Stormur - 30.11.1942, Blaðsíða 1

Stormur - 30.11.1942, Blaðsíða 1
STORMU R Ritstjóri: Magnús Magnússon XVIII. árg. Reykjavík, 30. nóvember 1942. 27. tölublað. J er emí asarbr éf Reykjavík í nóvember 1942. Gamli kunningi! Eg hafi stundum i bréfum til þín látió orð falla eitthvað á þá leið að forustumenn Framsóknarflokksins hefðu auð- kent sig frá öðrum stjórnmálamönnum íslenskum í því, að sýna andstæðingum sínum meiri rætni og ódrengskap, en dæmi eru til í stjórnmálasögu vorri. Aldrei hefir þessi lubbaháttur innrætisins komið glögg- ,ar í ljós en þann litla tíma, sem þeir hafa verið í hreinni stjórnarandstöðu. Á meðan þeir Hermann og Eysteinn sátu í stjórn með Ólafi Thors og Jakob Möller voru sumir for- ystumenn Fi’amsóknarinnar og þó einkum Jónas Jónsson sífelt að nudda sig utan i Ólaf Thórs og í bili hætti róg- iðjan gegn Jakob, sem hafði verið rekin með kappi í mörg ár. En jafnskjótt og samvinnuslitin urðu var rógurinn haf- inn aftur. Gömlu Kveldúlfs-ofsóknirnar byrjuðu á nýjan leik. Thor Jensen var hallmælt, enda þótt hann hafi aldrei gefið sig að stjórnmálum, og sé nú hættur öllum atvinnu- rekstri. Og svo langt gekk heimskan og rætnin að Ólafi Thors var brugðið um það, að hann væri danskur og því væri óhæfa að láta hann binda enda á Sjálfstæðismálið við Dani. Komst einn af bestu Sjálfstæðismönnum vorum svo að orði um þessi brígsl, að betra væri að láta dansjcan mann, sem væri einiægur Islendingur leysa það mál en fe!a það dönskum íslendingi eins og Hermann Jónasson væri og ýmsir aðrir framsóknarsauðir. Fáir eða engir útlendingar hafa orðið tryggari böndum bundnir við íslenska mold en Thor Jensen og öll hans fjöl- skylda hefir æ sýnt það, að hún vill veg og sæmd íslands. Er þess skemst að minnast hversu prýðilega Thor Thors gegnir starfi sínu í Bandaríkjunum og hafa jafnvel eitr- uðustu rógtungur Framsóknarinnar enn ekki þorað að bera brigður á það. Dramb og hroki framsóknarmanna eftir langan en ljót- an valdaferil — ljótari en nokkur annar íslenskur stjórn- málaflokkur hefir að baki sér — var orðið svo mikill að þeir töldu sér alt fært og þeim fanst það óhugsandi að þjóðin mundi leyfa það, að henni yrði stjórnað án þess að þeir hefðh þar forystuna. Þessvegna ærðust þeir er hvoru- tveggja var gert í senn: þeim hrundið úr stjórnarsessi og sviftir nokkrum þingmannagauðum, sem mörg óhappa- verk höfðu unnið og aldrei áttu lýðræðislegan rétt á þing- setu. Hafa Framsóknarmenn síðan látið sig engu skifta um hag og sæmd ættjarðar sinnar, en hugsað um það eitt að reka svæsna hefndarpólitík gegn Sjálfstæðismönnum. Nylega komst einn mikismetinn kommúnisti svo að orði: „Það er skrýtinn náungi þessi Hermann Jónasson, fyrir skömmu stóð hann til hægri við ólaf Thórs, en nú er hann kominn til vinstri við okkur“. En Hermann Jónasson er hvorkt ,,skrýtinn“ eða þungskilinn. — Hann hefir verið, er og verður singjarn og valdasjúkur hentistefnumaður, sem fórnar öllu fyrir eiginhagsmuni og völd. Hann hefir flesta. af göllum Jónasar Jónssonar, en brestur gáfur hans og hugkvæmni. En það er þessi maður, sem nú ræður mestu í Fram- sóknarfloklcnum eða að minsta kosti í þingflokknum. Síðan örlítillar iðrunar og afturhvarfs hefir gætt hjá Jónasi senni- lega vegna þess að æ styttist til bústaðaskiftanna, hefir fylgi hans í þingflokknum farið síminkandi og er þar nú líklega enginn sem fylgir honum af fullum trúnaði. Vinna framsóknarmenn nú að því eftir áætlun að gera hann sem valdaminstan, og margir þeirra bregðast hinir verstu við ef borið er í bætifláka fyrir hann! Sem dæmi um þessa ofsókn framsóknarmanna gegn þessum gamla dýrlingi sínum er það, að nú hefir honum verið bolað úr utanríkismálanefnd, sem hann hefir átt sæti í frá byrjun, en í hans stað hefir Hermanni Jónassyni verið kuðlað í hana, sem sennilega er óþjóðhollastur þeirra manna, sem nú gefa sig að stjórnmál- um á íslandi. Þá vinnur og Hermann að því öllum árum að mynda stjórn með Kommúnistum, er hann fús til a^ ganga inn á stefnuskrá þeirra í öllum greinum ef þeir aðeins lofa hon- um a ðvera forsætisráðherra. Engin svínbeyging væri hæði- legri fyrir Jónas Jónsson, en ef Hermanni tækist þetta, því að Jónas hefir lýst allan þann flokk föðurlandssvikara og sagt að þeir ættu ekki heima í þjóðfélaginu. Er lítt hugsan- legt að Jónas gæti eftir slíka rasshýðingu frammi fyrir allri þjóðinni haldið áfram að vera í framsóknarflokknum og allra síst formaður flokksins. Hermann Jónasson vinnur nú allra manna ötulast 'að því að koma öllum stærri einstaklingsrekstri í lcaldakol. Þegar komið er yfir lága hámarksupphæð, sem að mestu leyti fer til opinberra þarfa, vill hann svipta atvinnurekendurna öll- um tekjum þeirra. Þeir hljóta því að hætta atvinnurekstri sínum, því að fáir munu þeir vera, sem kjósi að slíta kröftum sínum og hafa ekkert í aði’a hönd nema áhætt- una, áhyggjurnar og tapið, ef illa gengur. Afleiðing þessa hlýtur því að verða sú, að ríkið verður að taka öll fram- leiðslutækin í sínar hendur og er þá um leið ríki sósíalism- ans stofnað í þessu landi. Auðvitað gerir það framsóknarmönnunum ekkert til, þótt allur stríðsgróðinn sé tekinn frá 1939 og svo verði áfram, ef einhver einstaklings atvinnurekstur verður. Ýmsir framsóknarmenn hafa að vísu stórgrætt á undan- förnum árum og eru orðnir auðugir menn, en þeir kunna allra manna best að fela og því er fjöldi þessara manna eignarskattslaus, þótt vitað sé að eignir þeirra nema hundr- uðum þúsunda.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.