Stormur - 09.06.1941, Blaðsíða 4

Stormur - 09.06.1941, Blaðsíða 4
4 STORMUlt I dag er sfðasti sðludagur í 4. flokki inu til. Vald Alþingis er komið í hendur ríkisstjórnarinnar og fámennrar klíku innan hvers hinna ráðandi stjórnmála- flokka. Allur þorri þingmannanna hlýðir í auðmýkt þeim á- kvörðunum, sem innan þessarar klíku eru teknar, en þeir sem sannfæringu hafá, eru ofurliði bornir og jafnvel reynt að bola þeim út úr stjórnmálunum. Um lýðræðið gildir það sama, kjósendurnir ráða engu, heldur sú fámenna klílca sem hrifsað hefir völdin til sín. — Þessi klíka velur þeim þingmennina og þessi klíka hefir !agt slík bönd á allt athafnafrelsi þjóðarinnar, að hún er orðin um mjög fátt sjálfri sér ráðandi. Svo mikið er einræðið orðið að í pólitísk- um, fjölmennum félögum, má jafnvel ekki gera samþykktir um mál, ef þessari valda klíku kannn að koma það illa að vilji fundarmanna komi í ljós. Og þeir menn, sem einhverja gagnrýni vilja hafa og beygja sig ekki flatmagandi og skríð- andi fyrir þessum Mússolinum og Hitierum eru stimplaðir sem ótrúir flokksmenn, sem fari með róg og baknag um bestu menn ílokksins. Jafnframt þessu eru svo blöð flokk- anna vendilega lokuð fyrir allri gagnrýni og ritstjórarnir álgerlega í vasanum á þessum klíkum. Síðan er þögnin og yfirhylmingin varin með því, að ekki megi ræða málin opin- berlega vegna „ástandsins." Þér finst nú ef til vill kunningi að ég hafi verið nokkuo stórorður og það getur jafnan verið að þú haldir, að ég fari með ýkjur, og að þetta séu að miklu leyti tilhæfulausar get- sakir og aðdróttanir á löggjafarþing vort. En því miður er þetta alt saman satt og þeir sem best þekkja tíl og klýju- lausasta hafa andlegu sjónina munu staðfesta að þetta sé alt saman rétt. Engan þarf því að furða þótt þingið njóti lítillar virðingar hjá þjóðinni, því að þótt margir góðir menn og vel gefnir eigi þar sadi og þótt margt nýtilegt komi frá því á ári hverju, þá eru samt þeir galíar á því, sem lýst hefir verið hér að framan, svo stórvægilegir, að það væri blátt á- fram um siðferðilegan sljóleika og blindu að ræða hjá kjós- endunum ef þeir sæu þá ekki. — Og þessir gallar eru svo stórháskalegir að þeir geta auðveldlega. leitf til fulls ein- ræðis einhverra æfintýramanna ef ekki verður úr þeim bætt. En þótt svo yrði ekki þá er spilt og sjúkt lýðræði litlu betra en einræði ef það er þá nokkru betra. Það er hárrétt, sem Sigurður Guðmundsson skólameistari segir í grein sinni: Kraftúð og samúð, sem kafli var birtur úr í 12. tbl. Storms: „Lýðræðið verður endalaust að gagnrýna sjálft sig, vinnu- brögð sín og ráð. Æðstu trúnaðarmenn lýðræðisins verða að kunna þá list, sem oss Islendingum er mörgum tornumin, að taka gagnrýni með beiskjulausri ró. Hver mikill trúnað- armaður lýðræðisins verður að letra á minnisskjöld sinn þau Hávaorð, að „esa sá vinur, er vilt eitt segir.“ — Þeir menn, sem eru með sífelt frelsis og lýðræðisgaspur á vörunum, en vinna að því að leggja alt einstaklingsfrelsi, bæði athafna og skoðanafrelsi í fjötra, eru sönnu lýðræði margfalt hættu- legri en ógrímuklæddir andstæðingar þess. — Foringjar jafnaðarmanna og framsóknarfloksins hafa sífelt þóst vera að berjast fyrir lýðræði og frelsi, en það eru samt þeir, sem mest hafa unnið að því að eyðileggja hvorutveggja á undan- fömum 15 árum. — Þeir hafa verið grímuklæddu fjand- mennirnir. Nú vilja framsóknarmenn og jafnaðar hafa æðsta valds- Tilkyrming. Með því að þegar hafa verið gerðar ráðstafanir- til innflutnings á þeim notuðu bifreiðum frá Bret- landi, sem leyft verður að flytja til landsins á þessu ári, eru menn alvarlega varaðir við því að gera;. nokkrar ráðstafanir til slíkra innkaupa. Nær þetta til allra bifreiða, sem ekki eru þegar- komnar til landsins. Jafnframt skal það tekið fram að þeir, sem kynnu að gera slíkt í heimildarleysi, verða látnir sæta á- byrgð, samkvæmt lögum. Reykjavík, 30. maí 1941. Bifreiðaeinkasala ríkisins.' Kol og koks Nægar birgðir ávallt fyrirliggjandi. Verð og gæði hvergi betra. Kolasalan s.í. Reykiavík, Símar: 4514 & 1845. fflélvoses Tea RIO-kaffi altaf fytirliggjandi. Þórður Sveinsson & Co. H.f manninn á Bessastöðum. Er þá ekki rétt til samræmingar að flytja þingið í Kópavog. — Allur þorri þingmanna hefir hvort sem er unnið ófrelsinu, klíkuskapnum og fámennis- harðstjórninni sinn hyllingareið. Þinn einlægur Jeremías. ísafoldarprc-ntsmiSja h.f.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.