og þá mundum vér ekki verða undir í samkeppninni við Ameríku á heimsmarkað- inum. Skriffinskan hefir líka orðið mikils ráðandi í Ameríku, og þar eins og hér berst hún fyrir þjóðnýtingu og eyðilegg- ingu einkaframtaksins. Afskifti ríkisins hafa aukið og lengt kreppuna í Ameríku og þyngt svo skattabyrðina, að hún er sögð engu léttari en hjá oss Um aldamótin 1800 komust allar bækur og skjöl amer- ísku stjórnarinnar fyrir í fimm stórum kistum og sjö minni. Embættismenn hennar voru þá aðeins 54. Nú eru í Banda- ríkjunúm 10 stórar stjórnardeildir, 134 skrifstofudeildir og 35 sjálfstæðar stjórnarskrifstofur. Starfsmannafjöldinn er 800,000 manns, og hefir meira en fjögur hundruð faldast síð- án 1800 í hlutfalli við fólksfjöldann. Hoover, fyrverandi forseti Bandaríkjanna, ofbauð þessi skriffinska og reyndi til þess að draga úr henni, en tilraunir hans mistókust. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að það væri ómögulegt að hafa hemil á henni eða bæta starfshættina á meðan hið núverandi pólitíska stjórnarfar ríkti og væri bak- hjallur skriffinskubáknsins. Duglegur kaupsýslumaður, Mar- tin L. Dovey að nafni, sem var kosinn þingmaður, tók sér

x

Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.