Stormur - 08.04.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 08.04.1942, Blaðsíða 1
TORMUR Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík, 8. apríl 1942. S. tblublað. Jeremíasarbréf. Rvík í apríl 1942. Gamli kunningi! Þingið hefir nú staðið í hálfan annan mánuð og vægast sagt sáralítið aðhafst. Mestur hefir tíminn farið í að ræða tvö mál, gerðardóminn og kosningafrestunina í Reykjavík, sem bæði voru í raun og veru þegar í þingbyrjun afráðin og útkljáð. — Sýnir þetta, ásamt mörgu öðru, hve rík ábyi-gðar- tilfinning þingmanna vorra er. Raunar má segja, að eins og f járhag ríkissjóðs nú er kom- ið skifti það hann litlu f járhagslega hvort þingið situr einum deginum lengur eða skemur, því að þingmennirnir munu nú vera lægst launuðu verkamenn þjóðarinnar, að pallavörðum, þingsveinum og þingskrifurum'undanskildum. — En nokkrii þc-irra —• og raunar flestir — hafa fyrir löngu verið svo for- sjálir að bæta sér þetta allmikið upp með ýmiskonar fríðind- um og nema þau hjá sumum þeirra tugum þúsunda króna. Eru Framsóknarmennirnir þar auðvitað efstir á blaði, eins og allsstaðar þar sem um ágengni við ríkissjóðinn og bitlínga- græðgi er að ræða. Væri það óneitanlega samboðnara virð- iagu þings og ríkis, að þessum fulltrúum væri goldið sóma- samlega i'yrir þingsetuna, en að þeim væri hinsvegar bannað að gína við hverju æti, sem þeir reka augun í. Tah'ð er nokkurnveginn víst að fjárlög verði ekki afgreidd á þessu þingi, ef til kosninga kemur, sem sennilega verða, því að Framsókn treystir því, að hún hafi einhvem hag af þeim, eða a. m. k. Sjálfstæðisflokkurinn tjón. Sennilega er það skynsamlega afráðið, að fresta afgreiðslu fjárlaganna, þvi að yfirboðin í kjördæmin mundu hlaupa á tugum miljóna, þegar kosningar eru framundan, enda ógerlegt að áætla tekj- ur og gjöld næsta árs nú, eins og gleggst sést af því, hversu fjarri lagi áætlunin fyrir hið liðna ár var. Skattafrumvörpin verða að sjálfsögðu afgreidd á þessu þingi með sáralitlum breytingum og sjálfsagt engum, sem nokkru verulegu máli skifta. Stendur ríkisstjórnin að þeim, og þótt vafalaust séu margir þingmanna í báðum stjórnar- fiokkunum óánægðir með sumt í þeim, sem miklu máli skiftir, þá mun þeim ekki tjóa að æmta né skræmta. Þótt gallar séu á þessum frumvörpum, og sennilega afturíör f rá*því sem var, þá eru þau þó stórum réttlátari og skynsamlegri en skatta- lögin voru, þegar Eysteinn hafði fjárhagslegt einræði í þessu landi og vann það þrekvirki að gera flesta sem eitthvað veru- lega öfluðu að skattsvikurum. Sennilega er stærsti agnúi beii'ra sá, að of mikið er tekið af þeim fyrirtækjum, sem þurfa á miljónum króna að halda til þess að endurnýja fram- leiðslutæki sín. Það málíð, 3em langsamlega mesta eftirvæntingu vekur sennilega hjá allri þjóðinni, er kjördæmamálið. Veldur eink- um tvent þessari miklu eftirvæntingu, fyrst og fremst það, hversu mikil riðlun mundi verða á því þingvaldi flokkanna, sem nú er og lengi hefir verið, og svo hitt, hve óviss úrslit þess eru. Um fyrra atriðið er það að segja, að nú berst Framsóknar- flokkurinn fyrir lífi sínu, og ef svo fer, að frumvarp Alþýðu- flokksins verður samþykt með engum breytingum sem veru- legu máli skifta, þá er það víst, að valdi Framsóknarflokks- ins er lokið í íslenskum stjórnmálum, eða verður a. m. k. að- eins svipur hjá sjón á móts við það, sem það áður var. Það er því síst að furða, þótt hárin rísi nú á hausi úlfanna og vígtennurnar skagi langt fram úr skoltinum. Aðstaða þeirra til varnar er hinsvegar svo örðug sem mest má verða og kemur þeim því ekki að notum hin mikla leikni þeirra í því að beita blekkingum og ranghverfa sannleikanum. öllum er auðsætt, að þeir eru aðeins að verja og vernda sitt eigið skinn,»en ekki hagsmuni sveitanna, því að á þá er ekkert gengið með frumvarpi þessu. \ Ó líklegt er annað en að allir andstöðuflokkar Framsóknar standi óskiftir að þessu sjálfsagða réttlætismáli, og hver ein- asti þingmaður í þessum flokkum. Og ef svo er, sem að svo stöddu skal ekki efast um, þá er málinu sigurinn vís. Hins- vegar er fylgi Framsóknar í Efri deild svo ríkt, að enginn þingmanna í hinum flokkunum má skerast úr ieik eða bregð- ast skyldu sinni á nokkurn hátt. — Mun það nú sýna sig á þessu þingi, hvort það er einlægur vilji allra Sjálfstæðis- þingmannanna að flokkur þeirra vei'ði langsamlega öflugasti þingflokkurinn, og þar með sá flokkurinn sem mestu ræður um það hver framtíðarsaga vor verður, því að áreiðanlega munu næstu árin eftir styrjaldarlokin verða eitthvert örlaga- ríkasta tímabilið, sem þjóðin hefir lifað. Ekkert heyrist nú talað um opnun vínbúðanna eða áf engis- málin, að því undanskildu, að Pétur Ottesen berst nú fyrir því, að reist verði drykkjumannahæli. Er það óneitanlega dá- Jítið skoplegt, þar sem bannmennirnir og ofstækismennirnir í vínmálunum halda því fram, að nú sé alt vín horfið úr þessu landi og skora á ríkisstjórnina að halda núverandi fyr- irkomulagi óbreyttu. Ættu það í raun og veru að vera ráð- herrarnir einir sem aðstöðu hefðu til þess að verða ofdrykkju- menn, og má vera að Pétur sé með þessari tillögu sinni að tryggja þeim húsnæði og vistarveru. Er það auðvitað vel hugsað hjá Pétri, einkum er þess er gætt, að sumir þeirra eru eignalausir menn, og mundu því ekki geta séð sjálfum

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.