Stormur - 21.08.1942, Blaðsíða 3

Stormur - 21.08.1942, Blaðsíða 3
UNDRALl ASlU Það þyrfti langt mál til þess að telja upp allt, sem Gandhi hefir til ágætis sér, og það verður ekki gert hér, en reynt skal þó að gera nokkru fyllri grein fyrir því, hvað það er, sem veldur hinu mikla áhrifavaldi þessa manns yfir þjóð sinni. Eitt af því er hið mikla yfirlætisleysi hans, sem stund- um getur nálgast það að verða hlægilegt. Einu sinni átti hann í miklu stríði við sjálfan sig áð*H’ en hann leyfði konu sinni sem ferðaðist á þriðja farrými, að fara í bað á öðru farrými. Er hann sat í fangelsi í Suður-Afríku bauðst hann til þess að hreinsa salerni, þótt fangavörðurinn bæði hann að fá einhvern annan til þess. Einu sinni gisti kt'istinn maður hjá honum, og Gandhi hellti sjálfur úr næturgagni hans. 1 Suður-Afríku lærði hann að þvo, draga á hálslín sitt og klippa sjálfan sig. Sagt er að Englendingur nokkur hafi eitt sinn kallað til hans á járnbrautarsöð: ,,Kuli“ (burðarkarl). Gandhi hirti pjönkur mannsins og bar þær inn í lestina. Viðmót hans er töfrandi. Hann hefir ekki haft sam- farir við konu sína í full 40 ár, en honum fellur mjög vel. að vera með konum og hafa gamanmál við þær. Svo heill- andi er hann, að sagt er að Sir Samuel Hoare, hafi telcið Willington lávarði hinum nýja varakonungi Indlands, vara fyrir því, að hitta hann ekki svo, að hann ætti það ekki á hættu að láta hann hlunnfæra sig. ! Gáfurnar eru glöggar og skarpar og hann ber ágætt vit á stjórnmál, jafnvel þótt þau varði ekki Indland. Hann sagði að Miinchenar sáttmálinn væri „sæmdarlaus friður“ og efaðist um hve haldgóður hann yrði. * Hann er ónvenjulega hrifnæmur og getspakur og er bæði fljótur að skpita skapi og skynja geðbreytingar ann- ara. Hann finnur það undir eins, er vinir hans eru þreytt- ir og tekur þá upp létt hjal, en ef því er að skipta getur hann umsvifalaust snúið sér að alvarlegum viðfangsefn- um. Nærgætni hans við aðra er framúrskarandi. Nehru hefir sagt frá því, að eitt sinn er Gandhi átti við mikla örðugleika að etja, gleymdi hann því þó ekki að skrifa Nehru, sem sat í fangelsi, til þess að segja honum, að litla dóttir hans væri frísk, og hefði þyngst. Þegar hann var í Lundúnum víldi hann auðsýna þeim tveimur lögreglu- þjónum, sem fóru á fætur klukkan hálf fimm um morg- uninn ti,l þess að fylgja honum á morgunngöngu hans, einhverja viðurkenningu, en var í vanda staddur að v.elja gjöfina, því að Kongressflokkurinn lagði bann við kaup á enskum vörum. Úrræði hans varð það, að kaupa handa þeim tvö svissnesk úr. Ein af vinkonum hans sagði mér, að eitt sinn, er hún varð fyrir mjög alvarlegu taugaáfalli hafi hann blátt áfram bjargað lífi sínu með því að líta oft inn til hennar og spjalla við hana. Háttvísi hans, viðmótstöfrar og trygglyndi er alþekkt, en hann getur líka verið harður í horn að taka og ósveigj- anlegur þegar stefnumál hans eru annarsvegar, eins og eftirfarandi saga ber gleggstan vott um: Manilal sonur hans veiktist af lungnabólgu og fékk mjög háan hita. Læknirinn sagði, að ef til vill gæti egg og hænsnakjötssúpa bjargað lífi drengsins, en Gandhi þver- tók fyrir, að honum væri gefið það. „Manilal var aðeins tíu ára, svo að um það gat ekki verið að ræða, að spyrja hvað honum sýndist, ég varð sjálfur að ráða því, hvað gera skyld.“i Lækn. grátbað Gandhi um að gefa drengn- / um saðsama fæðu, því að líf hans væri í veði, en Gandhi var ósveigjanlegur. Hann sagði lækninum, að hann ætlaði að hafa sínar aðferðir við hann, en gott væri, að hann kæmi öðru hvoru inn til hans og sæi hvað honum liði. — Síðan gaf hann drengnum appelsínusafa og Manil^l sagðist hvorki vilja egg né hænsnakjötssúpu. En drengnum versn- aði æ meira og hitinn náði 40 stigum. Gandhi segir svo frá: „Það greip mig ótti. Hvað mundi verða sagt um mig? Hvaða rétt eiga foreldrarnir til þess að neyða börnin til að fylgja hugsjónum sínum . . . Þessar og þvílíkar hugsanir ofsóttu mig. En svo leiddist hugur minn inn á aðrar slóð- ir. Guði mundi áreiðanlega geðjast það vel, að ég veitti syni mínum sömu meðferð og ég mundi veita sjálfum mér . . . Læknirinn gat ekki tryggt lækningu, aðeins gert tilraun. Þráður lífsins er í höndum guðs. Það var um miðja nótt. Hugur minn barðist við þessar ósamrýmanlegu hugsanir. Eg lá í rúmi Manilals og hjúfr- aði mig að honum. Eg afréð að reyna að vefja hann votum línlökum. Eg lagði vota þurrku um höfuð hans, allur lík- ami hans var funheitur og s'korpinn. Engin útgufun. Eg var ægilega þreyttur. Eg fól móður hans að hjúkra honum og flýtti mér út að ganga. Ég mætti sárfáum, og eg sá þá naumast, svo hugsandi var eg á þessari reynsl- unnar stundu. Mannorð mitt er í þínum höndum, ó Herra, endurtók eg hvað eftir annað við sjálfan mig . . Skömmu seinna sneri eg heim, hjartað barðist í brjósti mér. Eg var naumast kominn inn, er Manilal sagði: „Ert þú þarna Babu?“ „Já, yndiið mitt“. „Ó, vertu svo góður, að taka þetta utan af mér, eg er alveg að stikna“. „Svitnarðu, drengur minn?“ „Eg er alveg rennvotur, ó, taktu þetta af mér“. Eg þreifaði á enni hans. Svitadroparnir stóðu á því. Hitinn hafði lækkað, ég þakkaði guði . . . Eg tók utan af honum votu lökin, þurrkaði honum vandlega, og faðir og sónur sofnuðu 1 sama rúminu“. (My Experiments with Truth. 1. bindi, bls. 571—577). Það, sem máli skiptir í þessari frásögn er það, að mannorð hans og trú var honum meira virði en líf litla drengsins hans. Mörgum árum seinna bar svipað við, er Kasturbai kona hans varð veik. Læknarnir sögðu, að hún myndi deyja ef hún fengi ekki kjarngóða fæðu. Gandhi ræddi.-um þetta Við hana og þau urðu ásátt um að húri skyldi ekki neyta annars en hún var vön. Hún komst aftur til heilsu eftir langa legu. Þekking Gandhi á Indlandi er honum ómetanlegur styrkur. Það eru um 700,000 smábæir og þorp í þessu landi og Gandhi hefir komið í þá flesta. Hann hefir ferð- ast um allt landið, ýmist fótgangandi eða í þriðja farrými. Gandhi elskar börn, gott loft, hressandi hlátur, vini og sannleikann. Lygi er honum meiri viðbjóður en nokkuð annað. Alls staðar í Indlandi var mér sagt, að Gandhi væri gæddur þeirri yfirnáttúrlegu gáfu, að fólk fengi sig ekki til þess að ljúga að honum. Hreinskilni hans sjálfs og ást á sannleikanum er svo mikil, að það neyðir aðra til þess að segja satt eitt. Jawaharlala ^Nehru^ sem kannast við, að stundum tali Gandhi svo óljóst, að ógerlegt sé að skilja

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.