Stormur - 13.03.1942, Blaðsíða 4

Stormur - 13.03.1942, Blaðsíða 4
STQRMUR konungur Indlands, skipaður til fimm ára. Þennan tíma fær hann ekkert orlof, en varakonungurinn má hverfa einu sinni heim til Englands. Venjulegast eru kunnir embættis- eða stjórnmálamenn — sjaldan kaupsýslumenn — valdir í þessa stöðu, sem þykir ein mesta virðingarstaða, sem Hollendingar eiga völ á. Konungur Englands fer að jafnaði einu sinni í stjórnartíð sinni til Indlands, en Wilhelmina Hollandsdrottning hefir aldrei farið til Austur-Indía. Vegalengdin þótt of mikil og ferðin of áhættusöm fyrir hana. Landstjórinn er valdameiri en varakonungur Indlands. — Báðir hafa ríkisráð sér til aðstoðar. Ríkisráð eyjanna er kosið til fimm ára, en kjörtímabil þess þarf ekki að falla saman við kjörtímabil landstjórans. Varakonungur Indlands verður fyrst og fremst að gefa sig allan við því að bera friðarorð á milli Breta og Indverja, en landstjóri Ilollendinga þarf lítið að fást við sáttasemjara- störf. Indversku þjóðei'nissinnarnir, undir forustu Gandhi og Nehru, eru Bretum erfiðir viðfangs og indverska þjóðþingið hefir heitstrengt að leysa Indland undan yfirráðum Breta. f Austur-Indíum er sjálfstæðiskennd íbúanna naumast vökn- uð, og landstjórinn má heita einvaldur. I Indlandi eru 35 miljónir kjósenda og þjóðin nýtur all- mikils sjálfsfori'æðis undir stjórn innfæddra manna. — I Austur-Indíum er um enga sjálfstjórn að ræða né kjósend- ur. Að vísu á það svo að heita, að nokkur af fultrúum ráðs- ins séu kosnir, en það er naumast meii-a en 1% af þjóðinni, sem kýs þá, fullan þriðjung þess skipar stjórnin. Þetta ráð hefir líka mjög lítið að segja og er miklu valdaminna en lög- gjafarsamkundan í Bombay eða Madras. Landstjóri Hollendinga í Austur-Indíum, dr. A. W. L. Fjarda van Starkenbourgh Stachauwer er maður tæplega fimtugur og var aðeins 44 ára, er hann var skipaður í stöð- una. Hann er eljumaður mikill og gætir þess stranglega að koma fram eins og tign hans sæmir. Kona hans er dóttir amerísks stjórnmálamanns. Árið 1933 voru gerðar ýmsar kreppuráðstafanir til þess að draga úr afleiðingum heimskreppunnar, sem komu mjög hart niður á eyjarskeggjum. Á fjórum síðustu árunum hafði verzl- unarveltan minnkað um 69 %. Ráðstafanir þessar veittu land- stjóranum heimild til þess að takmarka inn- og útflutning, ákveða hámarksverð og hafa eftirlit með allri verzlun og öllum iðnaði landsins. Gjöld samkvæmt fjárlögum voru lækk- uð um 50% eða úr 763,364,00 gyllinum 1939 í 485.706.000 árið 1933. Laun voru lækkuð en skattar hækkaðir. Skurðar- hnífnum var beitt vægðarlaust,‘en sjúklingurinn stóðst raun- ina. Ýmsum öðrum nauðungarráðstöfunum var líka beitt, pólitískir flokkar bannaðii’, fundafrelsi takmarkað, opinber- um starfsmönnum ekki leyft að taka þátt í stjórnmálum o. s. frv. Þessar nauðungar ráðstafanir ollu mikilli óánægju. Hinir þjóðernissinnuðu og róttækain í ráðinu kröfðust þess, að fylgt væri 1. gr. stjómskipunarlaganna, sem áskilja nýlendun- um jafnrétti við heimalandið, og 15. júní 1937 samþykkti ráðið að senda drottningunni bænarskrá þess efnis, að séð yrði um að hollenska Indíum yrði stjómað í samræmi við 1. grein stjórnskipunarlaganna. Kaupið og le«ið Siorm. Þinomenn fijúgasí á Svo segir Þorvaldur Thoroddsen frá ferð einni með „Lauru“ norður á Akureyri 1885: „Meðan Laura var á leiðinni norður fyrir og stóð við á ýmsum höfnum, var stöðug samdrykkja allan daginn og stundum langt fram á nótt, og voru þá stundum skærur með mönnum, þegar þeir f.ru að fá í kollinn. Undarlegast var þó, að þeim lenti lenti fyrst saman af þingmönnunum, sem mestir voru reglumennimir, Tryggva (Gunnarssyni) og Ein- ari í Nesi. Einar var þá mjög reiður Tiyggva út úr ein- hverjum síldarfélagsskap á Eyjafirði, þóttist Einar hafa orðið fyrir félátum, sem hann kendi Tryggva, og voru þeir alltaf á leiðinni að smá kýta og hafði Einar jafnan upptök- in, en Tryggvi reyndi að hliðra sér hjá honum. Hver hafði á réttu að standa veit ég ekki. Á önundarfirði vorum við- nýstaðnir upp frá kvöldverði, og Einar var aldrei þessu vant, dálítið kenndur. Stóðu þeir báðir við annan borðendann, og steytti Einar hnefana framan í Tryggva, en er Tryggva þótti hann of nærgöngull, ýtti hann honum frá sér nokkuð- óþyrmilega, svo að Einar datt á gólfið, niður á milli stóla. — Tryggvi var stór vexti og heljarmenni að afli, en Einar lítill og væskilslegur með mikið skegg. Það sagði Þorvarður lækn- ir Kjerúlf, sem var viðstaddur með mér og nokkrum öðrum, að ekki vildi hann hafa orðið af því fyrir 100 krónur, að sjá andlit Einars, augnaráð og skegg, er hann reis upp aftur milli stólanna. Einar klagaði fyri)- Skúla sýslumanni, að Tryggvi hefði jarðvarpað sér, en sýslumaður vísaði frá sér til skipstjóra, sem hafði lögregluvald á skipi sínu. Féll það- mál svo niður. Meðal annara þingmanna á skipinu voru líka Arnljótur prestur ólafsson á Bægisá, og Friðrik Stefánsson frá Vall- holti. Hafði Arnljótur mjög gaman af að stríða Friðriki. Friðrik var vanalega kallaður að auknefndi „Þjóðviljinn'V hefir líklega í þingræðum oft staglast á þessu mjög misbrúk- aða hugtaki. Þegar eitthvað var sneitt að Friðriki í blöðun- um, var hann aðeins nefndur „Þjóðviljinn“ með gæsalöppum. Eftir að Friðrilc kom í, efri deild og fylgdi þar stundum hin- um sex konungkjörnu, var hann af sumum kallaður Friðrik sjöundi. — Á Sauðárkróki stóðum við alllengi við, og þar fór Friðrik í land og reið út að Hofsósi, þar komum við síðar um daginn og kom þá Friðrik aftur á skip snöggvast, og át miðdegisverð með öðrum farþeyjum, hafði snapsað sig allvel í landi og var mjög rauður í framan. Arnljótur sat gagnvart Friðriki við borðið og lét nú rigna kringilyrðum yfir hann og stríddi honum ákaflega, talaði um skagfirsk blótneyti og útigangshross, og gat þess meðal annars að gæsalappa-þjóðviljinn hefði orðið æði bildóttur í landi o. s. frv. — Friðrik þagði en varð alltaf. svartari og svartai’i í framan eftir því sem leið á máltíðina, en þegar henni var nærri lokið, stóð hann þegjandi upp frá borðum, læddist aft- ur að Arnljóti, sem sat í sæti sínu við borðið, setti klærnar framan í hann og klóraði niður úr, svo að logblæddi úr and- liti Arnljóts; Ljótur stökk upp þegar, fokreiður sem von var og ætlaði að lumbra á Friðfiki, hann var miklu strekari og mundi hafa látið lcné fylgja kviði, hefðu þeir náð saman, en Arnljóti var þá haldið og svo þvegið blóðið framan úr honum með svampi og lagður á plástrar, en Friðrik læddist í land og lét ekki sjá sig framar“. liftfold&rprontamlVJa h-t.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.