Stormur - 06.08.1940, Qupperneq 2
2
STORMUR
einnig fyrir hendur að kynna sér þetta skrifstofubákn. Rann-
sókn hans stóð yfir í sjö ár og lokaniðurstaða hans var þessi:
„1 sjö ár hefi ég kynt mér vandlega starfshættina í
stjórnardeildunum í Washington og haft viðskifti sem þing-
maður við flestar þeirra. Ég féll blátt áfram í stafi yfir slæp-
ingshættinum, skeytingarleysinu og ódugnaðinum. Þar er
svo þúsundum skiftir af ónauðsynlegum starfsmönnum og
óþörf eyðsla, sem enga afsökun er hægt að færa fram fyrir,
fer yfir hálfa biljón dollara á ári. Ekkert einkafyrirtæki,
hversu fjárhagslega vel stætt, sem það væri, gæti hjarað í
þrjátíu daga, ef það ætti að búa við slíkan ódugnað, slæpings-
hátt og takmarkalausa fjársóun eins og á sér stað hjá stjórn
Bandaríkjanna".
En þrátt fyrir þetta algerða gjaldþrot ríkiseftirlitsins og
ríkisrekstrarins, eru grunnhyggnir menn sífellt að koma fram
með svonefndar „ástæður", sem hníga að því að afnema allt
einkaframtak, en leggja allt í hendur þess opinbera. Einn
af þessum skýjaglópum hefir skrifað bók, sem hann nefnir
A Plarinecl Society, og gerist þar málsvari svipaðs fyrirkomu-
lags og var í Perú fyrr á tímum. Hann viil hafa einskonar
fjárlaganefnd, sem sé einvöld og allsráðandi. Hún á að ákveða
allt, sem gert er, jafnt smátt sem stórt, og einstaklingurinn
á algerlega að vera ofurseldur dutlungum hennar.
Vér höfum vissulega bæði í Bretlandi og Ameríku fengið
nóg af þessum ráðum og nefndum á meðan á heimsstyrjöld-
inni stóð og eftir hana, og reynslan hefir orðið sú, að þær hafa
ávallt reynst dýrar og gagnslitlar og jafnvel skaðlegar. En
þjóðnýtingarmennirnir láta sér ekki segjast af reynslunni.
En svo mikið er víst, að ekkert er viðskiptum og iðnaði hættu-
legra en að fela pólitískum nefndum eða skriffinnum þess
opinbera umsjá og stjórn þessara atvinnugreina.
Annar skriffinnur álíka vitiborinn hefir komið með
„plan“, sem vakið hefir meiri athygli en vert er. 1 stuttu máli
er tillaga hans sú, að þjóðunum sé eins stjórnað á friðartím-
um eins og á styrjaldar. Hann stingur upp á sjö manna nefnd,
sem sé einvöld um allan iðnað og verzlun. Eins er það hér.
Fróðárrófa sósíalismans, sem leitar sér færis að gramsa í
skreiðarhlaða þjóðarinnar.
Forvígismenn skriffinskunnar og skrifstofuvaldsins hafa
ávalt verið sósíalistar, kommúnistar, draumóramenn og
reynslulausir bókaormar. Stjórnmálamennirnir hafa líkahall-
ast á þá sveif. Ótölulegur grúi af bókum og tímaritsgreinum
hafa verið ritaðar til þess að ryðja þessari stefnu braut.
Grimmilegar árásir hafa verið gerðai' á einkaframtakjð og
sífellt á því klifað, að ríkið hefði æ meiri og meiri afskipti af
öllu athafnalífi þjóðarinnar.
Einn af þessum skýjaglópum spáir því: að í.framtíðinni
muni það „tvímælalaust verða ríkisstjórnir hinna ýmsu landa,
sem hafi alla vöruskiptaverzlunina ríkja á milli með hönd-
um í stað þess eins og nú á sér stað, að láta kaupmenn ann-
ast hana“. Ef dæma á eftir þeirri reynslu, sem fengist hefir
af utanríkisverzlun Rússa síðan kommúnistar komust þar til
valda, mundi þetta þýða sama og algerða eyðileggingu allrar
utanríkisverzlunar. Hver kaupsýslumaður veit, að það er
einkaframtakið, sem hefir skapað alla utanríkisverslunina,
jafnvel þótt ríkisstjórnirnar hafi oft og einatt verið þrándur
í götu þessarar starfsemi.
Þessir rithöfundar eru allir í flokki þeirra óupplitsdjörfu
og lítilsigldu manna, sem óttast dugandi menn. Þeir eru auð-
sjáanlega hræddirvið, að þeir dugmiklu vinni sig fram, en
þeir sjálfir lúti lægra haldi. Þeir hafa það sem mætti kalla
samheldni skordýranna og fyrirkornulag það, sem þeir vilja
hafa á þjóðfélaginu, svipar mjög til þess sem sumar tegundir
þessa dýraflokks hafa hjá sér. Vegna einhverra kenja náttúr-
unnar hefir margur maðurinn hlotið heila maursins í vöggj-
gjöf.
Margir eru haldnir af þeirri barnalegu blekkingu, að það
sem kallað er „ríkisstjórn“ sé einhver vitur og almáttug vera,
en svo er vissulega ekki. Það sem ríkisstjórnir gera er venju-
lega gert af nokkrum skrifstofumönnum og pólitískum bak-
tjaldamönnum. Útgjöldin verða skattgreiðendurnir að bera
og allar stjómarframkvæmdir eru borgurunum kostnaðarsam-
ar. Stjórn hefir sjaldan ráð á vérulega hæfum og duglegum
mönnum, heldur notast við allskonar samanskrap, sem að
henni dregst. Hún hefir ekki ráð á neinu fé, nema því, sem
hún tekur úr vasa borgaranna, og hún metur lítils reynslu og
hæfni.
Ríkiseftirlit og umsjón verður að þjóðnýtingu og einok-
un, og öll mannréttindabarátta þjóðanna í gegnum aldirnar
hefir verið háð gegn þessari einokun ríkisvaldsins. Því meira,
sem stjórn valdinu vex fiskur um hrygg, því minna verður
einstaklingsfrelsið, framtakið og dugnaðurinn. Það sem vér
þörfnumst er samkeppni, stilt í hófi af viturlegri löggjöf. —
Eina leiðin til þess að verzlun og iðnaður aukist er frjálsræð-
ið, einkaframtakið er sporinn, en samkeppnin kemur í veg
fyrir kúgun og okur.
Því víðtækari sem opinberi reksturinn verður, því nær
færumst vér gjaldþrotinu, og því hærri verða skattarnir og
mennirnir færri, sem greiða þá. í stað þess að fela ríkisstjórn-
inni eftirlit með iðnaði og verslun er rétta stefnan sú, að bestu
og hæfustu menn þessara atvinnugreina verði leiðbeinendur
ríkisstjórnarinnar. Það er ríkisstjórnin, sem þarf á endurbót-
um að halda fremur en kaupsýslan.
Sú kemur tíðin, að stjórnardeildirnar verða settar undir
eftirlit neðri málstofunnar, sem þá verður skipuð hæfum og
dugandi, ópólitískum mönnum. Þá verður starfsmönnum
þeirra ekki leyft að fara út fyrir sinn verkahring, og vonir
þeirra um völd og yfirráð verða frá þeim teknar. Þá verða
betri starfshættir uppteknir og dregið úr hinum óhæfilega
starfsmannafjölda. Þá verður skrifstofumönnunum ekki leyft
að setja lög og reglugei'ðir að eigin geðþótta, og hinar miklu
og stórskaðlegu hömlur, sem þeir hafa sett athafnalífinu,
verða afnumdar. Þá verða stjórnarskrifstofurnar það, sem
þær eiga að vera: vinnustofur kurteisra og trúrra manna, sem
starfa í þágu þjóðfélagsins.
Viðbút þýðanriarts
Þýðanda þessarar bókar er ekki kunnugt um, liversu hug-
leikið skrifstofumönnum stjórnardeildanna hér muni vera, að
auka völd sín eða hversu sósíalistiskir þeir eru. En það eitt
er víst, að nú í 10—14 ár hafa flestir ráðherranna hvorki
verið svo glöggir eða starfshæfir, að þeir hafi ekki þurft að
fela skrifstofustjórum sínum og stjórnardeildum að fram-
kvæma fyrir sig vandasömustu störfin, og orðið að sjá flest
með annara augum.
Magnús Guðmundsson, Jón Magnússon og Jón Þorláks-
son voru allir prýðilega gefnir menn, samviskusamir og starfs-
menn miklir. Allir þessir ráðherrar munu í stjórnartíð sinni
hafa innt mikil störf af hendi sjálfir og auk þess haft vakandi
eftirlit með því, er stjórnardeildir þeirra inntu af höndum.
Engir þeirra ráðherra, sem með völd hafa farið síðan,
fram til ársins 1939, hafa verið vel starfhæfir menn á þessu
sviði, að einum undanskildum, Eysteini Jónssyni, sem sagður
er góður skrifstofumaður, en hafði þó hvorki þá reynslu eða
þekkingu, sem ráðhera þarf að hafa. Sumir af þessum ráð-
herrum Framsóknar og jafnaðarmanna hafa verið letingjar,
sem hefir látið bezt að sitja á kaffihúsum og reykja cígarett-
ur út af liggjandi. Aðrir hafa að vísu verið nokkrir afkasta-
menn, en svo hroðvirkir og miklir vankunnáttumenn, að öll
störf þeirra hafa verið illa af hendi leyst, og enn hefir svo
suma brostið bæði þekkingu og skapfestu til þess að geta
leyst af ráðherrastörf sæmilega af hendi.
Vér getum því áreiðanlega ekki síður en Bretar tekið und-
ir það með Casson, að hvorki færustu eða beztu mönnum
þjóðarinnar hafi verið falin ráðherradómur í þessu landi síð-
ustu 10—14 árin.
Casson vill kenna skriffinnunum bresku allmikið um það,
hversu sósíalismanum hefir aukist fylgi í Bretlandi og Banda-
ríkjunum síðustu árin, og hversu valdið hefir verið dregið úr
höndum þingsins til stjórnardeildanna. — Vel rná vera, að