Stormur - 16.08.1940, Page 3

Stormur - 16.08.1940, Page 3
STORMUR S Ferðasaga. Á Blönduósi hafði ég afráðið að skilj avið ferðafélaga mína og vera þar og fram í Vatnsdalnum nokkra daga um kyrt hjá gömlum og góðum kunningjum. — Þegar að því kom að leiðir áttu að skiljast varð það þó svo, að okkur Guðrúnu minni varð nokkuð örðugt um skilnaðinn og hvað mig sjálf- amsnerti varð það einnig við þær fleiri, því að allar höfðu þær Það varð því að ráði til þess að lengja ofurlítið samveru- stundirnar, að ég færi með samferðafólkinu fram á Hnjúks- Hnjúk, sem er í Vatnsdalsmynninu, og sýndi því yfir Vatns- dalinn — einhverja friðsælustu og fegurstu sveit þessa lands. ' Var svo ^kið fram á Hnjúkinn í blíðskapar veðri en þó ekki svo sólbjörtu að fegurð dalsins, fjallanna og flóðsins nyti sín til fulls. — Og þar kvaddi ég til fulls Guðrúnu mína og var skilnaður okkar hinn innilegasti, en þó fylgdu því eng- ir mannlestir eins og Gunnar minn Sigurðsson frá Selalæk kemst stundum að orði, er hann hefir notið félagsskapar góðra kvenna. Ók ferðafólkið síðan áfram leið sína suður og hlektist ekkert á, en ég fór til kunningja minna í Vatnsdalnum og var hjá þeim nokkra daga, en fór síðan út á Blönduós og var þar nokkra daga hjá Kristni kaupmanni bróður mínum og konu hans Ingileifu dóttur Sæmundar skipstjóra Sæmunds- sonar, sem nú er orðinn kunnur um alt land síðan bók hans og Hagalíns: Virkir dagar komu út. Ekki er fjölment á Blönduósi, eitthvað um 500 manns og ekki getur það heitið neitt sérstaklega tilkomu mikið að líta yfir þorpið því að hús eru þar flest heldur lágreyst og turnar fáir. En Blönduós er þó hlýlegur og aðlaðandi þorp og er það einkum tvent sem veldur: hin mikla túnrækt og torfbæirnir grasi grónu, sem allur þorrinn af þorpsbúum býr í.Er Blönduós merkilegur fyrir það, að timburhúsa og stein- húsa aldan sem geysað hefir yfir þetta land síðan skömmu eftir aldamótin hefir að mestu leyti farið framhjá þessum bæ og enn byggja menn sér íbúðarhús úr torfi þar — efninu sem ef til vill á enn eftir að verða eitt aðalbyggingarefnið í þessu landi, en með þeim umbótum, sem tæknin skapar. Ekki hreykja þau sér hátt þessi torf og moldarhús og sjaldnast myndi þeim sem í höllunum búa þykja þau heldur lág undir loft og óvistleg. En þau hafa verið hlýrri en margur timbur- og steinkumbaldinn, og þau hafa ekki reist eigandan- um sínum hurðarás um öxl. Afkoma manna á Blönduósi hefir líka löngum verið sæmileg og fólkinu liðið vel. Hefir hin mikla túnrækt í seinni tíð átt sinn mikla þátt í þessu. Flest- ir hafa kú og sumir tvær til þrjár og nokkrir kindur og nú er garðræktin orðin svo mikil í aðra hönd. Annars á Blönduós það tæplega fyrir sér að vaxa nokk- uð verulega frá því sem hann nú er, enda staðið í stað. Það sem einkum háir vexti hans er hafnleysið og lítil fiskisæld að jafnaði nema lángt sé sótt. — En það er annað þorp í Húna- vatnssýslu: Skagaströndin eða Höfðakaupstaður, sem líklega á það fyrir sér að verða eitt með stærstu og best stæðustu kauptúnum norðanlands. Er margt sem gefur fyrirheit um þetta: góð höfn eftir að hafnarmannvirkjum þeim, sem nú eru hafin er iokið, ágæt fiski- og síldarmið sem stutt er að Var Gottskálk þó ekki um alt fyrirmyndarmaður. En þau urðu hjón, og var sonur þeirra Albei’t Thorvaldsen, ein- hver frægasti og mesti listamaður, sem á jörðu hefir ver- ið alinn. Ritað 5. ágúst 1940. Árni Árnason frá Höfðahólum. sækja á, og frjósamt og mikið uppland. Er óvíða í grend við kauptún eða kaustaði hér á landi jafn gott land til ræktunar og þar — mýrarflæmi með mátulegum og jöfnum halla, sem vita á móti sólu og suðvestan átt. Eru það einkum tvær jarð- ir, Vindhæli og Spákonufell, sem lönd eiga að þorpinu. Eru hvorutveggja miklar jarðir og forn stórbænda og höfðingja- setur. Á Spákonufelli bjó Þórdís spákona mikilhæf kona og margkunnug og kemur víða við sögur. Ættu Skagstrending- ar að vera svo framsýnir að kaupa þessar jarðir og aðrar sem í grendinni eru áður en þær lenda í höndum spekúlanta og spákaupmanna, sem þegar munu vera farnir að fá auga- stað á þeim. Hvergi er útsýni fegurra og tilkomumeira en á Skaga- strönd, þegar Þingeyrar einir eru undanskildir, og ætti Ferða- félagið að taka Skagaströn^ inn í ferðaáætlun sína, því að hún jafnast fyllilega á við fegurstu sveitir norðanlands. Á vestanverðum Skaganum, sem gengur fram á milli Skagafjarðar og Húnaflóa er stórbýlið Hafnir, einhver bezta og gagnauðugasta jörðin í Húnavatnssýslu, enda dýrust mat- in 44.800 kr. eftir fasteignabókinni frá 1982. Mjótt er þó á munum á milli Þingeyra og Hafna, því að Þingeyrar eru metn- ar á kr. 44.500. í Höfnum er dúntekja og eggjataka, hrogn- kelsisveiði og útræði, silungsveiði geysilega mikil, selveiði og reki. Beitiland er þar einnig með afbrigðum gott. í Höfnum bjó lengi Árni faðir séra Arnórs í Hvammi, Árna frá Höfða- hólum, Sigurlaugar Knudsen og þeirra systkina. Bjó hann þar stórbúi og þótti hinn merkasti maður. Nú býr þar Sig- urður sonur hans, og mun hann og Magnús Stefánsson kaupmaður og bóndi á Flögu í Vatnsdal vera taldir auðugustu menn í Húnavatnssýslu, og munu áhöld um hvor ríkari er. — Húseigendur. Þeir húseigendur, sem ætla að fela okkur sölu á hús- eignum sínum á næstkomandi hausti, eru beðnir að koma til viðtals hið allra fyrsta. Faffelgna- & verðbréfasalan (Lárus Jóhannesson, hrm.) Suðurgötu 4. Símar 3294, 4314 flestar viðartegundir Friðrik Þorsteinsson Skólavörðustíg 12

x

Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.