Stormur - 09.10.1940, Side 1

Stormur - 09.10.1940, Side 1
STORMUR Ritstjóri: Magnús Magnússon XVI. árg. Miðvikudaginn 9. október 1940. 23. tölubl. Jeremía§arbbéf. Reykjavík í okt. 1940. Gamli kunningi! Nú er Helgi okkar Briem farinn af stað til Spánar til þess að selja saltfisk, sem raunar er enginn til. Um það leyti, sem Helgi átti að fara sigldi Edda til Spánar, og þótti mönnum líklegt að erindrekinn notaði sér af þess- ari beinu ferð. En líklega hefir ekki verið búið að gera alveg við næi’föt og sokkapör sendiherrans, þegar skipið lagði úr höfn, því að Helgi tók sér ekki far með því, en brá sér í þess stað til New York, og heldur svo þaðan til Spánar, ef guð lofar. Líklegt er að Helgi þurfi á nokkrum dollurum að halda í þessu ferðalagi, þótt sparsamur sé fyrir ríkisins hönd, eins og aðrir framsóknarmenn, en sjálfsagt verður engin þurð á þeim, þótt kaupsýslumönnum sé neitað um þá til kaupa á brýnustu nauðsynjavörum með skaplegu verði. Nú eru Akureyringar búnir að kveðja 40 þúsund krónu manninn. Sest hann nú með alla frægðargloríuna í Þjóð- bankann, og mun líklega engin þjóð nema íslendingar geta hrósað sér af því að velja sér bankastjóra og aðra trúnað- armenn þjóðfélagsins með jafn flekklausa fortíð. Fer nú fram úr þessu ekki að vanta eyrun á þá menn, sem fara með viðskiftamál íslendinga. Báðir Sjálfstæðisráðherrarnir hafa unnið sér nokkuð til frægðar upp á síðkastið, enda þótti mörgum mál til komið að þeir sýndu einhverja rögg af sér. — Möller lagðist svo fast á Eystein að hann kiknaði í innflutningshafta- farganinu, en Ólafur brá Bretanum á sniðglímu í loft- skeytamálinu. — Telja kaupsýslumenn, að allmikil bót sé að þessari rýmkun á innflutningshöftunum, en auðvitað verður að halda áfram baráttunni uns þeim er að fullu aflétt. Er miklu skynsamlegra, ef þörf þykir, að banna algerlega innflutning á þeim varningi, sem að flestra eða allra dómi er ónauðsynlegur, en að halda við þessu innflutningshaftafargani sem er rándýrt í framkvæmdinni, seint í vöfunum og hlutdrægt. En sennilega verður Jakob að taka fastar um háls Eysteins áður en hann sleppir til fulls úr höndum sér þessu haldreipi Sambandsins og Kaup- félaganna. Sigur Ólafs Thors í loftskeytamálinu er þess fyllilega verður, að á hann sé bent, og það mun hiklaust mega segja að það hafi verið einurð hans og frjálsmannlegri fram- komu að þakka að Bretinn lét undan, en Stebbi okkar Jó., hann mun hinsvegar hafa haft mjög lítið að segja, þótt utanríkismálaráðherra sé og álíka feitur og Churchill. — Er nú vonandi að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins haldi á- fram að sýna það, að þeir séu starfi sínu vaxnir, og þess verðugir að vera fyrirsvarsmenn stærsta og heilbrigðasta stjórnmálaflokks landsins. En það eru þeir því aðeins, að þeir setji þjóðarhagsmuni ofar sínum eigin hagsmunum og láti ekki værugirni valdanna bregða læðingi á sannfæringu sína og drengskap. Ekki ber þeim vel saman hjónaleysunum frú Jóhönnu Sigurðsson og Adam Rutherford hinum breska um það hve- nær stríðið muni úti. Kheops Pyramídinn hefir sagt Ruther- ford, að það endi 25. jan. næsta ár, en geti þó verið að verði einhver slæðingur af því þangað til í júní, en jómfrú Ragn- heiður Brynjólfsdóttir og Kristur hafa sagt frú Jóhönnu að það muni standa í 4 ár og að miklar hörmungar eigi eftir að dynja yfir þetta land. (Á fyrirlestrinum, sem frúin hélt í Iðnó á dögunum, grátbændi hún mæðurnar að gæta vel dætranna sinna). Húsfyllir var hjá frúnni, þegar hún flutti þjóðinni þenna spádóm, en inngangseyririnn fer allur í leg- stein yfir jómfrú Ragnheiði. Bók Rutherfords, sem ber und- irfyrirsögnina: Vísindaleg opinberun, er að verða uppseld eftir því sem Snæbjörn segir. — Sýnir þetta hvorutveggja, sem raunar lengi hefir verið vitað, að mikil menningarþjóð erum vér íslendingar. Nú er fyrsti dagurinn, sem áfengisávísanir eru afhent- ar í Bindindishöllinni, og ég þarf að skreppa og ná mér í eina, því að kverkarnar í mér eru orðnar þurrar eins og í slökkviliðsmanni eða Jónasi Guðmundssyni. Vertu bless. Þinn einl. Jeremías. I^róltamenn! Munið: Skó - og gömmívinnustofuna á Klappcirstíg 44, sími 4444 Þorlákur Guðmundsson Góð uinna Sanngjarnt verð Sœkjum Sendum Alliaf til

x

Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.