Stormur - 21.09.1942, Blaðsíða 4

Stormur - 21.09.1942, Blaðsíða 4
STORMUR Tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu. Athygli almennings er hér með vakin á ef tirf arandi: 1) Það varðar sektum eða varðhaldi eða hvorutveggja að eiga kaup eða skipti um vörur, sem hermenn, sem tilheyra herflokk- um eða herskipum, sem hér eru, bjóða fram eða þeir hafa undir höndum, og taka viðf slíkum vörum að gjöf frá t>eim, svo og að taka að sér að selja slíkar vörur fyrir þá, enda liggi ekki fyrir, er viðskiptin fara fram eða gjöfin þegin, fullar sannanir fyrir því, að að- flutningsgjöld hafi verið greidd af vörunum og fullnægt hafi verið öðrum almennum inn- flutningsskilyrðum, sbr. 1. gr. laga nr. 13, 5. maí 1941. Auk þess mega þeir, sem taka við slíkum vörum, búast við að þurfa að afhenda þær aftur endurgjaldslaust. 2) Samkvæmt yfirlýsingu herstjórnar- innar er setuliðsmönnum ofrjálst að láta af hendi eða selja varning tilheyrandi birgðum eða búnaði hersins, og getur það því, auk þess sem að framan greinir, varðað við hin al- mennu hegningarlög að kaupa eða taka við slíkum varningi. Nokkrir refsidómar hafa þegar verið felldir í slíkum málum. Dómsmálaráðuneytið, 11. sept. 1942. Viðvörun i Svo sem háttvirtum viðskiptamönnum vorum er kunn- ugt, hafa sívaxandi erfiðleikar um útvegun geymslutúms orðið þess valdandi, að vér höfum ekki getað fengið hús- rúm fyrir verulegan hluta af þeim vörum, sem fluttar hafa verið til landsins á skipum vorum. En fyrirsjáanlegt, að af þessum geymsluvandræðum getur hlotizt stórf,ellt tjón. Af þessum sökum er þeirri ákveðnu áskorun beint til viðskiptamanna vorra, að hefja ný þegar gangskör að móttöku vara þeirra, er þeir eiga hjá oss, enda getum vér ekki tekið neina ábyrgð á skemmdum, rýrnun eða hvarfi, er fyrir kann að koma, eftir að vörunum hefir verið komið hér á land. Reykjavík 26. ágúst 1942. H.f. Eimskipafélag íslands. EHIIðun og ðroifcubætur Umsóknir um ellilaun og örorkubætur fyrir árið 1943 skal skilað fyrir lok septembermánaðar. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu borgarstjóra, Pósthússtræti 7, herbergi 26, þriðju hæð, alla virka daga klukkan 10—12 og 2—5 nema laugardaga eingöngu kl. 10—12. Umsækjendur geta fengið aðstoð við að fylla út eyðu- blöðin á sama stað og tíma. Þeir erú sérstaklega beðnir að vera við því búnir að gefa upplýsingar um eignir sínar og tekjur frá 1. október 1941 og um framfærsluskylda venzlamenn sína (börn, kjörbörn, foreldra, kjörforeldra, maka). * Þeir, sem sækja um örorkubætur fyrir árið 1943 og hafa ekki notið þeirra árið 1942, verða að fá örorkuvott- orð hjá trúnaðarlækni Tryggingarstofnunar ríkisins. Þeir cryrkjar, sem notið hafa örorkubóta á þessu ári, þurfa ekki að fá nýtt örorkuvottorð nema þeir fái sérstaka til- kyningu um það. ' , Trúnaðarlæknirinn verður fyrst um sinn til viðtals á lækningastofu sinni, Vesturgötu 3, alla virka daga nema laugardaga. Ef umsækjendur senda ekki umsóknir sínar á réttum tíma, mega þeir búast við því, að þær verði ekki teknar til greina. Borgarstjórinn í Reykjavík. Kjörskrá til alþingiskosninga í Reýkjavík, er gildir frá 23. júní 1942 til 22. júní 1943, liggur frammi í skrifstofu borgarstjóra í Austur- stræti 16, frá deginum í dag til 26. þ. mán., alla virka daga kl. 9 árd. — 6 síðd. Kærur yfir kjörskránni skulu komnar tii borgarstjóra eigi síðar en 26. þ. m. Bogarstjórinn í Reykjavík, Borgarstjórinn í Reykjavík, Bjarni Banediktsson ísafoldarpientsmiðja h.f.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.