Stormur - 08.04.1942, Blaðsíða 2

Stormur - 08.04.1942, Blaðsíða 2
STORMUK sér farborða, eftir að áfengisdjöfullinn væri búinn að gera þá óhæfa til þess að vera forsjá þjóðarinnar. Jónas okkaf á mjög bágt núna. Sagt er að jafnvel Bjami á Laugarvatni sé búinn að segja honum upp allri hollustu, og sumir af þingmönnum flokksins hata hann. Orðrómur gengur um að Hermann sé í þann veginn að stofna nýtt dagblað, sem á fyrst og fremst að ríða Jónasi að fullu. Og svo ofan á alt þetta mótlæti ganga listamennimir í skrokk á honum og bera honum á brýn, að hann hafi ekki vit á list fremur en hundur, og það sem þó er enn furðulegra: drótta því að honum að meðferð hans á því eina opinbera fé, sem hann hefir nú með höndum, sé ekki sem ráðvandlegust. — Og er það sú aðdróttunin, sem alla mun undra mest á, sem þekkja undangenginn fjármálaferil þessa manns. Vex-tu svo bless. t>inn einl. Jeremías. María Antoínetta. Ég dirfist að fullyrða, að engin bók — að Biblíunni undan- skilinni — hefir verið íslenzkuð, sem meiri slægur er í, en æfisaga Maríu Antoinettu, eftir Stefan Zweig. Þar fer saman stórfelt og fjölþætt efni, lifandi-ljósar mannlýsingar, og orð- snild sem fer fram úr flestum skáldsagnastíl. Harmsaga þessarar drotningar orkar á höfuð lesenda því sem næst jafn mikið sem á hjartað. Höfundur bókarinnar segir að vísu mai-gsinnis um Maríu Antoinettu, að hún hafi verið blátt áfram viti borin og ekki fram yfir meðallag. En þeg- ar María stendur sarna sem dauðadæmd andspænis dauðadóm- endum sínum og svarar ákæi'unum, sem slungnar eru lymsku- legum gáfurn og fjandskaparhatri, heilsubiluð á kvenlegan hátt, svelt og svefnstola, vefst henni aldxæi tunga um tönn að svara svo vel og viturlega, að þaulæfðir þjóðmálarefir mundu eigi betui’ svara, jafnvel þó að notið hefðu undirbúnings í tómi. I Háttvísi Mai’íu Antoinettu þarna á blábai’mi þess hyldýpis, senx við henni gín, verður helst jafnað við framferði Meistar- ans andspænis Heródesi og Pílatusi — og er nú djúpt tekið árinni. Þessi kona hefir orðið að talca á sig sekt hirðglaums og fjáreyðslu, sem konungar og keisarar og aðalsmenn alli’a alda hafa drýgt. Hún sóaði að vísu ógrynni fjái', meðan hún sat „sólarmegin í dalnum“. En ekki sóaði hún mannslífum. Hún var ekki grimmlunduð. Þvfert á móti. Hún fyrix-gaf fjand- mönnunum, óbeðin. Og hún gekk undir fallöxina óskelfd. Mai’íu Antoinettu hefir verið haldið á lofti í ýmsum sagna- bókum, eða þá di’egin niður í svað siðleysis og svívii’ðinga. Stefan Zweig segir á henni kosti og ókosti. Sums staðar greiðir hann fram úr flækjum, sem sagnfi’æðingar hafa fjötr- að sig í og lesendur með svo mikilli sálkönnunarskarpskyggni, að lesandi hlýtur að falla í stafi. Þá og hvai'vetna í þessari bók er stórskáldið að verki og heima hjá sér. Þessi saga lýsir fyi’st og fx-emst Maríu Antoinettu í prins- essusæti og á drotningarstól, og í öðru lagi aðdraganda Stjóm- arbyltingarinnar frönsku, sem varð þess valdandi, að 3.000.000 manna létu lífið. Þessi bók vekur upp foi’vitni þá, að kynnast sögu sjálfrar stjómarbyltingarinnar, Hana ritaði meðal margra annara enski snillingurinn heimsfrægi Thomas Carlyle — með þeim ágætum, að öll bókvísi x-ak upp stór augu. Sú saga er helm- ingi minni fyrii’ferðar, en saga Mai’íu Antoinettu og þess vegna meðfærileg. Ekki mun heiglum hent að þýða stýl Cai’lyle’s, því að hann er annálaður um allar jarðir. En svo. mun mega segja um þessa sögu, sem Stefan Zweig samdi um Maríu Antoinettu, að eigi hafi verið lambaleikur að þýða hana — og tekist þó, svo að vel má við una — að því er ég ætla. Ég er ekki, svo sem nærri má geta, þess umkominn, að bera saman frumrit og þýðingu. IJitt er mér fært að segja: orð- færið á bókinni svarar hvarvetna svo vel til efnisins, að for- vitnin stendur á öndinni frá því að lesandi byjar á bókinní og þar til lestrinum lýkur. Fáeinar smá-örður komu á tungu mina við lesturinn og er þessi sú helsta. Þýðandinn notar orðið hjá þar sem í eða á ætti að vei’a, t. d. eins og sagt væri: sá galli hjá Maríu Antoinettu, í stað þess að segja: sá galli drotningarinnar eða sá galli í henni, sá ljóður á ráði hennar eða því um líkt. Þetta leiðinlega hjá nota flestir í’ithöfundar og er það „ill danska“. Dr. Jónassen landlæknir segir oft í lækningabókum sínum: „Kólfui’inn hjá karlmönnunum". Þá kemur það alloít fyrir í þessai’i þýðingu að oi’ðið ekki er misnotað, eins og þegar sagt er: „Hve oft er það ekki?“ Þar er orðinu ekki ofaukið. Sögnin að teyga og pafnorðið beygur eru með einföldu i, en þar gæti vei'ið um prentvillur að ræða. Annars rita margir höfundar þessi orð eins og þýðandinn gei’ir (Magnús Magnússon rit- stjói’i). Það má kalla tvöfalt stórvii’ki að þýða þessa bók og gefa hana út. Á henni er meira að græða en nokkurri skáldsögu, sem hefir verið snarað á íslenska tungu. Hún er sönn skáld- saga, þ. e. a. s. skáld hefir fai’ið snildarhöndum um dagsanna atburði, sem hafa haft örlagarík áhrif á mannkynssöguna. Af sögu stjóraai’byltingarinnar frönsku nxá m. a. læi’a það, hvei’nig frumherjar byltinga fai’a að í’áði sínu, þegar þeir geta beitt bolmagni og handafli ■ - til fyii’verka. Þeir eða sporgöngumenn fi’umherjanna verða verri og illvígari en syndaselii’nir sem þeir rísa gegn. Vér íslendingar getum gert oss í hugai’lund, hvei’skonar vopn mundu vei’ða á lofti hér í landi, ef byltingaralda gengi yfir eyjuna vora. Ég vík aftur og að endingu að sögu Cai'lyle’s — senx til er í danskri þýðingu — sem er um stjórnarbyltinguna frönsku. Þessi sem til er, varð að sjálfs hans sögn eins og svipur hjá sjón, í samanburði við frumritið sjálft. En það varð fyrir þeim ósköpum að eldabuska Carlyle’s greip það í einfeldni sinni og — kveikti við það moi’guneld — undir katlinum. Snillingurinn átti ekki uppkast og varð að endursemja bók- ina. — Þá vai’ð sól að tungli — í líkingum talað. Saga Maxíu Stúart, Skotadrotningar, er nú komin út i kjölfar nöfnu sinnar Antoinettu, að tilhlutan sama þýðanda og sama útgefanda, sem Ixlut áttu að máli di’otningarinnar í Frakklandi. Þar er önnur hai’msaga, sem blóði drifin jörð og himinn þrunginn af beni’ögn geta ekki leitt hjá sér um aldir alda. Saga Maríu Skotadrotningar stingur x stúf við sögurnar afvKleópötru Egiftalandsdrotningu og sögu Maríu Antoinettu að því leyti, að í sögu Maríu Stúai-t eru það kon- ui’, tvær drotningar, sem takast á. Þessar sögur drotninganna eiga brýnt erindi til lesenda. Þær eru ógleymanlegar vegna sögulegrar þýðingar og á hinn bóginn sökum þeirrar snildar sem listamennirnir, höfundar sagnanna, hafa til brunns að bera. Um höfundana má með sanni segja: „Sá kló er kunni“ — og þýðenduma slíkt hið sama. Guðmundur Friðjónsson.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.