Stormur - 15.11.1942, Blaðsíða 3

Stormur - 15.11.1942, Blaðsíða 3
s T 0 R M U R 3 UNDRALOND ASÍU Framhald. Hér á eftir verður reynt að gefa lesandanum dálitla hugmynd um indvérska smáþorpið og kjör og lifnaðarhætti þjóðarinnar. Járnbrautarstöðin er miðstöð hvers þorps, og hver járnbrautarstöð hefir sinn brunn eða öllu fremur tvo, því að Múhameðstrúarmenn og Hindúar leggja ekki vatn úr sama brunninum sér til munns. Þ.egar lestin nemur stað- ar, þyrpast farþegarnir að brunnunum og skola munninn og tennurnar úr brunnvatninu. Tannbursta hafa þeir enga nú, en vísifingurinn kemur í hans stað. (Hindúar myndu telja tannbursta úr dýrahári ,,óhreinan“. Yfirleitt gera þeir mjög lítið að því, að bera hluti upp í sig, og margir rétttrúaðir Hindúar fást ekki til þess að væta frímerki með tungunni.) Þorpsbúar safnast að lestinni. Öllu ægir þar saman: veikum bömum, betlurum, gamalmennum með stéttamerki á enninu, mæðrum, sem kemba dætrum sínum, unglingum, sem gæta nautpeningsins, konum með demantshringi í nefinu og soltnum hundum. Skamt þaðan hnipra Parianur -— hrökin — sig við sinn brunn, sem er á afviknum stað. Húsin eru byggð úr leðju, veggirnir eru gluggalausir, svo að þjófar og illir andar komist ekki inn. Innan veggj- anna er opinn ferhyrningur, því að þökin eru aðeins hálf- þök. Þau eru úr tígulsteini, ef tekjur bóndans nema 250— 300 kr. á ári. Öðrumegin í þessum garði býr heimilisfólk- ið í klefum eða básum. 1 einum þeirra eru heimilis- eða fjölskyldu-guðirnir. Engir útlendingar fá að koma í eld- hpsið, því að þá mundi maturinn saurgast eða verða „óhreinn“. Hinumegin í garðinum er nautpeningurinn. sem í raun og veru telst til fjölskyldunnar. Hornin á naut- gripunum eru máluð rauð á kúnum, en blá á nautunum. Búnaðarverkfæri mjög óbrotin og úrelt liggja í hrúgu ein- hversstaðar í garðinum. Eg staldraði við í þorpinu Vaja Mangala skamt frá My- sore stund úr degi. Börnin þyrptust að okkur með miklum fagnaðarlátum og buðu okkur sítrónur og blómvendi. Er þau voru orðin þreytt á okkur, fóru þau aftur til vinnu sinnar, en hún var sú, að klína kúamykju á veggina til þess að þurka hana. Mykjan er einkum höfð til eldsneytis, en til margra annara hluta er hún líka Indverjum gagnleg. Þeir þvo tröppurnar úr mykjublöndu á hverjum degi, og þó einkennilegt megi virðast er þetta hið hreinlegasta þvottaefni. Sauðatað er ekki í eins miklum metum og mykj- an. Hæns hafa Hindúar ekki, því að Brahmarnir telja þau „óhrein“. Timburmaðurinn og smiðurinn njóta mestrar virðingar í þorpinu. Timburmaðurinn í Vajamangala var kosinn bæj- arstjóri til þriggja ára. Skattheimtumaðurinn er einnig mikilsvirtur og embætti hans gengur að erfðum, frá föður til sonar, eins og böðulsstarfið í Frakklandi. íbúar þorps- ins voru 1400, f jórir lögregluþjónar, óvopnaðir, héldu uppi lögum og reglu. Búðirnar voru við aðalgötuna og var þar á boðstólum kokoshnetur, vindlingar — engan mann sá eg við köldum kræklum Einars. En hvað gerir maður ekki fyrir föðurlandið? Hver veit nema gamli maðurinn fórni mann- orði sínu og blygðun fyrir það. — Hermann þarf hvorugu að fónia. Þinn einl. Jeremías. þó reykja í Indlandi —, sex eða sjö mismunandi tegundir af grjónum, kryddvörur, vefnaðarvörur og steinolía. Pen- ingar sjást naumast, enda lítil þörf á þeim, því að vörur, einkum korn, er gjaldmiðillinn og fer greiðsla fram einu- sinni á ári. Skamt fyrir utan bæinn bjuggu Paríarnir. Þrifalegt var þar umhorfs, en húsin voru minni og böriiin óupplitsdjörf. Þar heyrðist hanagal, enda neyta Paríarnir hænsnakets. Alllangt utan þorpsins lágu akrarnir, og svo er það víð- asthvar í Indlandi. Þeir eru ekki í námunda við húsin og fólkið verður því að ganga langar leiðir til vinnu sinnar. Um 90% þjóðarinnar stundar landbúnað. Um 300 milj. af íbúunum búa í smáþorpunum, sem eru um 700 þúsund. Þriðjungur þjóðarinnar býr í þorpum, þar sem íbúatalan er innan við fimm hundruð. Öll velmegun Indlands er und- ir moldinni komin. I Norður-Indlandi eru Zemindararnir auðugir landeig- endur, sem leigja út jarðirnar smábændum. I Suður-Ind- landi eiga bændurnir hinsvegar jarðir sínar sjálfir, en þær eru ákaflega litlar. Hvorutveggja greiða skatt af jörðun- um til ríkisstjórnarinnar. Þetta afgjald nemur að jafnaði helmingi af árstekjum bóndans. Þessi afgjaldsskylda er ævagömul, og Englendingar verða því ekki áfeldir fyrir að hafa komið henni á, en þeir hafa hinsvegar ekki fundið hvöt hjá sér til þess að leysa bændurna undan þessu oki. Kjör og ævi bændanna er hin versta. Þeir hafa ekkert rafmagn, skortur er á rennandi vatni og því er óvíða um virkjun að ræða. Frumburðarréttur er enginn í Indlandi, og þegar bóndinn deyr skiftist jörðin milli sona hans. Vegna þessa verða jarðirnar í eigu hvers einstaks bónda oft og tíðum aðeins smáblettir. Þriðji hluti allra jarða í Indlandi er ekki fullir fimm hektarar að stærð og margar eru aðeins rúm dagslátta. Fátæktin er óskapleg. Verkalaunin eru um 60 aurar á dag. Skuldir bænda nema um 660 milj. sterlingspunda. Búnaðarbankar eru engir, svo að bændurnir neyðast til þess að taka lán hjá miskunnarlausum okrurum. Vextirair eru frá 25—100% og stundum jafnvel 200%. Allur þorri bændanna er skuldunum vafinn alla sína ævi og fara með skuldabaggann í gröfina. í sumum fylkjunum hafa dóm- stólárnir neitað að kveða upp dóma í skuldamálum og sjaldan ber það við, að jarðirnar eða hinar litlu eignir bændanna séu af þeim teknar. Sjúkdómar og ýmiskonar hörmungar ei-u afleiðingar fá- tæktarinnar þar eins og annarsstaðar. Sir John Megard, forstjóri heilbrigðismálanna í Indlandi, segir í skýrslum sínum að um 40% af þjóðinni sé vanhaldinn, og 20% blátt áfram svelti. 50—100 milj. veikjast árlega af malaríu og 2 milj. eru berklaveikar. Barnadauði er geysimikill í Indlandi. I Bengal-fylki einu deyja 750 þús. börn árlega innan 15 ára aldurs. „Þon-i bændanna í Bengal lifir á fæðu, sem rottur mundu ekki þrífast á“, segir í opinberri skýrslu. Af hverju þúsundi deyja 24,5 af mæðrum í Indlandi, en aðeins 4.06 í Eng- landi og Wales. Annars er dánartalan 26.8 af þúsundi, en 11.7 í Englandi. Meðalaldurinn er 25 ár, en 55 ár í Eng- landi. Mikil óánægja er ríkjandi meðal bændanna og sums- staðar hafa þeir vel skipulagðan félagsskap með sér og hafa neitað að greiða skatta. Hefir stundum stappað nærri því að til byltingar drægi og sósíalistarnir í Kong'ress-

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.