Stormur - 21.08.1942, Blaðsíða 2

Stormur - 21.08.1942, Blaðsíða 2
2 S T 0 R M U R því, að endirinn á þessu yrði sá, að ríkisstjdrn og þing byði bændum að halda nákvæma búreikninga yfir tekjur sínar og útgjöld og svo mundi hún bjóðast til að greiða öll útgjöldin en lofa þeim að halda öllum tekjunum. Þessi 10% tollur mælist mjög misjafnlega fyrir, og margir hinna fróðustu manna í sjávarútvegsmálum telja að hann geti orðið smáútveginum stórhættulegur og jafn- vel orðið til þess, að skipin hætti veiðum. Eru því margir þeirrar skoðunar, að smærri skipin ættu að vera laus við þetta gjald, jafnvel flest, nema togarnir. En aðrir telja að heppilegra mundi að tollurinn væri allmikið hærri en væri hinsvegar aðeins tekinn af nettógróða sölunnar. Er ekki ósennilegt, að önnur hvor þessara leiða verði valin, því að ríkisstjórninni mun vel Ijóst, hversu miklir ann- markar eru á því, að leggja 10% útflutningstoll á fisk allra skipa og með hvaða vekði, sem hann selzt. Að þessu sinni fæfðu ekki lengra bréf frá mér. Eg er að búa mig upp í sveit og ímyndaður gróðrarilmurinn og anganin úr grasinu rekur burt alla pólitík úr hausnum á mér. Vertu svo blessaður. Þinn einlægur . Jeremías. D a ■■ Djorn Björn Jónsson í Lundi í Fnjóskadal lézt 28. sept. 1845 úr krabbameini, 77 ára að aldri. Hann var fæddur 1768 á Veisu í Fnjóskadal. Bjuggu þar foreldrar hans, Jón Kol- beinsson frá Mývatni og Kristín Andrésdóttir úr Fnjóska- dal. Voru þau *hjón stórgáfuð. Jón dó um 1780 og hætti þá Kristín búskap, enda voru efnin lítil, en börnin mörg og svo fóru þá í hönd gífurleg harðindi, uppflosnun, ver- gangur og mannfellir. Barst Björn með því flóði um hríð og skall hruð nærri hælum, að hann færist þar fram alaus, og án allrar sögu. Svarf að honum mest 1784, næsta vor eftir móðuna, sem kölluð var, þá var hann næstum orðinn hungurmorða." Þá kom hann að bæ þeim, er Reykir heita, bjuggu þar Jón Pétursson og Guðrún Halldórsdóttir; voru þau bæði orðlögð fyrir gestrisni ög hjálpsemi við fátækt og nauðlíðandi fólk. Tóku þau Björn og létu honum líða vel eftir því, sem föng voru á. Eftir þetta fór að rakna fram úr fyrir honum. Hann var vel gefinn einurðar góður og hafði mikla löngun til að komast áfram og mennta sig. Fékk hann bækur að láni og las með áhuga miklum; lærði hann að skrifa tilsagnarlaust; líka langaði hann til að læra að reikna, en vissi ekki hvernig hann ætti að fara að því. En svo vildi til, að Torfi Sveinsson á Klúkum í Eyjafirði kom austur að Belgsá til að kaupa viðarkol* var Björn þar staddur og afhenti kolin. Torfi var reikn- ingsmaður með afbrigðum, gaf hann Birni nokkur dæmi, og lærði hann á þenna hátt höfuðreglurnar. Síðan keypti hann gamla reikningsbók fyrir 8 skildinga, lærði hann svo allan reikning að mestu af sjálfum sér, og það svo vel, að hann varð færasti reikningsmaður; varð hrepp- stjóri í mörg ár og klausturhaldari og eitt sinn settur sýslumaðu;r. Snemma bar á gróðahug hjá Birni og sagt var, að hann hefði byrjað gróða sinn á því, að tálga hrífutinda úr birki og selja bændum, svo veiddi hann mýs og'fló af þeim belgi og seldi. Þeir voru þá verzlunarvara og var gefinn túskildingur fyrir belginn, ef hann var heill. Fyrir þessa peninga keypti hann munntóbak á sumrin og seldi svo á vetrum tóbakskörlum í s*Sábitum. Var það nokkuð dýrt, en fengu þó færri en vildu, því að tóbak var ekki fáan- legt á þeim tímum nema í kaupstað á sumrin. Árið 1795 kvæntist Björn Guðrúnu Engilbriktsdóttur. Var það mikil búkona og vel skynsöm. Bjuggu þau fyrst að Belgsá, svo í Sellandi 6 ár. Þar græddist þeim fé. Þau eignuðust eina dóttur, Guðrúnu, er giftist Ásmundi bónda á Þverá í Dalsmynni. Voru þau foreldrar Einars alþingis- manns í Nesi. Síðari kona Björns var Hólmfríður Jónsdóttir prests á Helgustöðum, Stefánssonar. Var þeirra son Benedikt, er bjó í Lundi eftir föður sinn. Árið 1808 keypti Björn Lund og bjó þar til dauðadags. Var hann sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna 1815. Björn var hinn mesti merkismaður, skáldmæltur vel, og mælskumaður mikill; einnig var hann lagamaður góð- ur og vel að sér í sögu að fornu og nýju. Hann var mikill búmaður og bjó rausnarbúi í Lundi; var bezti maður fá- tækum og munaðarlausum, og rétti oft hluta þeirra, sem honum virtist verða fyrir rangindism annara, en aftur á móti var hann harður og óvæginn við suma meiriháttar menn og lenti oft í deilum við þá og orti um þá níðkveðl- inga, svo sem Grím amtmann. Bar þeim á milli út af Munkaþverárklaustri. Björn var þá umboðsmaður. Vildi amtmaður hafa hönd í bagga með honum með byggingu jarða og fleira. Reis út af því ósamlyndi og að lokum full- ur fjandskapur. Lauk þvo þannig, að Björn sagði af sér umboðsstarfinu, en við því tók Ari Sæmundsson Áttu þeir í brösum nokkrum og ortu níðvísur hvor um annan. Eru þær mjög fyndnar og skemmilegar. Hér fer á eftir ein saga af fundum þeirra Björns og amtmanns: Björn kom eitt sinn að Möðruvöllum til amtmanns fyrri hluta dags, og átti við hann mörg erindi og mikil. Sátu þeir saman lengi dags og urðu stundum allháværir en allt endaði þó skaplega á milli þeirra í það sinn. Er Bjöm var.búinn til ferðar, vindur hann sér-að amtmanni og segir: ,,Þú hefir ekki haft svo mikið við mig, að sýna mér konuna þína“. Amtmaður segir, að það sé velkomið, að hánn sjái hans og kallar á konu sína. Björn hyggur að þeim um stund en mælir síðan fram vísu þessa og kinkaði á víxl kollinum til þeirra, eftir því, sem innihald vísunnar benti til: Buxnaskjóni og klúta kúfa, kjaftalómur og málskrafsdúfa, fleina höll og faldaþúfa, fretnagli og drulluskrúfa. 9 SIGLINGAR , 'milli Bretlands og íslands halda áfram eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Culliford s Associafed Lines, Lid. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. Lundi

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.