Stormur - 06.08.1940, Blaðsíða 3

Stormur - 06.08.1940, Blaðsíða 3
STORMUR 3 starfsmenn stjörnardeildanna hér séu sama sinnis og hinir er- lendu starfsbræður þeirra, um það er þeim, sem þetta ritar ekki kunnugt, en hvort sem svo er eða ekki, þá er það víst, að þeirra hefir ekki þurft með síðustu árin til þess að ota fram tota sósíalismans hér á landi. Þeir flokkar, sem með stjórn landsins hafa farið frá 1927—1939 hafa gert það sem þeir hafa getað til þess að koma þessari stefnu í framkvæmd hér á landi. — Hafa Framsóknarmenn engu síður en hinir yfirlýstu sósíalistar gengið að þessu með hinum mesta dugn- aði. Er hér ekki rúm til þess að rekja allar aðgerðir þeirra í þessum efnum, en á það raá aðeins minna, að þeir stofnuðu hverja einkasöluna af annari, heftu einstaklingsfrelsið á alla lund, gerðu ríkið að einskonar meðeiganda eða ítakshafa í öll- um eða því nær öllum jörðum í einkaeign, drógu bæði það vald, sem að réttu lagi heyrði undir Alþingi og dómstólana undir framkvæmdavaldið, og unnu sleitulaust að því, að ríkis- valdið hefði afskipti af því nær öllum hlutum, enda er nú svo komið, að fáir geta um frjálst höfuð strokið, og jafnvel þung refsing liggur við því að selja sína eigin eign, sbr. mjólkur- og kjötlögin. Um leið og þetta ríkisvald hefár færst svo mjög í auk- ana, hefir lögum og reglugerðum rignt niður um alla skapaóa hluti. Fáir eða engir fylgjast með öllum þessum lagamýgrút, og því geta flestir orðið sekir við lög eða reglugerðarákvæði, þótt þeir viti ekki betur en þeir séu heiðarlegir og grandvarir borgarar. Hið mesta hrákasmíði er á sumum þessum lögum, og oft og einatt stangast lögin og reglugerðirnar sem settar eru samkvæmt þeim, á. Altítt er líka að lögin sjálf eru aðeins grind eða rammi, sem svo á að fylla út í með reglugerðar- ákvæðum og er með þessu gerð lævís tilraun til þess að draga löggjafarvaldið úr höndum þingsins í hendur stjómarinnar. Er þeim, sem þetta ritar ekki kunnugt um, að á þetta hafi verið bent, eða a. m. k. ekki svo sem þörf væri á, en hér er stór hætta á ferðum, a. m. k. í augum allra þeirra, sem vilja aftra því að ráðuneytin eða stjórnardeildirnar hrifsi til sín meira vald en þeim ber. Jafnframt því, sem afskifti ríkisvaldsins hafa aukist stór- lega og alt stefnt í þjóðnýtingaráttina, hefir svo skrifstofu- bákn þess opinbera aukist að sama skapi. — Skrifstofudeild- ir stjórnarráðsins eru nú komnar út um allan bæ og skrif- stofumannafjöldinn vex óðum með ári hverju, jafnvel svo að mörgum tugum þúsunda skiftir. Þá er og afarmikið og dýrt skiúfstofuhald hjá einokarverslununum og stofnunum þeim, sem ríkið hefir sett á fót. Eru skrifstofustjórar þessara stofn- ana með helmingi hærri laun en prófessorar Háskólans, en tappatogarar Áfengisverslunarinnar hafa svipuð laun og æðstu embættismenn íslensku ríkisins. I sumum þessum ríkis- stofnunum hefir starfsmannafjöldinn svo lítið að gera, að svefnþungir menn geta varla haldið sér vakandi í vinnutím- anum. Mjög fer orð af því að afgreiðslan í sumum þessum ríkisstofnunum og ríkisverslunum sé mjög silaleg og sein. Hvað lítið sem er, verður að ganga í gegnum hendur fjölda manna og oft ýtir hver af sér og telur að afgreiðslan heyri undir annan starfsmann eða aðra deikl. Sumir þessara opinberu starfsmanna hafa ótal störf með höndum og sinna því öllum illa en taka stór laun fyrir. Má óhætt segja, að fátt sé nauðsynlegra, margra hluta vegna, en að rækileg endurskoðun væri gerð á öllu þessu skriffinsku- fargani, en enginn þarf að ætla, að það verði gert á meðan þeir ráða mestu í stjórn landsins og á þingi, sem hafa slegið þessa skjaldborg málaliðsins umhverfis sig. Jerimíasarbréf Reykjavík í júlí 1940. Gamli kunningi! Enn hefir „vondi maðurinn" eins og Útvarpið segir að Halifax hinn breski hafi kallað Hitler, ekki sent ára sína hingað svo að enn erum vér frjálsir þegnar Hennanns og Georgs VI. Bretakonungs. Illa fór það með úlfhundana og svo er að sjá sem Hitler verði alt til gæfu, því að ekki er ólíklegt að honum hefði orð- ið torsótt landið, ef þeir hefðu lifað. Hafa sum blöðin verið að fleipra um það, að þeir hafi verið fengnir hingað til þess að eyðileggja bölvaða minkana, sem alt útlit er fyrir að bi’áð- um verði skæðari æðarvarpinu okkar en lögreglustjórinn okk- ar fyrrverandi, en þetta er hinn mesti misskilningur, þeim var ætlað miklu göfugra hlutverk því að landvarnarráðherr- ann okkar ætlaði að láta þá fara glefsandi og froðufellandi móti þýsku hermönnunum, svo að þeim féllust hendur eða ærðust af óttanum. Var það gamalt herbragð fyrrum að magna kýr sem fóru beljandi og ragnandi á móti óvinalið- inu. — Að sjálfsögðu hafa hundarnir verið grafnir á ríkis- ins kostnað og auðvitað borgar ríkið líka skaðabætur þeim sem fyrir fjármissinum urðu, en hvort uppihaldskostnaður þeirra verður færður gjaldamegin hjá Vífilstaðahælinu eða sérstök fjárveiting kemur á aukafjárlögunum, er enn ekki vitað um. En mælt er, að Bretinn hafi farið að búast betur um síðan hundana misti við, og heldur er sagt aðráðherrun- um hafi orðið tíðförult úr bænum síðan. Ekki er alveg örgrant að það bóli ósköp lítið fyrir því nú síðustu dagana, að Morgunblaðið sé farið að efast um að handleiðsla Jónasar og Kai’akulsliðs hans muni leiða okkur inn í Paradís velsældar og hamingju. Mátti jafnvel ráða það af einum ieiðara þess að rétt mundi að bera fram frumvarp um kjördæmabreytingu á næsta þingi. Þjóðv. greip Moggann undir eins á orðinu og lét á sér skilja,að þingmenn sínirmundu bera frumvai-pið fram svo að það kæmi í ljós hver hugur fylgdi máli hjá þeim sem að Morgunblaðinu standa. Hefir Morgunblaðið ekki farið inn á málið síðan, en enginn þarf þar fyrir að ætla að það hafi snúist í málið, því að þá væri Bleik brugðið ef það hvarflaði frá stefnumálum sínum eða fylgdi þeim ekki fram með vitsmunum og festu. Mikið kvarta blessaðar húsmæðurnar um hina síauknu dýrtíð, en fleiri mega kvarta en þær, t. d. þeir sem olíuna kaupa. Hún mun nú vera seld á 34 aura, en að því er fullyrt er mun hún ekki kosta nema 16—18 aura hingað komin og er þetta því mjög viðunandi álagning fyrir seljendurna. En stríðskostnaður Bretans er mikill og agentinn þeirra Héðinn er dýr svo að von er, að þeir þurfi að fá það einhversstaðar frá. Nú fara blessuð berin að koma en viðskiftamálaráðherr- ann mun vera alveg ákveðinn í því að svipta ekki moldina þess um ávexti sínum. Hinsvegar leyfir hann að sykrinum sé mok- að í bakaríiskökur, enda er sagt að honum þyki glacerað vín- arbrauð óhóflega gott eins og mörgum börnum þykir. — Ef ég verð ekki kominn i fangabúðir í ágúst sendi ég þér línu. Beiddu með Halifax. Þinn einlægur Jerimías Efnalaug Reykjavíkur Kemisk fatahreinsun og litun Laugaveg 34 • Sími 1300 • Reykjavík Höfum aftur fengið alla Iiti. LITU M svart á mánudögum. — dökkblátt á þriðjudögum. — dökkbrúnt á miðvikudögum. Aðra liti seinnipart vikunnar. Sent um alt land gegn póstkröfu. Snkjum. Sendum.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.