Stormur - 09.06.1941, Síða 3

Stormur - 09.06.1941, Síða 3
STORMUR 3 ‘ójöfnuð og óréttlæti sem enn er samfara þessu fyrirkomu- lagi hjá oss. En hvemig hafa þingmennirnir gegnt þessari skyldu sinni? Þeir hafa gegnt henni þannig, að stærsti þingflokkurinn, framsóknarmennirnir, hafa barist gegn réttlátri kjördæma- skipun með öllum þeim ráðum, leyfilegum og óleyfilegum, sem þeir hafa átt völ á, Hið svokallaða lýðræði, sem vér bú- um við, er því aðeins skrípamynd af lýðræði, því að réttur kjósendanna í landinu til þess að ráða málefnum þjóðarinn- ■ar er ójafn. Og það er enginn vafi á því að fulltrúar þessa -flokks munu halda áfram að berjast gegn því, að óréttlætið verði afnumið. Þingfulltrúar hinna stjórnmálaflokkanna vilja lagfæringu á þessu, en einlægni þeirra og einurð er þó ekki meiri en svo í málinu, að þeir hafa ekki þorað að ganga hreint til verks með því að bera fram frumvarp um breytta kjör- dæmaskipun og láta það ráða úrslitum kosninga. Hagsmunir einstakra manna og valdaværðin hefir orðið réttlætiskröf- unni yfirsterkara. Vegna þessa óréttlætis hefir framsóknar- flokkurinn farið með völdin um nærfelt hálfan annan tug ára, og sú bölvun, sem af því hefir hlotist fyrir þjóðina bæði andlega og efnalega, verður aldrei metin til fulls. Tæpast verður það heldur til að auka virðingu þjóðarinn- ar fyrir Alþingi er þingmennirnir sjálfir hlaða á sig margs- konar háttlaunuðum störfum, búa til háttlaunaðar milliþinga- nefndir, sem þeir setjast sjálfir í og hafa yfirleitt allar klær úti til þess að ná sér í bitlinga og auðgast á þingsetunni. Svo ramt kveður að þessari bitlingagræðgi þingmannanna, ■ að Jóni Pálmasyni alþingismanni var aftrað frá því að birta skrá yfir bitlingarlýð stjórnarinnar sökum þess, hversu margir þingmanna eru í þeim hópi.Vegna þessarar eiginhags- munagræðgi verða svo þingmennirnir að viljalitlum ræksn- um í höndum stjórnarinnar og sú sannfæring, sem þeir ein- hverntíma kunnu að hafa haft fyrir einhverjum málum, kuln- ■ ar út af. Ein afleiðingin af þessu ósjálfstæði þingmannanna, sem -að miklu leyti sprettur af því, að þeir hafa látið bera fé á sig, er sú, að vald þingsins er æ að verða minna og minna. Þingið smeygir fram af sér ákvörðunarvaldinu í hverju stór- málinu á fætur öðru og felur ríkisstjórninni það. I þingræð- íslandi á það að vera þingið, en ekki stjórnin, sem húsbónda- valdið hefir og á að neyta þess, en nú er svo komið að hús- bóndavaldið er í raun réttri komið í hendur stjórnarinnar •og þingið gerir það, sem þessir ráðsmenn þess og þjóðarinn- ■ ar skipa því að gera. Frá því að framsóknarstjórnin tók við völdunum 1927 hefir í rauninni ekki verið um þingræðis- stjóra að ræða í landinu. Á meðan Jónas Jónsson var ráð- herra mátti hann heita einvaldur, en síðan hann fór úr stjórninni hefir það verið Samband íslenskra Samvinnu- félaga eða sú klíka, sem þar ræður öllu, sem raunverulega hefir farið með stjórn landsins. Eitt af því, sem af þessu þróttleysi þingsins hefir leitt er það, að ríkisstjórnin hefir virt fjárlög þingsins að vettugi og farið með fé ríkissjóðsins algerlega eftir sínu höfði. Ekk- ert hefir þýtt fyrir endurskoðunarmenn iandsreikninganna að gera athugasemdir við fjáreyðsluna til þingsins, það hefir ekkert gert en lagt blessun sína yfir allar gerðir stjórnar- innar, enda þótt fjársóunin hafi verið gerð í algerðu heirn- ildarleysi og verið í raun og veru ekkert annað en þjófnaður. VerslnniD BJORN KRISTJÁNSSON Reykfavík Vefnaðarvörur Pappírsvörur og ritföng Leður og skinn Skósmíðavörur Vörur sendar um allt land gegn póstkröfu Aðalfundur Útvegsbanka ísiands h.f. verður haldinn í húsi bankans í Reykjavík laugardaginn 14. júní Í941, kl. 2 e. h. HAGSKRÁ: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Útvegsbankans síð- astliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikingsuppgerð férir árið 1940. 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdastjórnarinnar fyrir reikningsskil. 4. Kosning eins varafplltrúa í fulltrúaráð. 5. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 6. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrifstofu bankans frá 10. júní n.k. og verða að vera sóttir í síðasta lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða ekki afhent- ir nema hlutabréfin séu sýnd. Útibú bankans hafa umboð til að athuga hlutabréf sem óskað er atkvæðisréttar fyrir og , gefa skilríki um það til: skrifstofu bankans. Reykjavík, 7. maí 1941. Fyrir hönd fulltníaráðsins. Sannleikurinn er. sá, að í raun réttri er hvorki um þing- ræði eða lýðræði orðið að ræða í þessu landi nema að nafn- STEFÁN JÓH. STEFÁNSSON. / Lárus Fjeldsted.

x

Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.