Stormur - 16.08.1940, Page 1
STORMUR
Ritstjóri: Magnús Magnússon
XVI. árjf. Föstudaginn 16. ágúst 1940. 18. tölublað.
„Að ári liðnu”
í þeirri lognmollu samábyrgðarinnar, yfirdrepsskapar-
| ins og lítilmenskunnar, sem ríkt hefir í blöðunum og stjórn-
málalífinu síðan hinn fimmhöfðaði Mökkurkálfi fæddist
L í þenna heim, má það teljast til viðburða, ef einarðleg og
hispurslaus grein birtist í blöðum eða tímaritum vorum.
-— Það var því ekki að furða, þótt grein Björns Ólafssonar
stórkaupmanns: Að ári liðnu, í hinu myndarlega mánaðar-
riti Verslunarmánnafélags Reykjavíkur, „Frjáls verslun“,
vekti eftirtekt, og án efa fyrirfinnast þeir menn innan
Sjálfstæðisflokksins, sem hafa fengið skjálfta, er þeir lásu
hana, líkan þeim, sem svikarinn fær stundum, þegar hann
er leiddur fram fyrir glöggan og skarpskygnan dómara.
Vegna þess, að allur þorrinn af þeim, sem „Storm“ lesa,
einkum utan Reykjavíkur, munu ekki sjá „Frjálsa versl-
un“, nema þá ef til vill með höppum og glöppum, vill
Stormur leyfa sér að taka fáeinar glepsur úr þessari skor-
inorðu grein Björns Ólafssonar, en hann er eins og kuhn-
ugt er flestum mönnum kunnugri öllu, sem að verslunar-
málum vorum lýtur.
Björn víkur fyrst að því, að kosningar muni fara fram
á næsta ári, og þá þurfi ekki að efa, að forvígismenn Fram-
sóknarflokksins muni ákveðnir í því, ef þéir fái nógu sterka
pólitíska afstöðu, að „láta til skarar skríða gegn verslun-
arstéttinni“. Verslunarstéttin þurfi því ekki að ganga þess
dulin, hvað bíði hennar, ef hún geti ekki sfeð sjálfri sér far-
borða, því annarsstaðar frá þurfi hún ekki að vænta sér
mikillar hjálpar. Svo segir Björn: „Síðasta missirið hefir
leitt það í ljós, að hún hefir lítils trausts að vænta hjá
Sjálfstæðisflokknum eins og hann er nú skipaður. Flokk-
urinn, sem fyrir einu ári var nærri klofnaður á verslunar-
málunum, hefir síðan haldið á þeim með hálfvelgju, sem
litlu hefir komið fram. Meðferð málanna út af fyrir sig
hefir ge.rt verslunarstéttina að óánægðri heild innan flokks-
ins. Loforð hafa verið gefin, stór orð hafa verið sögð og
ákvarðanir hafa verið samþyktar, sem hjaðnað hafa niður,
bráðnað eins og mjöll á vordegi í sóls'kini stjórnarsamvinn-
unnar“. — Og ástæðan til þess að svona hefir farið er sú,
að áliti Björns, „að Framsóknarflokkurinn vissi frá önd-
verðu, að bak við hin stóru orð Sjálfstæðisflokksins var
aldrei sú alvara, er með þurfti“.
Og svo heldur Björn áfram og segir:
„Ef stjórnarsamvinnan hefði komið aðalbaráttumálum
flokksins í höfn, að undanteknum verslunarmálunum, þá
mætti segja, að flokkurinn þyrfti ekki að kvarta, og versl-
unarstéttin mætti eftir atvikum sætta sig við sitt hlutskifti
í svipinn. En þeir munu nú margir kjósendur flokksins,
sem spyrja sjálfa sig, hvað áunnist hafi í sambúðinni. Og
um þessar mundir hlakka andstæðingarnir yfir því, í blöð-
um sínum, að flokkurinn hafi engu komið fram. Hann hef-
ir barist fyrir lækkun ríkisgjalda, afnámi óþarfra embætta
og ríkisstofnana. Hann hefir barist fyrir lagfæring skatta-
kerfisins, sem komið er út í hinar svörtustu öfgar. Hann
heí'ir kvartað undan misrétti núverandi kjördæmaskjpun-
ar, og hann hefir efst á stefnuskrá sinni athafnafrelsi ein-
staklingsins og frjálsa verslun. Engu af þessu hefir flokk-
uriiin komið áleiðis með stjórnarsamvinnunni, svo teljandi
sé......“
Og enn segir Björn:
„Friður, sem keyptur er með samvinnu allra flokka,
skapar ábyrgðarleysi í stjórnmálunum, þegar til lengdar
lætur, opnar leiðina fyrir sinnuleysi og móki vegna þess
skjóls, sem samábyrgðin gefur, og þeirra þæginda, að ekk-
ert er gagnrýnt opinberlega af því, sem stjórnin gerir.“
Og loks skulu svo að síðustu þessi stór athyglisverðu
ummæli Björns tilfærð:
„Hlutverk Sjálfstæðisflokksins er að vera í sókn. Helm-
ingur af kjósendum landsins ætlast til þess, býst við því,
gerir kröfu til þess. Hvar sem stefnumál flokksins eru vel
og öflugt skýrð fyrir almenningi, þar hefir flokkurinn yfir-
gnæfandi meiri hluta kjósenda. Við hinu er ekki að búast,
að honum vaxi fylgi, þar sem málafærsla flokksins kemur
aldrei fyrir augu eða eyru almennings. En svo er það í
mörgum sveitum landsins. Þar sést aldrei annað blað en
Tíminn. Hann hefir ekki til þessa lagt sig í framkróka til
þess að láta lesendur sína vita hið rétta í þeim málum, er
snerta Sjálfstæðisflokkinn“.
II.
Það kom ekki svo sjaldan fyrir, að persónulegir vinir
Tryggva heitins Þórhallssonar reyndu að bera, í bætiflák-
ann fyrir stjórn þeirri, sem hann veitti forstöðu á árunum
1927—1930 með því, að enda þótt margt óhæfuverkið
hefði verið unnið, þá hefði hann þó mörgu afstýrt, og jafn-
vel þeim verstu. — Má vel vera, að það hafi verið rétt, að
Tryggva hafi tekist að afstýra verstu óhæfuverkunum, sem
Jónas hafði þá í huga að vinna, en flestum, sem kunnugir
eru þessu versta stjórnartímabili í sögu íslands, mun þó
finnast, að tæpast hafi verið hægt lengra að komast í spiltu
stjórnarfari en þeim Framsóknarmönnum tókst þá.
Það má líka ef til vill segja það, eða geta þess til, að
verr mundi nú hafa ýmislegt farið, ef Sjálfstæðismanna
hefði ekki notið við í stjórn landsins, en hinu verður ekki
neitað, að það er sáralítið eins og Björn Ólafsson segir, sem
þeim hefir tekist að koma í framkvæmd, eða fá lagfær-
ingu á, af því, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir á stefnu-
skrá sinni. Og þótt öll sanngirni sé viðhöfð, þá er ekki hægt
að-neita því, að forystumennirnir hafa ekki v.erið eins skel-
eggir sem skyldi og því miður vir&ist svo sem þá hafi brost-
ið bæði kjark og harðfengi á móts við andstæðinginn, og því